Fréttablaðið - 11.08.2007, Page 6
Fyrirtæki sem sérhæfa sig í
að geyma gögn nota ekki sæstreng
til þess að flytja mikið magn af
gögnum til og frá geymslunum. Að
flytja gögn á sérútbúnum hörðum
diskum með flugi er bæði fljótlegra
og ódýrara, segir Sol Squire,
forstjóri gagnageymslufyrirtæk-
isins Data Íslandia.
Hibernia Atlantic tilkynnti í
fyrradag að fyrirtækið hygðist
leggja sæstreng til Íslands sem
verður tekinn í notkun í lok næsta
árs. Auk þess ætla eignarhalds-
félagið E-Farice og fyrirtækið Tele
Greenland að leggja hvort sinn
sæstrenginn á næsta ári.
Sol segir fréttir af lagningu
nýrra sæstrengja vissulega vera
góðar, en Data Íslandia notist ekki
við sæstreng til þess að flytja gögn
á milli. Fyrirtækið komst í
fréttirnar í maí þegar áform þess
um að byggja gagnageymslu í
Sandgerðisbæ voru kynnt.
„Staðreyndin er sú að fyrirtæki
á gagnageymslumarkaðnum notast
ekki við sæstrengi til þess að flytja
mikið af gögnum,“ segir hann. „Við
höfum þróað vöru í samvinnu við
tölvufyrirtækið Hitachi þar sem
gögnin eru sett á harða diska, þeim
pakkað saman á sérstaka kerru og
hún flutt með flugi.“
Jon Toigo, forstjóri bandaríska
ráðgjafarfyrirtækisins Toigo Partn-
ers International og sérfræðingur í
gagnageymslumálum, tekur undir
með Sol. „Sæstrengur er allt of dýr
og ber allt of lítið af gögnum til
þess að vera raunhæfur möguleiki
fyrir gagnageymslur.“
Hann segist hiklaust mæla með
Íslandi sem góðum stað fyrir
gagnageymslur við viðskiptavini
sína. „Ég trúi því að í gagnageiranum
muni Ísland vera jafn mikils metið
og Sviss er í bankageiranum. Hvort
sem fyrirtæki vilja minnka kol-
efnisnotkun eða lækka rafmagns-
reikninginn þá er Ísland tilvalinn
kostur. Umhverfisvæna orku sem
er líka ódýr er sjaldgæft að finna.“
Gagnageymslurnar
þurfa ekki sæstreng
Gagnageymslufyrirtæki flytja frekar gögn með flugvél en í gegnum sæstreng.
Forstjóri Data Íslandia fagnar þó áformum um lagningu nýrra sæstrengja.
Ísland er tilvalinn staður fyrir gagnageymslu, segir bandarískur sérfræðingur.
„Ég var bara að fá mér
ákveðinn farkost til að komast
milli lands og Eyja og geta sinnt
brýnum erindum innanlands,“
segir Magnús Kristinsson kaup-
sýslumaður, sem hefur keypt sér
einkaþyrlu.
Magnús keypti þyrluna fyrir
um tveimur mánuðum en er fyrst
byrjaður að nota hana nú. Hann
segir að hægt sé að fljúga henni
milli landa ef því sé að skipta, en
hyggst þó aðeins nota hana
innanlands. „Við kaupum engin
leiktæki,“ segir Magnús.
Magnús er eigandi Toyota á
Íslandi og útgerðarmaður í Vest-
mannaeyjum. Hann segir þyrluna
gagnast fyrst ekki séu göng eða
aðrar góðar samgöngur til Vest-
mannaeyja. „Ekki hafa stjórnmála-
mennirnir enn leyst samgöngu-
málin til Vestmannaeyja,“ segir
Magnús.
Magnús er ekki fyrsti auðmaður
landsins til að kaupa sér
einkaþyrlu, en Ólafur Ólafsson í
Samskipum keypti sér eina á
dögunum. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins eru að minnsta
kosti sex þyrlur í einkaeigu á
landinu.
Þyrlan er græn með gullnum
röndum og af gerðinni Bell 430.
Magnús segist ekki muna hvað
hún kostaði.
Kemur í stað ganga til Vestmannaeyja
Finnst þér að Ísland eigi að
reka eigið loftvarnakerfi?
Ert þú ánægð(ur) með að Alfreð
Gíslason ætli að þjálfa hand-
knattleikslandsliðið áfram?
Gunnar I. Birgis-
son, bæjarstjóri í Kópavogi, fund-
aði með stjórn samtakanna Betri
byggð á Kársnesi í gær um fyrir-
hugaða fjölgun íbúa í hverfinu,
skipahöfn og nýtt athafnasvæði á
landfyllingum. Samtökin hafa
mótmælt þessum framkvæmdum.
„Við áttum bara gott spjall við
Gunnar,“ segir Arna Harðardóttir,
formaður samtakanna. „Hann var
búinn að gefa okkur undir fótinn
með að hann væri til viðræðna um
að endurskoða höfnina og athafn-
asvæðið á uppfyllingunni, en var
ekki tilbúinn til að draga til baka
auglýsinguna um stækkun.“
Arna segist taka þessu svo að
íbúar þurfi að senda inn fleiri
athugasemdir sem bæjaryfirvöld
muni svo taka til greina.
„Við höfum fengið upplýsingar
um það að bæjaryfirvöld eru með-
vituð um að það gangi ekki að fara
í allar framkvæmdirnar og fjölg-
unina á íbúum, meðal annars
vegna álags á gatnakerfið,“ segir
Arna. „Við skiljum þau ekki öðru-
vísi en svo að þau vilji bara fresta
þessari íbúafjölgun og það er ekki
nógu gott fyrir okkur.“