Fréttablaðið - 07.08.2007, Side 11
„Tarfurinn var fastur svo það var ekkert
hægt að gera í stöðunni annað en skjóta
hann,“ segir Sævar Guðjónsson, leiðsögu-
maður með hreindýraveiðum, en hann
rakst á hreindýrstarf á Áreyjatindi á
dögunum sem var illa flæktur í raf-
girðingavír.
„Við sjáum dæmi um þetta annað slagið
og sem betur fer er stundum hægt að
hjálpa dýrunum. Einu sinni skaut ég hornin
af tarfi til þess að losa hann við svona
flækju en í þessu tilfelli var vírinn flæktur
um háls og fætur dýrsins svo það var ekki
nokkur leið að losa hann. Vírinn særir
skepnurnar með tímanum og þessi grey fá
ekki penisilín eins og við svo það borgar sig
að fella þau áður en þau fara að þjást, þótt
það sé vissulega leiðinlegt,“ segir Sævar.
Sævar segir að hreindýraveiðitímabilið
fari rólega af stað en veiðar hafi gengið
vel. „Þau dýr sem ég hef séð eru í mjög
góðu ástandi og þeir tarfar sem við höfum
skotið hér niðri á fjörðunum eru feitir og
flottir,“ segir Sævar sem býst við að
traffíkin aukist þegar líður á mánuðinn.
Þann 1. ágúst höfðu verið veiddir 67
tarfar og ein kýr. Kvóti ársins hljóðar upp
á 577 kýr og 560 tarfa en heimilt er að
veiða hreindýr til 15. september.
Leiðinlegt að þurfa að fella svona dýr
Velkomin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Umfangsmiklar breytingar hafa staðið yfir á Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu misserin. Verslunar- og
þjónusturýmið hefur ríflega tvöfaldast og fjölmargir nýir rekstraraðilar bæst í hópinn. Veitingastöðum
fjölgar jafnt og þétt og úrval verslana og vöruframboð hefur aldrei verið glæsilegra.
Aukið rými og bætt þjónusta í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Við hvetjum alla farþega til þess að mæta tímanlega og njóta alls þess sem Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur
upp á að bjóða. Hægt er að nálgast upplýsingar um þjónustu flugstöðvarinnar á airport.is.
Munið! Innritun hefst 2 tímum fyrir brottför!
Fáðu meira – mættu fyrr!
Fáðu meira fyrir ferðina
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
F
L
E
3
77
03
0
6/
07