Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.08.2007, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 11.08.2007, Qupperneq 46
S trákurinn hefur sýnt það að hann getur orðið einn af bestu framherjum heims. Það er eitthvað stórfenglegt við hann og ég trúi því varla hversu góður hann var á fyrstu tveimur æfingunum með okkur. Hann virk- aði afar snarpur. Hafandi sagt það þá kemur mér það ekkert á óvart. Við kynntumst því frá fyrstu hendi í maí hversu góður hann er,“ segir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, um nýjasta leikmann sinn, argentínska fram- herjann Carlos Tevez. Og Tevez er enginn venjulegur leikmaður. Hægt er að halda því fram án þess að skammast sín að þessi magnaði Argentínumaður hafi nær einsamall séð til þess að West Ham hélt sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann skoraði sjö mörk í síðustu tíu leikjum liðsins og leiddi ævintýra- legan endasprett þar sem hápunkt- urinn var sigurmark hans gegn Manchester United á Old Trafford í lokaumferðinni þar sem úrvals- deildarsætið var endanlega tryggt. Æska Carlosar Tevez var eng- inn dans á rósum. Hann ólst upp í mesta glæpahverfi Buenos Aires, Fuerte Apache, og þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum. Hann er með gríðarstórt og áberandi brunasár sem nær frá hægra eyra og niður á bringu en það fékk hann þegar hann var tíu mánaða. Þá hellti hann katli fullum af sjóðandi vatni yfir sig og fékk þriðja stigs brunasár. Hann hefur síðan neitað að láta lýtalækna laga sárið þar sem hann segir að það sé hluti af fortíð hans og hluti af honum sjálf- um. „Þetta minnir mig á hvaðan ég kem og hver ég er,“ segir Tevez. Og það er einmitt þetta sem gerir Tevez svona sérstakan. Þrátt fyrir óumdeilanlega knattspyrnu- hæfileika þá er hann ekki síður þekktur fyrir baráttu og dugnað. Þeir eiginleikar komu honum að góðum notum hjá West Ham og munu eflaust verða dýrmætir fyrir Manchester United. Hann er engin prímadonna heldur venju- legur 23 ára gamall strákur sem vill spila fótbolta. Hæfileikar hans og karakter hafa gert það að verk- um að hann hefur þrívegis verið valinn Knattspyrnumaður ársins í Suður-Ameríku. Hjá Manchester United hittir hann fyrir herramenn á borð við Wayne Rooney og Cristiano Ron- aldo, tvo af bestu fótboltamönnum heims og sjálfsagt þá bestu miðað við aldur. Rooney er 21 árs, Ron- aldo er 22 ára og Tevez er 23 ára. Tilhugsunin um að þessir þrír snillingar muni spila saman næstu árin hlýtur að skelfa andstæðinga Manchester United. 10 sport Mál argentínska snillingsins Carlosar Tevez virðist loksins vera til lykta leitt. Þessi frábæri framherji er farinn frá West Ham og genginn í raðir Manchester United. Þar mun hann mynda ógnvekjandi þrenningu með Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo. EFTIR ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON FERGUSON FÆR LOKS SINN MANN 31.08.06 West Ham semur við arg- entínsku landsliðsmennina Carlos Tevez og Javier Mascherano. 02.03.07 West Ham er kært af Ensku úrvalsdeildinni fyrir brot á reglum í tengslum við samninga félagsins við Tevez og Mascherano. 04.04.07 Enska úrvalsdeildin skipar þriggja manna nefnd til að rannsaka samninga West Ham við Tevez og Mascherano. 27.04.07 West Ham er sektað um 5,5 milljónir punda en sleppa við að stig séu dregin af félaginu eftir að hafa játað sekt sína. Úrskurðurinn hljómar einnig upp á að Enska úrvalsdeildin geti rift skráningu Carlosar Tevez en hann fær seinna leyfi til að spila áfram með West Ham. 15.05.07 Alþjóða knattspyrnu- sambandið gefur út þá yfirlýsingu að það hyggist skoða úrskurð Ensku úrvals- deildarinnar. 16.05.07 –Sheffield United, sem féll úr úrvalsdeildinni í síðustu umferðinni, leggur fram kæru á hendur Ensku úrvalsdeildinni til sérstaks gerðardóms til að reyna að koma því í gegn að stig verði dregin af West Ham. 22.05.07 Enska úrvalsdeildin ákveður að setja upp gerðardóm til að kveða upp dóm vegna kvartana Sheffield United yfir máli Carlosar Tevez. Úrskurð- ur hans er endanlegur. 02.06.07 Stjórnarformenn í ensku úrvalsdeildinni samþykkja nýja reglu sem neyðir félög til að leggja fram hvert einasta skjal í tengslum við félagsskipti leikmanna. 13.06.07 Kevin McCabe, stjórnarfor- maður Sheffield United, hótar að snúa sér til framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins til að fá skaðabætur ef óháði gerðardómurinn færir þeim ekki aftur sæti í úrvalsdeildinni. 03.07.07 Sheffield United tapar mál- inu gegn Ensku úrvalsdeildinni eftir að gerðardómur vísar máli þeirra frá. 04.07.07 Sheffield United íhugar að áfrýja málinu til hæstaréttar vegna þess að gerðardómurinn gerði þau mistök að vísa ekki málinu aftur til hinnar upp- runalegu óháðu þriggja manna nefndar sem sektaði West Ham í maí. 06.07.07 Kia Joorabchian, umboðs- maður Carlosar Tevez, staðfestir að Tevez hafi náð samkomulagi við Manchester United. Enska úrvalsdeildin neitar hins vegar að samþykkja félags- skiptin þar sem þess er krafist að allur gróði félagsskiptanna fari til West Ham en ekki Joorabchian. 11.07.07 West Ham hafnar formlegri ósk Carlosar Tevez um að rifta samningi hans við félagið. 13.07.07 Í kjölfarið á lokuðu þinghaldi í Hæstarétti er ósk Sheffield United um að fá leyfi til að áfrýja ákvörðun gerðar- dómsins hafnað. 03. 08.07 West Ham tilkynnir að félagið hafi komist að samkomulagi við Kia Joorabchian um að fá tvær milljónir punda fyrir að leyfa Tevez að yfirgefa félagið. Hann gengur í raðir Manchester United á tveggja ára lánssamningi. 10.08.07 Tevez fær leikheimild með Manchester United og er því klár fyrir leikinn gegn Reading á sunnudag. Alex Ferguson segir Carlos Tevez geta orðið einn af bestu framherjum heims NORDIC PHOTOS/GETTY TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT AÐ SÝN 2 Gakktu frá áskrift á Netinu og fáðu 30% afslátt af fyrsta mánuðinum. ÓDÝRARA Á NETINU 512 5100 | SYN.IS | VERSLANIR VODAFONE
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.