Fréttablaðið - 31.07.2007, Page 10
Fíkniefnaeftirlit
hefur aldrei verið umfangsmeira
en nú og verður sérstaklega öfl-
ugt fyrir og um verslunarmanna-
helgina. Páll Winkel aðstoðarrík-
islögreglustjóri og Guðni Markús
Sigmundsson, yfirtollvörður í
Tollgæslunni í Reykjavík kynntu
þessi mál á tjaldstæðinu í Laug-
ardal í gær. Þar hafði lögreglan
komið fyrir fíkniefnum í tjaldi
og á mönnum og var fylgst með
fíkniefnahundum við leit.
„Lögregla og Tollgæslan munu
vinna saman og nota til þess sér-
þjálfaða fíkniefnahunda. Haldið
verður uppi öflugu eftirliti á úti-
hátíðum og á öðrum stöðum þar
sem fólk safnast saman,“ segir
Páll. Dagana fyrir verslunar-
mannahelgi verður sérstaklega
fylgst með póst-, böggla- og far-
angurssendingum til þeirra
staða sem fólk heimsækir um
helgina.
Undanfarna viku hefur einnig
verið í gangi sérstakt átak. „Rík-
islögreglustjóri og lögreglu-
stjórar á höfuðborgarsvæðinu
standa fyrir átakinu sem hófst
23.júlí. Markmiðið með því er að
draga úr framboði á fíkniefnum
um verslunarmannahelgina,“
segir Páll. Áhersla er lögð á eft-
irlit með fíkniefnasölu og hafa
þegar komið upp um 40 mál í
þeim 250 leitum sem hafa verið
gerðar. Öll sneru þau að sölu á
fíkniefnum.
Notkun fíkniefnahunda hefur
aukist til muna á síðustu árum.
Hundarnir gera lögreglu kleift
að sinna umfangsmeira fíkni-
efnaeftirliti en áður. Frá árinu
2000 hefur sérþjálfuðum fíkni-
efnahundum fjölgað úr fjórum í
ellefu, en von er á þeim tólfta
síðar á árinu. Lögreglan hefur
skipt landinu í fjögur aðgerða-
svæði og er að minnsta kosti
einn fíkniefnahundur á hverju
svæði.
Sex til níu mánuði tekur að
þjálfa fíkniefnahunda. Þeir eru
þjálfaðir hér á landi og gerðar
eru mun strangari kröfur til
þeirra en víða í nágrannalöndum
okkar.
Aldrei meira
eftirlit en nú
Lögregla og Tollgæslan sjá um fíkniefnaeftirlit um
verslunarmannahelgi. Með í för verða ellefu sér-
þjálfaðir fíkniefnahundar. Átak hjá lögreglu til að
draga úr framboði á fíkniefnum um helgina.
Sendiherra Íslands á Indlandi, Dr.
Gunnar Pálsson, og ráðuneytisstjóri sjávarútvegsmála
í landbúnaðarráðuneyti Indlands, frú Charusheela
Soni, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf
Íslands og Indlands á sviði sjávarútvegsmála.
Í yfirlýsingunni er lýst vilja til að auka sjávarút-
vegssamstarf ríkjanna meðal annars á sviði rann-
sókna, fiskveiðistjórnunar, fiskeldis, fiskvinnslu og
markaðssetningar sjávarafurða. Gert er ráð fyrir að
komið verði á beinu samstarfi viðeigandi sjávarút-
vegsstofnana á Íslandi og Indlandi og auknu samstarfi
vísindamanna og sérfræðinga á sviði sjávarútvegs. Þá
kveður viljayfirlýsingin á um að stjórnvöld á Íslandi
og Indlandi setji á laggirnar sameiginlegan vinnuhóp
til að fjalla um samstarfið, meta árangur þess og setja
því nánari markmið.
Indland er þriðja stærsta sjávarútvegsríki heims
með tilliti til heildarafla, en á árinu 2004 nam hann 6,0
milljónum tonna eða um 5 prósentum af heildarafla á
heimsvísu. Um ellefu milljónir manna starfa að
sjávarútvegi á Indlandi og hlutdeild Indlands í
heimsviðskiptum með sjávarafurðir nemur um 2,4
prósentum. Rækjur eru helsta útflutningsafurð
Indlands í sjávarútvegi.
Sýning um
Jónas Hallgrímsson verður
opnuð á Norðurbryggju í
Kaupmanna-
höfn fimmtu-
daginn 2. ágúst.
Sýningin er
gerð í tilefni af
200 ára
fæðingaraf-
mæli Jónasar
Hallgrímsson-
ar, skálds og
náttúrufræð-
ings, sem
fæddist á
Hrauni í
Öxnadal 16. nóvember árið 1807.
„Þetta er sýning um líf
Jónasar,“ segir Helga Hjörvar,
forstjóri Norðurbryggju. „Hún
gefur alhliða mynd af honum,
skáldinu, náttúruvísindamannin-
um, uppvextinum og lífi hans í
Kaupmannahöfn. Okkur langar
að kynna Dönum Jónas en þeir
vita lítið um hann.“
Sýningin var fyrst sett upp í
Amtsbókasafninu á Akureyri 21.
mars síðastliðinn. Sýningin
verður síðan sett upp í Þjóð-
menningarhúsinu í Reykjavík 20.
nóvember næstkomandi.
Sýningin á Norðurbryggju
verður opin fram í október.
Gefur alhliða
mynd af Jónasi
Velsk kona hrapaði af
fjalli í Wales eftir að kærastinn
hennar bað hennar. Þurfti að
sauma tíu spor í höfuð hennar
eftir fallið.
Konan hrapaði tæpa tvo metra
eftir bónorðið og þurfti að kalla
út björgunarsveit til að koma
henni niður á sjúkrahús. „Ég
hafði ekki hugmynd um að hann
mundi biðja mín, en þetta var
indæl leið til að gera það,“ sagði
konan. Hún sagði já þegar hún
fékk meðvitund á ný.
„Fólk segir oft við mig; „þú
hefðir getað sagt nei við hann, þú
þurftir ekki að stökkva niður af
fjalli“,“ bætti konan við.
Hrapaði niður
fjall eftir bónorð