Fréttablaðið - 31.07.2007, Page 26
„Þú verður að afsaka töskurnar í
ganginum. Við mæðgurnar vorum að
koma heim í nótt,“ segir Lenka Ptác-
níkova brosandi þegar hún tekur á
móti blaðamanni á heimili sínu. Til-
efni viðtalsins er að nú um helgina
varð Lenka Norðurlandameistari
kvenna í skák úti í Danmörku. Dótt-
irin, Lilja Helgadóttir, er sjö ára og
ætti í raun skilið titilinn „Ferðakon-
an unga“ því hún fór ein til Tékklands
í sumar í heimsókn til ættingja sinna
þar og síðan til Kaupmannahafnar
þar sem hún slóst í för með móður
sinni heim.
Lenka er semsagt frá Tékklandi og
flutti hingað árið 2000 með þáverandi
eiginmanni sínum Helga Ás Grétars-
syni skákmeistara. Það sama ár var
stórmeistaratitill hennar í höfn. „Ég
tefldi fyrir Tékkland á þeim tíma en
eftir að ég varð íslenskur ríkisborg-
ari tefli ég að sjálfsögðu fyrir Ísland.
Byrjaði á því á ólympíumóti á Mall-
orka 2004,“ segir hún.
En hvenær fór hún fyrst að tefla?
„Ég hugsa það hafi verið um fimm ára
aldur. Í Tékkóslóvakíu, eins og land-
ið mitt hét í gamla daga. þurftum við
oft að flytja en þá var venja að fjöl-
skyldan gerði eitthvað skemmtilegt
saman. Pabbi kenndi bróður mínum
að tefla og ég náði því líka,“ segir
hún og brosir. Kveðst í raun ekki hafa
haft mikinn áhuga til að byrja með en
bróðir hennar hafi verið í skákklúbbi
og þar hafi verið skylda að hafa stelp-
ur í liðinu líka. „Ég var beðin að koma
í liðið og þá fór mér að líka við skák-
ina, enda fylgdu henni líka ferðalög
sem ég hafði gaman af,“ lýsir hún.
Enn fylgja ferðalög skákinni og
Lenka kveðst hafa nóg að gera. „Í
febrúar á þessu ári var ég að tefla
í Moskvu, síðan á Evrópukeppni
kvenna í Dresden í Þýskalandi. Í júní
tefldi ég á sterku móti hér á landi og
nú var ég í Helsingör í Danmörku.“
Hún segir kvennamótin í skák ekki
eins sterk og þegar bæði kynin etja
kappi. „Það eru miklu fleiri karlar í
skákinni en konur og því er mun harð-
ari samkeppni þar sem þeir eru með.
Stundum er ég eina konan á stórum
mótum.“
Spurð um ástæður þessa svar-
ar hún: „Það er algengara að strák-
ar fari í skák og í taflfélögum eru yf-
irleitt örfáar stelpur og það eru ekki
margar konur sem halda áfram í
skákheiminum.“
Lenka kveðst vera á stórmeistara-
launum enda lifi enginn á þeim verð-
launum sem fáist á mótum. Sigurinn á
nýafstöðnu móti færði henni þrjú þús-
und danskar krónur og þær hrökkva
ekki fyrir ferðum og uppihaldi. „Sagt
er að munurinn milli pókers og skák-
ar sé sá að í skákinni sé mikil vinna
en lítil laun en í pókernum lítil vinna
sem vel er borgað fyrir. Enda hafa
margir skákmenn snúið sér að pó-
kernum en ég ætla að halda mig við
skákina,“ segir hún hlæjandi.
Spurð um eftirlætisleik eða vörn í
skákinni nefnir hún drekaafbrigði í
Sikileyjarvörn. „Ég tefli það sjaldan
í dag en gerði það stundum sem lítil
stelpa og þykir alltaf vænt um það.“
Fram undan nú er undirbúningur
undir Íslandsmót karla sem verður í
lok ágúst og byrjun september. Þar
verður Lenka ein kvenna og býst við
harðri keppni. Þó gæti verið annar
kvenmaður í liðinu. Lenka er nefni-
lega kona eigi einsömul og á von á
barni um miðjan október. Hver veit
nema þar sé skáksnillingur á ferð því
faðir þess og eiginmaður Lenku er
Omar Hamed Aly Salama sem einnig
er stórmeistari í skák.
