Fréttablaðið - 11.08.2007, Side 18

Fréttablaðið - 11.08.2007, Side 18
Það er Auglýsingasími – Mest lesið Ó venjugáfað- ur, strang- heiðarlegur og dulúðug- ur öðlingur með báða fætur á jörðinni. Ekki skortir lýsingarnar þegar leitað er svara við spurningunni um hvaða mann Þröstur Ólafsson hefur að geyma. En Þröstur býr líka yfir leyndum hæfileikum. Hann erfði til dæmis afbragðs söngrödd frá föður sínum heitnum. Þeir feðgar munu einnig eiga það sameiginlegt að hafa á sínum ungdómsárum brætt ófá stúlknahjört- un. Hvort það var söngröddin sem olli því er óvíst. Ef til vill var það dansinn sem Þröstur hefur gaman af að stíga við sérstök tækifæri. Þröstur er þúsund- þjalasmiður. Sveita- drengurinn að norðan hefur aldrei horfið úr hjarta hans. Unir hann sér best við að dytta að eða smíða í sumarhöll fjölskyldunnar. Þar eyða þau Þröstur og Þórunn, eiginkona hans, flestum sínum frístundum. Landinu hafa þau breytt úr eyðimörk í skóglendi og gera það af svo mikilli ástríðu að þau „nánast kynna sig fyrir hverri nýrri hríslu sem vex á landinu“ eins og góð vinkona þeirra hjóna komst að orði. Á sama hátt hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands vaxið og dafnað vel undir hans stjórn. Ræktunargleði þeirra hjóna hefur líka skilað sér í sex börnum. Sem ungir drengir voru þeir bræður, Þröstur og Guðmundur Páll rithöfundur, miklir grallarar og sprelligos- ar. Þeir áttu hins vegar myndarlegan hóp eldri systra sem gættu þess að þeir færu ekki yfir strikið. Var krakka- skarinn þekktur fyrir að leiðast í halarófu hvert sem farið var og vakti það athygli í sveitinni. Þröstur skar sig úr barnahópnum að einu leyti. Á meðan önnur börn léku sér við jafnaldra sína hafði Þröstur sérstakan áhuga á furðufuglum bæjarins. Gamlir og skrýtnir karlar í bænum, sem önnur börn forðuðust, urðu hans mestu mátar. Þröstur lifði sig svo inn í tilveru þeirra að hann átti til að smitast af útlitseinkenn- um þeirra og gekk um skakkur og bjagaður eftir samvistir við þá. Á námsárunum í Vestur-Þýskalandi steypti Þröstur sér á kaf í heimspólitíkina og hugmyndafræði Marxismans. Þar eignaðist hann jafnframt sitt fyrsta barn og féll kylliflatur fyrir klassískri tónlist. Allt setti þetta svip á manninn. Aftur sneri veraldarvanur maður og mun róttækari í pólitískum skoðunum en áður. Mun hann þá hafa hlotið uppnefnið „Rudi Dutschke Íslands“. Rudi þessi var þýskur byltingar- sinni og einn af leiðtogum náms- mannahreyfingarinn- ar í Evrópu á sjöunda áratugnum. Þröstur er sagður hafa verið fyrsti íslenski maðurinn til að koma fram bindislaus í umræðuþætti í sjónvarpinu. Þótti það bera vott um hættu- lega róttækni. Þröstur hefur þó, að sögn samstarfsmanna, aldrei látið sér nægja upphrópanir og uppsteyt heldur ævinlega látið lausnir fylgja. Leti er ekki til í bókum Þrastar. Hann er vinnuþjarkur og, eins og einn af samstarfsmönnum hans af vettvangi stjórnmálamanna segir, eru „pólitíkusar vanir að misnota þannig menn“. Eftir heimkomuna var hann ekki lengi að sogast inn í íslenska pólitík. Hann starfaði meðal annars við hlið ráðherranna Magnús- ar Kjartanssonar, Ragnars Arnalds og Jóns Baldvins Hannibalssonar. Þá var hann um hríð framkvæmdastjóri þingflokks Alþýðu- flokksins. Hann varð þekktur fyrir að hika aldrei við að taka að sér verk sem myndu ekki endilega leiða til vinsællar niðurstðu. Vinum og vanda- mönnum Þrastar ber saman um að þar fari sérstaklega tryggur maður sem gott sé að hafa í sínu liði. Orð Jóns Baldvins Hannibalssonar segja sína sögu. „Ég segi það sama og breski herforinginn Rommel sagði um Maó formann. „Ef ég ætti að velja aðeins einn mann til að fara með mér inn í frumskóginn, þar sem lífi mínu væri stefnt í hættu, myndi ég taka hann með mér.“ Það hefði hins vegar aldrei hvarflað að mér að fara inn í frumskóginn með Maó.“ Róttækur öðlingur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.