Fréttablaðið - 07.08.2007, Page 2
„Maður getur alltaf á sig
börnum bætt,“ segir Stella Guð-
mundsdóttir spákona.
Stella kynnti „Símann hennar
ömmu“ um helgina í smáauglýs-
ingum Fréttablaðsins. Þar bauð
hún börnum og unglingum, sem
líður illa, að hringja í sig og
spjalla.
„Það sem vakti fyrir mér var að
ná til þessara unglinga sem hringja
ekki í hjálparsíma Rauða krossins,
1717. Það eru allt of fáir sem láta
sig ungt fólk varða,“ segir Stella.
Auglýsingin hefur birst einu
sinni og enn hefur enginn ungling-
ur hringt. Hins vegar hafa full-
orðnir látið í sér heyra.
„Það var til dæmis einhver perri
sem stundi um miðja nótt. Hann
hringdi margoft úr leyninúmeri.
Ég spurði hann bara hvort hann
væri að syngja sitt síðasta,“ segir
Stella og hlær.
Stella er spákona í hjáverkum
og býður þeim sem hún spáir fyrir
að leggja aura í skál til að styrkja
annað sjálfboðastarf hennar, að
keyra ungmenni heim.
„Ég hef gaman af því að keyra
og um helgar hitti ég oft ungt fólk
sem vantar far heim og þá fá þau
far með mér,“ segir hún.
„Þetta er það fólk sem við eigum
að hlúa að,“ segir þessi hjálpfúsa
kona. „Ég held að það séu mjög
margir sem vildu gera þetta sem ég
er að gera, en fólk hefur sig ein-
hverra hluta vegna ekki í það.“
Hitaveitu Suðurnesja
barst tíu milljóna dala ávísun frá
varnarliðinu í pósti 15. júní
síðastliðinn. Upphæðin jafngildir
625 milljónum króna. Ávísunin
var greiðsla vegna samningsrofs
um kaup á heitu vatni, sem varð í
kjölfar brottfarar varnarliðsins.
Samið var um greiðsluna 25.
október 2006 og tók því um átta
mánuði fyrir varnarliðið að
greiða upphæðina. Þetta kom
fram í fréttabréfi Hitaveitu
Suðurnesja, Fréttaveitunni.
Varnarliðið var stærsti einstaki
viðskiptavinur Hitaveitunnar og
var samið um þessa greiðslu
vegna brottfarar hersins.
Fengu 625 millj-
óna króna tékka
Skýrsla Brunamála-
stofnunar um brunann á Lækjar-
torgi í apríl síðastliðnum hefur
verið send hagsmunaaðilum. Þeir
fá rúmar þrjár vikur til að fara
yfir hana og koma með athuga-
semdir. Eftir það verður haldinn
blaðamannafundur sem verður þá
líklega í lok ágústmánaðar.
Björn Karlsson brunamála-
stjóri sagði að skýrslugerðin
hefði verið miklu seinlegri en
hann bjóst við. „Það er búið að
vera svo mikið um breytingar
þarna,“ sagði Björn. „Heilmikið
kraðak af teikningum er til af
húsunum og við þurftum að fara
vandlega yfir það allt saman.“
Skýrsla send
eigendum
Er amma fyrir alla unglinga
Bresk stjórnvöld reyna nú hvað þau geta
til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kúariðu
svo ekki verði úr nýr faraldur á borð við þann sem
varð árið 2001.
Enn er verið að rannsaka hvort kúariðusmitið
sem uppgötvaðist í síðustu viku megi rekja til
rannsóknarstöðvar þar sem bóluefni gegn kúariðu
er framleitt. Einnig er verið að kanna hvort flóðin í
síðasta mánuði gætu hafa átt hlut að máli.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, gerði
hlé á sumarleyfi sínu í gær og fór að hitta bændur
sem búa í nágrenni býlisins við Wanborough þar
sem kúariðusmitið fannst.
Debbie Reynolds, yfirdýralæknir í Bretlandi,
segir að kúariðusmitið sé af sama stofni og
greindist árið 1967. Þessi stofn hefur greinst í
dýrum lengi, en hefur verið notaður í bóluefni.
Hilary Benn, umhverfisráðherra Bretlands, segir
að skýrslu frá sérfræðingum sé að vænta á
mánudag eða þriðjudag.
„Við verðum að koma í veg fyrir meiri
útbreiðslu,“ segir hann, og rifjar upp faraldurinn
árið 2001 þegar grípa þurfti til harkalegra aðgerða;
slátra þurfti sjö milljón dýrum og brenna
hræjunum í gryfjum víðs vegar um landið. Þessar
aðgerðir urðu mikið áfall bæði fyrir landbúnað og
ferðaþjónustu í Bretlandi.
Hvorki Glitnir né Lands-
bankinn hafa fylgt í kjölfar
Kaupþings sem hækkaði vexti á
nýjum íbúðalánum í 5,95 prósent,
eða um 0,75 prósentur, fyrir síðustu
mánaðamót. Vextir á nýjum
íbúðalánum í íslenskum krónum eru
enn 5,2 prósent hjá bönkunum
tveimur og það sama er uppi á
teningnum hjá Byr sparisjóði.
