Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 48
Sumarið 1997 lagði Eyjapeyinn Hermann Hreiðarsson af stað í ferðalag sem enn sér ekki fyrir endann á. Hann gerði samning við enska úrvalsdeildarliðið Crystal Palace til þriggja ára og vissi í sjálfu sér ekkert hvað hann var að fara út í. Hann var þó fljótur að komast í liðið og stóð sig betur en flestir hefðu þorað að vona þrátt fyrir að Crystal Palace félli úr úrvalsdeildinni. „Ég fór út fyrst sem hálfgerð- ur gutti með þriggja ára samning og var keyptur upp á framtíðina. Ég vissi í raun ekkert út í hvað ég var að fara og átti alveg eins von á því að þurfa að fara heim eftir þrjú ár. Um leið og tímabilið byrj- aði og ég sá stemninguna á völlun- um þá vissi ég að þetta var málið. Ég var á bekknum í fyrstu leikj- unum en vildi meira, komst í liðið og síðan hef ég eiginlega ekki litið um öxl. Þegar ég lít til baka þá er þetta búið að vera ævintýri líkast. Þegar ég fór út þá var ég helvíti hrár. Ég kunni varla að sparka í bolta 23 ára gamall. Ég hugsa oft hvar ég hefði eiginlega endað ef ég hefði kunnað að sparka í bolta þegar ég kom út,“ segir Hermann og hlær. „Þetta er búið að vera frábært ævintýri og á meðan ég hef enn þá gaman af þessu þá held ég áfram. Ég fær þvílíka útrás á hverjum degi á æfingum og í leikjum og það eru forréttindi að fá að taka þátt í þessu,“ segir Hermann. HVAÐ VAR ÉG AÐ HUGSA? Hermann hefur aldrei verið hræddur við að fara sínar eigin leiðir en það ráku margir upp stór augu þegar hann ákvað að ganga til liðs við Brentford í þriðju deild- inni haustið 1998. Sú djarfa ákvörð- un átti þó eftir að reynast honum happadrjúg á endanum. „Ég spyr oft sjálfan mig enn þann dag í dag hvað ég hafi eigin- lega verið að hugsa þegar ég tók þá ákvörðun en ég held að það hafi orðið til þess að ég varð enn hungr- aðri í að komast aftur í úrvalsdeild- ina. Ég fór niður í gömlu 3. deildina og þar sá ég fullt af góðum leik- mönnum sem voru fastir þar. Þar lærði ég að það væru bara forrétt- indi að spila í úrvalsdeildinni. Ég held að eftir á að hyggja hafi þetta verið ein af mínum bestu ákvörð- unum því ég þurfti að vera í algjöru toppformi til að spila í þessari deild og þurfti að taka sjálfan mig algjör- lega í gegn. Það bjó líka meira á bak við þetta. Fjölskyldan var nýkomin út og krakkarnir byrjaðir í skóla í hverfinu. Æfingasvæðið hjá Brentford var við hliðina á skól- anum þannig að það hentaði mjög vel. Mér gekk líka vel og það leið ekki nema ár þar til ég var kominn aftur í úrvalsdeildina með Wimb- ledon,“ segir Hermann. ÓTRÚLEGT HJÁ IPSWICH Og frá Wimbledon lá leiðin til Ips- wich þar sem Hermann upplifði sitt skemmtilegasta tímabil í enska boltanum til þessa. Hann var keyptur fyrir fjórar milljónir punda sumarið 2000 og sá ekki eftir því að hafa haft vistaskipti frá Wimbledon. „Fyrsta árið hjá Ipswich var ótrúlegt. Félagið var að koma upp í úrvalsdeildina og keypti í raun og veru engan nema mig um sumarið. Við lentum í fimmta sæti með 66 stig og vorum bara einum leik frá því að komast í meistaradeildina. Það var ótrúlegur árangur og frá- bært í alla staði. Stuðningsmenn Ipswich eru stórkostlegir og félag- ið yndislegt. Ég held að þetta ár hafi verið toppurinn hingað til.