Fréttablaðið - 31.07.2007, Page 16

Fréttablaðið - 31.07.2007, Page 16
greinar@frettabladid.is Frá og með deginum í dag og næstu tvær vikur munu upplýsingar um tekj- ur hvers og eins okkar liggja frammi til sýnis fyrir atbeina íslenska ríkisins. Ekkert okkar hefur veitt leyfi fyrir þessari birtingu en með henni gefst samstarfsmönnum okkar, nágrönnum, kunningjum, vinum og síðast en ekki síst óvildar- mönnum færi á að hnýsast í einka- málefni okkar, viðkvæmar persónu- upplýsingar, fjárhagsmálefni okkar. Fjárhagsmálefni eru einkamál hvers og eins og meðal viðkvæm- ustu persónuupplýsinga í nútíma- samfélagi. Gildar ástæður þurfa að liggja til grundvallar þeirri stefnu stjórnvalda að heimta þessar upp- lýsingar í krafti valdheimilda og leggja þær svo á glámbekk. Órök- studdar hugmyndir um virkt skatteftirlit með þessum hætti geta vart talist grundvöllur slíkrar valdbeitingar og átroðn- ingi ríkisvaldsins á rétt- indum einstaklinga. Formælendur þessa lögbundna yfirgangs – opinberrar birtingar á upplýsingum um launin okkar – nefna gjarnan að gagnsæi í þessum efnum sé mikil- vægt, m.a. til að fylgjast með þróun í launamun kynjanna. En allar þær upplýsingar má vinna og birta án þess að tengja þær við nafngreinda menn og konur. Engin þörf er á því, sé þetta tilgangurinn, að ráðast svo freklega gegn friðhelgi einkalífs- ins. Birting upplýsinga um tekjur ein- staklinga er einnig til þess fallin að grafa undan því trúnaðarsambandi sem viðgengist hefur á vinnumark- aði um launakjör í frjálsum vinnu- samningum. Með því að skylda skattstjóra til að leggja álagningar- og skattskrár fram gerir ríkisvaldið þennan trúnað að engu. Telja verður að núgildandi ákvæði laga um tekjuskatt sem skylda skattstjóra til að birta álagn- ingar- og skattskrár séu í verulegu ósamræmi við lagaákvæði og þær meginreglur sem lögfestar hafa verið um þagnarskyldu um upplýs- ingar sem varða fjárhagsmálefni einstaklinga á síðustu árum. Þá verður að teljast afar hæpið umrædd lagagrein standist ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi einka- lífs. Ungir sjálfstæðismenn munu næstu tvær vikur láta gestabækur liggja frammi á skattstofum. Þeir sem fletta upp í álagningarskrám eru beðnir um að skrá nafn sitt og nöfn þeirra sem þeir eru að grennsl- ast fyrir um í þessa gestabók. Þetta ætti að vera auðsótt, enda er fólk að sinna heiðvirðu skattaeftirliti – eða hvað? Við skulum sjá hversu marg- ir gefa sig fram. Höfundur er formaður SUS. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Fyrir 10 árum trúði því enginn að hægt væri að sitja úti og sötra kaffi á Íslandi. Mestu hörkutólin létu sig hafa það umvafðir lopapeysu og lyngi til fjalla. Undanfarnar vikur hafa verið þannig að jafnvel sólríkustu bernskuminningar blikna. Miðjarð- arhafsloftslagið í görðum höfuð- borgarsvæðisins má þó líklega ekki síður þakka trjám og gróðri sem gjörbreytt hafa veðráttunni í grónum hverfum. Austurvöllur er svo líklega besta dæmið um skjól af manna völdum. Þessi óviðjafnan- legi mannlífspottur sem kraumað hefur í allt sumar ætti jafnframt að vera okkur fyrirmynd í því hvernig við skipuleggjum og búum okkur skjól í borginni. Það er hins vegar lyginni líkast að ekki eru nema fáein ár síðan Austurvöllur var eins og illa nýtt húsasund þar sem helst mátti sjá alþingismenn skáskjóta augunum til Jóns forseta á einmana hlaupum í þinghúsið. Eina lífið að öðru leyti voru stöku mótmæli, fjallkonan á 17. júní eða frostbitin