Bæði SPRON og Frjálsi fjárfest-
ingarbankinn fóru hins vegar að
dæmi Kaupþings og hækkuðu vexti
í 5,95 prósent frá og með 1. ágúst.
Lán frá Íbúðalánasjóði bera
lægstu vextina. Þeir eru 4,8 prósent
með uppgreiðslugjaldi en 5,05
prósent án uppgreiðslugjalds.
Bankarnir fylgj-
ast ekki að
Bragi, er Ein með öllu þá öll?
Lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu stöðvaði 22
ára gamlan karlmann sem ók á
Vesturlandsvegi við Grafarholt
klukkan 21 í gærkvöldi. Maðurinn
mældist á 169 kílómetra hraða á
klukkustund, rúmlega tvöföldum
hámarkshraða á vegkaflanum.
Maðurinn var sviptur ökurétt-
indum á vettvangi. Að sögn
lögreglu sprengdi hann sekta-
mörk lögreglu, en einungis er
heimilt að sekta fyrir allt að 160
kílómetra hraða. Maðurinn þarf
því að fara fyrir dómara sem
ákvarðar refsingu hans. Að sögn
lögreglu er ljóst að það verði
umtalsverð fjárupphæð.
Sprengdi sekta-
mörk lögreglu
Lögreglan í Borgar-
nesi stöðvaði ungan mann fyrir
akstur undir áhrifum fíkniefna
klukkan fimm á föstudagsmorgun.
Fíkniefni fundust í bifreið hans og
var maðurinn handtekinn. Maður-
inn var án ökuréttinda eftir að
hafa verið sviptur þeim.
Í kjölfarið náði einhver í bíl
mannsins til lögreglunnar fyrir
hann. Á laugardag klukkan hálf
þrjú var hann svo stöðvaður á
Blönduósi á bílnum. Aftur greind-
ist hann undir áhrifum eiturlyfja
og fundust aftur fíkniefni í bíln-
um. Auk þess fannst þýfi í bílnum
frá innbroti á Selfossi fyrir um
viku. Í ljós kom að eigandi bifreið-
arinnar var erlendis og var því
lagt hald á hana.
Að sögn lögreglunnar á Blöndu-
ósi var maðurinn tekinn fyrir
fíkniefnaakstur í þriðja skiptið í
Reykjavík á sunnudaginn. Hafði
hann þá útvegað sér aðra bifreið
og voru aftur fíkniefni í bíl hans.
Að sögn lögreglu á maðurinn
yfir höfði sér eins mánaðar fang-
elsisvist fyrir að keyra án öku-
leyfa. Þá eru hin brotin ótalin.
Annar maður var stöðvaður á
tveimur stöðum á landinu undir
áhrifum fíkniefna um helgina.
Fyrst var hann stöðvaður á
fimmtudagskvöld í Borgarnesi og
aftur á laugardagskvöld á Blöndu-
ósi. Var lagt hald á bílinn á Blöndu-
ósi, en ekki fundust fíkniefni á
manninum.
„Þegar vaknar grunur um lyfja-
akstur getum við tekið strokusýni
á tungu eða enni, sem eru sam-
bærileg við blásturstækin sem
notuð eru við ölvunarakstur,“ segir
Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðalvarð-
stjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Ef
strokusýnin eru jákvæð eru gerðar
frekari rannsóknir. Ekkert má
finnast í blóði, annars eru menn
sviptir ökuleyfi.“
Ásgeir segir að fyrir liggi
skýrari heimildir fyrir lögregluna
til að bregðast við lyfjaakstri eftir
breytingar á umferðarlögum frá
því í fyrra.
Tekinn þrisvar í röð
fyrir fíkniefnaakstur
Maður var handtekinn á þremur stöðum á landinu um helgina og á tveimur
mismunandi bílum fyrir akstur undir áhrifum eiturlyfja. Í öll skiptin fundust á
honum eiturlyf og í eitt skiptið þýfi. Sífellt fleiri teknir fyrir lyfjaakstur.
Björgunarsveit var
kölluð út til að aðstoða erlendan
ferðamann sem hafði snúið ökkla
á göngu í Esjunni í gær. Kviknaði
í fjórhjóli björgunarsveitar
þegar því var ekið á vettvang og
brann það til kaldra kola. Engan
sakaði.
Ferðamaðurinn óskaði eftir
aðstoð á þriðja tímanum og fór
slökkvilið á vettvang til aðstoðar.
Senda þurfti þá eftir björgunar-
sveit til að hjálpa til við að flytja
manninn. Á leið eftir Vestur-
landsveginum kviknaði í
fjórhjóli björgunarsveitarinnar
og þurfti að kalla út dælubíl
slökkviliðsins til að slökkva
glóðirnar.
Kviknaði í fjór-
hjóli í akstri