Börn náttúrunnar frumsýnd
„Margar bíómyndir sem ég
hef verið í með öðru lituðu
fólki hafa ekki verið það
góðar. Margir litaðir leikar-
ar eru líka ekki það góðir.“
Elskuleg kona mín, móðir okkar og
tengdamóðir,
Guðrún Magdalena Birnir,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 2. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar eru
vinsamlegast afþökkuð.
Elí Auðunsson
Þórunn Elídóttir Hörður Kjartansson
Jórunn Elídóttir
Björn Elíson Bára Traustadóttir
Auðunn Elíson Valgerður Þórðardóttir
Bryndís Malla Elídóttir
Helga Elídóttir Fjalar Jörundsson
Einlægar hjartans þakkir sendum við
öllum þeim er með nærveru sinni og sam-
úðarkveðjum heiðruðu minningu ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
Karls Gústafs Ásgrímssonar,
Kópavogsbraut 97, Kópavogi.
Sérstakar þakkir til séra Hans Markúsar Hafsteinssonar
fyrir ómetanlegan stuðning, einnig til lækna og
hjúkrunarfólks sem önnuðust hann í veikindum hans.
Guð blessi ykkur.
Svanhildur Th. Valdimarsdóttir
Margrét Inga Karlsdóttir
Helga Jóhanna Karlsdóttir Rúnar Sólberg Þorvaldsson
Bjarni Karlsson
Svanhildur A. Sigurgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför
ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
Magnúsar Finnbogasonar,
verslunarmanns, Gnoðarvogi 68,
sem andaðist föstudaginn 6. júlí. Sérstakar
þakkir færum við starfsfólki Landspítalans á deild 11G
við Hringbraut og starfsfólki Sjúkrahótels LSH við
Rauðarárstíg.
Steinunn Stefanía Magnúsdóttir Ísleifur Jónsson,
Jóhanna Finnborg Magnúsdóttir
Hafliði Sigtryggur Magnússon Svanhildur Agnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi,
Jónas Jónsson
frá Yztafelli,
sem lést 24. júlí á Landspítala – háskólasjúkrahúsi verð-
ur jarðsunginn frá Digraneskirkju þriðjudaginn 31. júlí
klukkan 15.00.
Sigurveig Erlingsdóttir
Sigrún Jónasdóttir Björn Jóhannessen
Helga Jónasdóttir Tómas Þór Tómasson
Jón Erlingur Jónasson Védís Jónsdóttir
Úlfhildur Jónasdóttir Þorsteinn Karlsson
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og vinur,
Guðmundur Kristjánsson
Víðigerði 3, Grindavík,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
föstudaginn 27. júlí, verður jarðsunginn frá
Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 2. ágúst kl. 14.00.
Margrét Guðmundsdóttir Jón Guðmundsson
Kristín Guðmundsdóttir
Hermann Þorvaldur Guðmundsson Kristín Edda
Ragnarsdóttir
Erla Olsen
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Guðrún Elísabet
Guðmundsdóttir,
Skógarbæ, Árskógum 2, Reykjavík, áður
Grýtubakka 4,
lést sunnudaginn 29. júlí 2007.
Ómar Ólafsson Kristín Þórarinsdóttir
Bragi Hjörtur Ólafsson
Guðmundur Kristinn Ólafsson Ingibjörg Sigurðardóttir
S.Stefán Ólafsson Jóhanna J. Guðbrandsdóttir
Olga Ólafsdóttir Sigurður Jónsson
Sólveig Ólafsdóttir Trausti Hermannsson
Sigurlín Ólafsdóttir Ólafur Valur Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn.