Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 1
Níu þjóðþekktir
tónlistarmenn hafa verið fengnir
til að semja lög
fyrir nýjan
laugardagsþátt í
Sjónvarpinu.
Hver þeirra
semur þrjú lög
sem munu
keppa að því að
komast í
úrslitaþátt þar
sem framlag
Íslands í Eurovision á næsta ári
verður valið. Almenningur velur
lögin með símakosningu.
Meðal þeirra lagahöfunda sem
taka þátt eru Magnús Þór Sig-
mundsson, Dr. Gunni, Magnús
Eiríksson, Andrea Gylfadóttir og
Guðmundur Jónsson.
Þórhallur Gunnarsson, dagskrár-
stjóri Sjónvarpsins, segir að um
stórskemmtilega lagakeppni verði
að ræða sem fjölskyldur landsins
geti sameinast um að horfa á.
Markaðsvirði Kauphall-
arfélaga lækkaði alls um 110
milljarða króna í gær og hefur
aldrei fallið meira á einum degi.
Alls hefur markaðsverð hluta-
bréfa í Kauphöllinni lækkað um
rúma 400 milljarða króna eftir
að Úrvalsvísitalan fór hæst 18.
júlí.
Úrvalsvísitalan lækkaði í
kjölfar áframhaldandi verðfalls á
erlendum mörkuðum og fór rétt
niður fyrir átta þúsund stig í
fyrsta skipti í þrjá mánuði. Alls
nam lækkun gærdagsins 3,47 pró-
sentum sem er mesta dagslækk-
un á árinu og sú mesta frá 4. apríl
í fyrra. Vísitalan hefur lækkað
um 11,3 prósent frá því hún náði
hæstu hæðum. Þrátt fyrir niður-
sveiflu síðustu daga er Úrvals-
vísitalan tæpum fjórðungi hærri
nú en í ársbyrjun.
Fjármálafyrirtækin lækkuðu
skarpt í gær. Gengi hlutabréfa í
Existu féll um 6,5 prósent, Straum-
ur lækkaði um 3,7 prósent og Kaup-
þing og Landsbankinn um 3,5 pró-
sent. Þá lækkaði Glitnir um 3,3
prósent og FL Group um 2,1 pró-
sent. Fimmtán fyrirtæki lækkuðu
um tvö prósent eða meira.
Valdimar Halldórsson, sérfræð-
ingur hjá Greiningu Glitnis, bendir
á að stærstu fyrirtækin í Kauphöll-
inni séu orðin það alþjóðleg að þau
fylgi sveiflum á erlendum mörkuð-
um. Hann efast um að íslensku
fjármála- og fjárfestingafélögin
beri sama tjón og alþjóðleg fjár-
málafyrirtæki hafa orðið fyrir
vegna verðfalls á annars flokks
skuldabréfum (subprime) eftir að
bera fór á auknum vanskilum í
bandaríska húsnæðislánakerfinu.
Hins vegar getur órói á mörkuðum
haft áhrif á afkomu íslensku félag-
anna með öðrum hætti, til dæmis í
gegnum gengistap af hlutabréfum,
aukinn fjármögnunarkostnað og
færri verkefni á fyrirtækjasviði.
Valdimar segir að enn sé mikil
óvissa um þróunina á mörkuðum á
næstu dögum. „Ef þetta er stormur í
vatnsglasi þá gæti markaðurinn rétt
sig við. En ef ekki þá gæti þetta tekið
lengri tíma, jafnvel nokkrar vikur.“
Krónan hélt áfram að lækka í
gær og stóð gengisvísitalan í
121,45 stigum sem var lækkun upp
á 1,59 prósent. Hefur hún ekki
verið veikari síðan í mars.
Laugardagur
*Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í maí 2007
Lestur meðal 18–49 ára
á höfuðborgarsvæðinu
0%
10%
20%
30%
40%
50%
60%
70%
38%
B
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
F
ré
tt
a
b
la
ð
ið
40%
70%
Verðfall um 110 milljarða
Úrvalsvísitalan hefur lækkað um ellefu prósent á tæpum mánuði. Lækkun gærdagsins var sú mesta síðan í
apríl í fyrra. Helsta orsökin er verðfall á erlendum mörkuðum. Getur haft áhrif á afkomu íslenskra félaga.
Sigursteinn Sumarliðason hefur tryggt sér
heimsmeistaratitil í gæðingaskeiði á hesti sínum
Kolbeini frá Þóroddsstöðum á heimsmeistaramóti
íslenska hestsins í Hollandi. Þar með er fyrsta gullið í
höfn á mótinu, sem lýkur á sunnudag. Fleiri eru þó í
sjónmáli enda hafa Íslendingar staðið sig vel í
undankeppninni.
Þórarinn Eymundsson á Krafti frá Bringu er
stigahæstur fyrir úrslitakeppnina í fimmgangi og er
töluvert á undan næsta manni. Þrír Íslendingar eru í
A-úrslitum, þær Anna Valdimarsdóttir og Rúna
Einarsdóttir Zingsheim auk Þórarins.
Í tölti hafa Íslendingar nokkra yfirburði. Efstur er
heimsmeistarinn frá 2005, Jóhann Skúlason á Hvin
frá Holtsmúla, næstur er Þórarinn Eymundsson en
Svíinn Stian Peterson á Jarli frá Miðkrika kemur fast
á hæla þeirra.
Ekki hefur gengið jafn vel í fjórgangi þar sem
Jóhann Skúlason er í fjórða sæti inn í úrslitin.
Íslendingar báru höfuð og herðar yfir aðrar
þjóðir í kynbótasýningunum. Íslensku stóðhestarnir
voru efstir í öllum flokkum en hryssurnar í tveimur
flokkum af þremur.
Veðrið hefur verið rysjótt á mótinu. Töluvert
hefur rignt en þó spáir betra veðri um helgina.
Gestir eru mjög ánægðir með frammistöðu
mótshaldara sem hafa undirbúið mótssvæðið eins
og best verður á kosið.
» ÍÞRÓTTABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS 5.TBL 2007
ÍVAR INGIMARSSONMEÐ 200 MILLUR Á ÁRI
DEAN ASHTON
HÉLT AÐ FERILLINN VÆRI BÚINN
EIÐUR SMÁRI
BLÓÐ SVITI OG TÁR
ANDY GRAY
FINNST RONALDO
BESTUR Á ENGLANDI
Treystir á hjartað,
ekki hæfileikana
Valgeir Sigurðsson er þekktur sem einn helsti
hljóðupptökumaður landsins og maðurinn sem stýrir
Bedroom Community útgáfunni og Gróðurhúsinu. Núna
gefur hann frá sér sína fyrstu sólóplötu, Ekvilibríum.
Útsala
Síðasta helgin!
Opið til 18
Lögin valin í
laugardagsþætti