Fréttablaðið - 31.07.2007, Síða 30
Sænski leikstjórinn og rithöf-
undurinn Ingmar Bergman
lést á heimili sínu á eyjunni
Faro í Svíþjóð í gærmorgun.
Hann var 89 ára að aldri.
Bergman var þekktasta andlit
sænskrar kvikmyndagerðar og leik-
húslífs og dáður af kvikmyndagerð-
arfólki um heim allan. Hann var til-
nefndur til níu Óskarsverðlauna, og
unnu myndir hans þrisvar sinnum
til verðlauna fyrir bestu erlendu
kvikmyndina. Á meðal þekktustu
mynda hans eru Sjöunda innsiglið,
Fanny og Alexander og Vetrarljós.
Bergman fæddist í Uppsölum árið
1918. Faðir hans var prestur, en
móðir hans hjúkrunarkona af yfir-
stétt. Bergman stundaði nám í bók-
menntafræði við Háskólann í Stokk-
hólmi frá 1937-1940 en fékk fljótlega
mikinn áhuga á leiklist, og síðar
kvikmyndagerð. 1944 varð Berg-
man yngsti leikhússtjóri Svíþjóðar,
þegar hann tók við starfi í Borgar-
leikhúsi Helsingjaborgar. Sama ár
var kvikmyndin Hets frumsýnd.
Þar skrifaði Bergman fyrsta kvik-
myndahandrit sitt, en Alf Sjöberg
leikstýrði. Í febrúar 1945 leit Kris
dagsins ljós, en það er fyrsta mynd-
in sem Bergman leikstýrði. Á ferli
sínum leikstýrði Bergman yfir
fjörutíu kvikmyndum og fjölda
sjónvarpsmynda og leikuppsetn-
inga, auk þess að skrifa handrit og
bækur.
Af öllum kvikmyndum sínum var
Bergman sjálfur ánægðastur með
Vetrarljós, Persona og Cries and
Whispers, þó að hann segði í viðtali
árið 2004 að hann gæti ekki lengur
horft á myndir sínar og yrði „þung-
lyndur“ af því.
Svíar syrgðu Bergman í gær og
heiðruðu minningu helsta frömuðar
kvikmyndagerðar þar í landi. For-
sætisráðherrann Fredrik Reinfeldt
skrifaði í gær að það væri erfitt að
fá yfirsýn yfir gífurlegt framlag
hans til sænskrar, og erlendrar,
kvikmyndagerðarlistar. „Verk hans
eru ódauðleg,“ skrifaði Reinfeldt,
sem sagðist jafnframt vona að arf-
leifð Bergmans myndi halda áfram
að dafna. Woody Allen syrgði jafn-
framt vin sinn, en hann hefur mar-
goft sagt Bergman vera mikla fyr-
irmynd. „Hann er væntanlega
merkilegasti kvikmyndagerðar-
maðurinn, í öllum flokkum, síðan að
myndavélin var fundin upp,“ sagði
Allen um Bergman, í tilefni af sjö-
tíu ára afmæli Bergmans árið
1988.
Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri
var vel kunnugur Ingmar Berg-
man. Kynni þeirra hófust þegar
Hrafn tók við hann viðtal fyrir
íslenska sjónvarpið, og seinna
meir dvaldist Hrafn hjá Bergman
á Farö. „Ég á það eiginlega honum
að þakka að Hrafninn flýgur var
uppgötvuð erlendis, eftir að hann
ótilkvaddur, og án þess að þekkja
nokkuð til mín, hafði tjáð sig um
myndina við sænsku pressuna,“
sagði Hrafn.
Hann segir Bergman hafa verið
sérstakan mann; alvörugefinn en
um leið mikinn húmorista. „Hann
var mjög agaður og vandaði mikið
til alls sem hann gerði. Hann
agaði sænska kvikmyndagerð
þannig að Svíar eru stórveldi í
kvikmyndagerðarheiminum í
dag,“ sagði Hrafn.
Vægi ævistarfs Bergmans nær
þó langt út fyrir Svíþjóð að hans
mati. „Á meðan kvikmyndir eru
búnar til og þetta listform er við
lýði, þá mun Bergman standa einn
og sér. Hann er eins og James
Joyce eða Marcel Proust eru í
prósanum. Það getur enginn
unnið heill í sínu fagi nema að
þekkja hann,“ bætti hann við.
Bergman sér á báti
Sigríður Pétursdóttir kvikmynda-
fræðingur segist halda að ævi-
starf Bergmans verði enn mikil-
vægara með tímanum. „Ég held að
það séu mjög fáir kvikmyndaleik-
stjórar til í dag sem myndu ekki
segja að Bergman hefði verið
áhrifavaldur.“ Sigríður segir
Bergman hafa fylgt sér frá unga
aldri. „Ein af mínum fyrstu ungl-
ingsminningum er þegar ég var að
stelast til að horfa á Þætti úr
hjónabandi. Það þótti ekki mjög
fínt að horfa á Ingmar Bergman
þá, svo ég sagði vinum mínum
ekki frá þessu,“ sagði hún og hló
við. Þegar Sigríður fór í kvik-
myndafræðinám til Svíþjóðar sá
hún mikið af viðtölum við Berg-
man. „Hann var alltaf skemmti-
legur og alveg ofboðslega heill-
andi maður,“ sagði Sigríður.
Heillandi
maður
Margir hafa tjáð sig um
mál Lindsayar Lohan að
undanförnu og er grínist-
inn Rob Schneider sá nýj-
asti og hefur hann afar
sterkar skoðanir á málinu.
„Þegar Dina Lohan hættir
að djamma með dóttur sinni
þá skal ég bera virðingu
fyrir henni. Mér er samt
algjörlega sama þótt báðir
foreldrar hennar séu slæm-
ir, hún getur ekki kennt
þeim um endalaust,“ sagði
Schneider blygðunarlaust.
„Lindsay, taktu þér tak.
Ameríka mun fyrirgefa þér
einhvern daginn en þú
verður að gera eitthvað
jákvætt við líf þitt. Ég vona
að henni muni ganga betur
en það eru svo miklu stærri
vandamál í heiminum en
Lindsay Lohan. Ég vona að
hún nái einhvern tíma
sínum fallega haus út úr
afturendanum og finni sér
líf. Hún er mjög hæfileika-
rík og sérstök leikkona en
það eru ótal margir þarna
úti sem væru til í að skipta
við hana og myndu nýta
þetta tækifæri miklu
betur,“ sagði Schneider og
var ekkert að skafa af hlut-
unum. Áður hafa bæði Matt
Damon og Martin Sheen
tjáð sig um mál Lindsay en
fóru þó báðir örlítið fínna í
hlutina.
Rob ráðleggur Lindsay
V
in
n
in
g
ar
v
er
ð
a
af
h
en
d
ir
h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
ó
p
av
o
g
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
t
ak
a
þ
át
t
er
tu
k
o
m
in
n
í
SM
S
kl
ú
b
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, TÖLVULEIKIR,
DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA!
SENDU SMS JA SMF Á 1900
OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA
HEIMSFRUMSÝND MEÐ
ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 27. JÚLÍ
11.
HVER
VINNUR
!
Brúðkaups-
veislur
Önnumst alla
þætti veislunnar