móttaka á hinu ágæta jólatré sem Oslóar-borg sendir okkur af rausn á aðventunni. Hvað breyttist? Áhersla var lögð á að efla miðborgina, breikka gangstéttar, kaupa laglega ljósastaura, hengja upp blómaker og laga beð. Síðast en ekki síst var slakað á reglu- gerðarklónni og veitingamönnum gert kleift að afgreiða viðskipta- vini sína á torgum úti. Bingó! Lækjartorg hefur tekið ögn við sér með tilkomu útiveitinga og kaffisölu Segafredo en er þó jafnan autt og frekar dautt. Héraðsdómur Reykjavíkur er sérlega líflaus starfsemi í gamla Útvegsbankahús- inu og Hafnarstræti 20 sem sjálfsagt var ætlað að skerma torgið af fyrir norðanáttinni hefur aldrei tekist það og hefur raunar uppskorið hið vafasama heiti „ljóta húsið við Lækjartorg“, hvort sem það getur talist sanngjarnt eða ekki. Andlitslyfting Lækjartorgs er því tvímælalaust eitt mikilvægasta miðborgarverkefnið sem borgaryf- irvöld standa frammi fyrir. Undirbúningur að byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhússins í austurhöfninni varð til þess að hugmyndir að endurnýjun Lækjartorgs fengu vængi. Milli tónlistarhússins og Lækjartorgs er gert ráð fyrir að nýjar höfuðstöðv- ar Landsbankans rísi. Fyrir ári síðan minnti tækifærið til að láta hendur standa fram úr ermum enn á sig. Þá festi Landsbankinn kaup á „ljóta húsinu“ til niðurrifs. Samfylkingin í Reykjavík lagði þegar til að teknar yrðu upp viðræður við bankann um að endurskapa skjólgott Lækjartorg með heildarskipulagi sem tæki mið af uppbyggingu Tónlistarhússins, niðurrifi Hafnarstrætishússins og uppbyggingar höfuðstöðva bankans. Tillaga Samfylkingarinnar um endurnýjun Lækjartorgs hafði legið óhreyfð í skipulagsráði borgarinnar í nærri heilt ár þegar eldur varð laus í húsunum við Lækjargötu 2 og Austurstræti 22. Bruninn skilur eftir sig vandfyllt skarð. Borgarstjóri hafði upp stór orð um umfangsmikil uppkaup borgarinnar á brunnum eignum. Ekkert hefur spurst til þessara yfirlýsinga síðan. Hinn hörmulegi bruni varð þó til þess að skriður komst loks á vinnu að heildarskipu- lagi svæðisins. Til að leggja grunn að endurbyggingu beggja vegna Lækjartorgs hafa nú verið valdir sex hópar innlendra og erlendra arkitekta. Þeir verða kostaðir til að skila inn hugmyndum að skipulagi svæðisins. Þær hugmyndir munu keppa, nafnlaust, við tillögur sem öllum er frjálst að senda inn í leit borgarinnar að hugmyndum fyrir uppbyggingu svæðisins. Frestur til að skila inn rennur út 9. ágúst nk. Góð samstaða hefur náðst um það markmið að horn Austurstrætis og Lækjargötu kallist áfram á við söguna og hið gamla andlit Reykjavíkur. Við uppbygginguna er ekki síður mikilvægt að borgaryfir- völd og samstarfsaðilar á svæðinu taki höndum saman um að útlit, skipulag og byggingarlist á þessum lykilstað verði meðal þess besta sem reist hefur verið í Reykjavík. Líklega skiptir þó ekki minnstu að götur, sund og torg verði þaulhugs- uð þannig að mannlíf, sól og skjól njóti sín til fulls. Samfylkingin mun beita sér fyrir þessari framtíðarsýn og opnum faglegum vinnubrögðum í þeirri mikilvægu og vandasömu vinnu sem framundan er. Undir engum kringumstæðum má heldur gerast að annar vetur líði, án ákvarðana. Innan við þrjú ár eru þar til vígja á tónlistarhúsið. Á svæðinu þar í kring á jafnframt að rísa nær tvöfalt byggingarmagn þess í formi hágæðahótels, verslana, íbúða og áðurnefndra höfuðstöðva Lands- bankans. Þessi uppbygging þarf að komast á hönnunarstig eigi hún að haldast í hendur við byggingu tónlistarhússins. Það hlýtur að vera öllum kappsmál. Opnir grunnar og hálfköruð torg sæma ekki svo glæsilegri og mikilvægri fram- kvæmd. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Sól og skjól á nýju Lækjartorgi Launin þín eru nú til sýnis Í slenskir bændur eiga skilið meira traust en ráðamenn þessa lands sýna þeim. Sú verndarstefna, sem hefur verið rekin hér af hverri ríkisstjórn á fætur annarri, ber vott um ákveð- inn skort á sjálfstrausti fyrir hönd íslensks landbúnaðar. Ef raunin er sú að ráðamenn hafa ekki meiri trú en svo á gæðum innlendra búvara að þeir telji nauðsynlegt að hlífa þeim við samanburðinum við erlendar vörur, þá er það óþarfa minni- máttarkennd. Í því samhengi er hægðarleikur að rifja upp hvað gerðist þegar tollar voru felldir niður af gróðurhúsaafurðum árið 2002. Verð á tómötum, agúrkum og öðrum gróðurhúsavörum lækkaði mikið og hafði jafnframt þau áhrif að verð á öðru grænmeti lækkaði. Hver skyldi hafa orðið afleiðingin af þeim verðlækkunum? Hrun í íslenskri gróðurhúsaframleiðslu? Dauði og djöfull? Nei, stór- aukin neysla á gróðurhúsaafurðum og jafnvel lækkun á ávöxtum vegna samkeppnisáhrifa. Um þetta og margt annað má lesa í tímamótaskýrslu Hallgríms Snorrasonar hagstofustjóra þar sem er farið ofan í saumana á helstu orsakaþáttum hás matvælaverðs á Íslandi. Skýrsla Hallgríms kom út í júlí í fyrra en full ástæða er til að minna reglulega á niðurstöður hennar þar til stjórnvöld grípa til raunverulegra aðgerða til að lækka matvælaverð hér á landi. Rétt er að ítreka, og um það þarf ekki að velkjast í neinum vafa, að það er fullkomlega borin von að matvöruverð á Íslandi komist nálægt því að vera á pari við matvælaverð í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við, fyrr en stjórnvöld ráðast í allsherj- ar uppstokkun á núverandi landbúnaðarkerfi. Í raun má furðu sæta að við sitjum uppi með landbúnaðarstefnu sem allir virðast tapa á. Neytendur sitja uppi með dýrar búvör- ur og bændur virðast almennt ekki vera ofhaldnir þrátt fyrir að milljarðar renni til þeirra árlega af skattfé landsmanna. Gild rök má færa fyrir því að núgildandi einangrunarstefna hafi hægt á eðlilegri aðlögun landbúnaðarins að breyttri heims- mynd. Fyrir liggur að innan fárra ára mun nýr viðskiptasamning- ur Alþjóðaviðskiptastofnunar, sem Ísland er aðili að, leiða til auk- innar samkeppni við innlendan landbúnað. Engin ástæða er til að bíða eftir þeirri niðurstöðu. Eigið frumkvæði að breyttu skipulagi er mun líklegra að leiða til sáttar um breytta stefnu en tilskipun að utan. Auk þess eiga heimili og bændur landsins betra skilið en óbreytt ástand. Þingmenn Samfylkingarinnar fögnuðu ákaft skýrslu Hall- gríms í fyrra, „enda hefur enginn stjórnmálaflokkur barist eins fyrir breytingum á skatta- og tollaumhverfi í matvælageiranum og Samfylkingin,“ svo vitnað sé í orð Össur Skarphéðinssonar, þáverandi þingflokksformanns og núverandi iðnaðarráðherra. Össur og flokkssystkini hans eru nú komin í þá aðstöðu að ekki dugar að sitja við orðin tóm. Ríkisstjórnarinnar bíður það löngu tímabæra verkefni að móta nýja landbúnaðarstefnu. Lækkun og á endanum afnám á innflutningsvernd búvara kall- ar á aukinn beinan stuðning við bændur á meðan breytingarnar ganga yfir. En ef vel tekst til mun þó eftir standa sterkari og hag- kvæmari íslenskur landbúnaður og mun lægra matvöruverð. Óþarfa skortur á sjálfstrausti

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.