Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.08.2007, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 11.08.2007, Qupperneq 4
„Þetta er ólýsanleg tilfinning, móttökur sem við bjuggumst ekki við,“ sögðu Sverrir og Einar Þorsteinssynir í gær við komuna í Mótor- Max á Kletthálsi. Þaðan lögðu þeir upp í hnatt- reisu sína 8. maí, eða fyrir 95 dögum. Fjöldi manns, bæði fjölskylda og vinir, tók á móti þeim bræðrum við komuna í MotorMax. Þeir komu með flugi frá New York til Keflavík- ur þaðan sem þeir óku, ásamt hópi vélhjóla- manna, sem leið lá til Reykjavíkur. Þegar þeir voru spurðir hvernig þeim hefði dottið í hug að fara í þessa ferð sögðu þeir að þessi hugmynd hefði lengi verið að gerjast í huga þeirra. „Við ákváðum að láta drauminn rætast og sjáum alls ekki eftir því. Við skorum á alla sem hafa hugleitt einhver svona ævintýri að hætta að hugsa um þau og framkvæma þau,“ segja þeir. „Í grófum dráttum má segja að ferðin hafi gengið eins og plön gerðu ráð fyrir. Við vissum að það kæmu upp einhver vandamál sem þyrfti að leysa. Við lentum þannig séð í fullt af vanda- málum en þau voru bara leyst á staðnum.“ Aðspurðir segja þeir að það hafi stundum tekið tíma að komast yfir landamæri með hjól- in og nefna sérstaklega þegar þeir fóru á milli Rússlands og Mongólíu. „Við biðum í níu og hálfa klukkustund á landamærunum og vitum enn ekki eftir hverju.“ Þeir segja að það sé erfitt að nefna eitthvað eitt sem stendur upp úr í ferðinni. „Ef eitthvað stendur upp úr er það sennilega Mongólía. „Þar reyndi mest á okkur. Mesta ævintýr- amennskan og erfiðustu aðstæðurnar en um leið skemmtilegast.“ Talið berst að sambúð þeirra bræðra í næst- um hundrað daga. „Sambúðin gekk vel. Við erum bræður og búnir að þekkja hvor annan lengi og þekkjum því takmörk okkar. Auðvitað áttum við okkar góðu og slæmu daga en þegar á reyndi, sérstaklega á erfiðu dögunum, stóð- um við saman sem einn maður,“ sögðu þeir og héldu áfram að heilsa upp á fjölskyldu og vini sem tóku á móti þeim. Biðu í níu klukkustundir við landamæri Mongólíu Sverrir og Einar Þorsteinssynir komu til Íslands í gær eftir tæplega 100 daga hnattreisu á mótorhjólum. Þeir keyrðu yfir 32 þúsund kílómetra og fóru um þrettán lönd. „Stóðum saman sem einn maður,“ sögðu þeir. Gleðigangan á hinsegin dögum í Reykjavík leggur af stað frá Hlemmi í dag klukkan 14. Þátttakendur voru í óða önn að undirbúa sig fyrir sýninguna á verkstæði hinsegin daga í gær. „Þetta er allt mjög vel skipu- lagt,“ segir Fríða Agnarsdóttir verkstæðisstjóri. „Fólk sendi bara inn umsókn um að fá að sýna atriði. Svo eru atriðin skipulögð hvert fyrir sig. Þau eru af öllum toga, pólitísk, ópólitísk, skemmtiatriði, tákn- ræn og fleira.“ Gangan var fyrst farin árið 2000 og mættu þá um fimmtán þúsund manns. Hún hefur farið ört stækkandi og búist er við um 50 þúsund manns í ár. Um þrjátíu atriði verða í göngunni, að sögn Fríðu. Helm- ingur þeirra verður á vögnum eða bílum, en hinn helmingurinn verður á tveimur jafnfljótum. Hóparnir eru misstórir, í þeim fámennasta eru fjórir, en í þeim stærsta um þrjátíu manns. „Það eru vissir hópar sem eru alltaf, forvarnahópurinn, ástar- hópurinn, trúarhópurinn og ung- liðarnir,“ segir Fríða. Hún segist ekkert geta gefið upp um hvernig atriðin muni líta út. „Það verður bara að koma í ljós, fólk verður að mæta og sjá.“ Lögbannskröfu á hendur Pétri Péturssyni, umsjón- armanni vefsíðunnar skydigital.is, var vísað frá hjá sýslumanninum í Keflavík í gær. Samtök mynd- rétthafa á Íslandi, Smáís, höfðu gert kröfuna vegna sölu á Sky- áskriftarkortum í gegnum vefinn. Friðjón Örn Friðjónsson, lögmaður Péturs, segir fulltrúa sýslumanns hafa talið að ekki væri ljóst að umbjóðandi hans hefði gerst brotlegur, en forsvarsmenn Smáíss vilja meina að sala á Sky- áskriftarkortum brjóti í bága við höfundarréttarlög. Pétur sagðist ekki vilja tjá sig um málið þegar leitað var eftir því. Lögbannskröfu Smáíss vísað frá DV og 365 miðlar hafa gert samning um efnisumfjöllun um enska boltann í DV og dreifingu á blaðinu til áskrifenda Sýnar 2. Allir áskrifendur munu fá mánudagsblað DV sent heim til sín sér að kostnaðarlausu. Fyrsta blaðið mun berast næstkomandi mánudag. Í blaðinu verður 12 síðna aukablað þar sem fjallað verður um ensku knattspyrnuna, farið yfir úrslit helgarinnar og stöðuna í deildinni. Áskrifendur Sýnar 2 fá DV Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í fyrrakvöld sextán ára stúlku á vélhjóli þegar hún ók gegn rauðu ljósi í Lækjargötu í Reykjavík. Hjólið var svokallað létt vélhjól, sem hægt er að fá réttindi á fimmtán ára, og því hefði stúlkan getað verið með leyfi til að aka hjólinu. Svo var hins vegar ekki og kom í ljós að hjólið var í eigu móður stúlkunnar. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglu að líklega hafi stúlkan ekki tekið hjólið ófrjálsri hendi, heldur hafi hún fengið það að láni frá móður sinni, þótt hún væri réttindalaus. Fékk hjólið lán- að hjá mömmu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.