“ FJÖGUR FÖLL HAFA ENGIN ÁHRIF Tíu ára dvöl Hermanns hefur þó ekki verið eintóm sæla því að hann hefur orðið þess vafasama heiðurs aðnjótandi að falla fjórum sinnum með liðum sínum úr úrvalsdeild- inni, fyrst Crystal Palace 1998, síðan Wimbledon 2000, Ipswich 2002 og síðan Charlton síðastliðið vor. Hermann lætur það þó hafa lítil áhrif á sig og segir það hluta af fótboltanum. „Þetta er bara eins og það er, staðreyndir sem þýðir ekkert að reyna að fela. Ég get hins vegar ekki sagt að þetta hafi mikil áhrif á mig. Auðvitað er hundleiðinlegt að falla og þessi tímabil þar sem botn- baráttan hefur verið allsráðandi hafa mörg hver verið ömurleg. Stemningin í leikmannahópnum ber keim af genginu og er því oft döpur. Ég hef hins vegar alltaf átt fast sæti í byrjunarliðinu hjá þeim liðum sem ég hef spilað með og það segir mér það að ég hef verið að standa fyrir mínu. Ég neita alla vega að trúa því að ég sé ástæðan fyrir því að liðin hafi fallið. Ef við skoðum þessi fjögur lið sem ég hef fallið með þá voru Crystal Palace nýliðar í úrvals- deildinni og höfðu komist upp í gegnum umspil. Ég var auðvitað bara kjúklingur þar en eftir á að hyggju þá var liðið einfaldlega ekki nógu gott til að halda sæti sínu. Ég var keyptur til Wimbledon eftir einhverja tíu leiki og þá var liðið í botnsæti. Það var því vitað að það tímabil yrði endalaus barátta. Hjá Ipswich lentum við í hinum vel- þekkta 2. tímabils sjúkdómi sem hefur hrjáð mörg lið. Eftir frábært tímabil árið á undan átti svo sann- arlega að blása til sóknar og gera enn betur. Það gekk hins vegar ekk- ert upp. Við vorum í Evrópukeppni, vorum með lítinn hóp og það fór allt í vaskinn. Varðandi Charlton þá gerðist það að Alan Curbishley hætti eftir frábært starf í fimmtán ár og nýr þjálfari [Ian Dowie] kom inn. Hann breytti miklu og reyndi að setja sitt mark á liðið. Mig grun- aði þá að þetta síðasta tímabil yrði erfitt sem varð svo raunin,“ segir Hermann. STEFNUM Á EVRÓPUSÆTI Í dag virðist hins vegar allt annað vera upp á teningnum og fallbar- átta virðist fjarlægur möguleiki. Hermann fékk sig lausan frá Charlton eftir að tímabilinu lauk og gekk til liðs við Portsmouth. Þar hittir hann fyrir knattspyrnu- stjórann Harry Redknapp og afar metnaðarfulla forráðamenn sem ætla sér að koma Portsmouth í fremstu röð. Hermann segist finna fyrir því að Portsmouth sé öflugra félag en nokkurt annað sem hann hefur verið hjá. „Mannskapurinn er sá sterkasti sem ég hef spilað með og metnað- urinn er gífurlegur. Það eru leik- menn hérna sem hafa spilað með bestu liðum Englands og enska landsliðinu. Markið er líka sett hátt og við stefnum á Evrópusæti. Það er ekki hægt að tala um neitt annað þegar horft er til þess hversu mikl- um peningum búið er að eyða í leik- menn í sumar. Það vilja allir setja markið hátt,“ segir Hermann. Hjá Portsmouth fær hann tæki- færi til að spila með varnarmönn- um á borð við Sol Campbell, Sylva- in Distin og Lauren og Hermann játar að það sé ekki amalegt að vera í varnarlínu með þessum mönnum. „Þetta er langöflugasta vörn sem ég hef spilað í og það er gott að vita af því að ef eitthvað klikkar þá eru mennirnir við hlið- ina á mér nægilega góðir til að 12 sport FORRÉTTINDI AÐ FÁ AÐ SPILA Hermann Hreiðarsson er einn af launahæstu varnarmönnum ensku úrvalsdeildarinn- ar. Hann gekk í raðir Portsmouth í sumar og stefnir á Evrópusæti með liðinu. Eftir tíu ár í enska boltanum seg- ir hann dvölina hafa verið ævintýri líkasta. EFTIR ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.