Fréttablaðið - 11.08.2007, Side 56

Fréttablaðið - 11.08.2007, Side 56
» UM DIDIER DROGBA? 1. Hvað skoraði hann mörg mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili? 2. Í hvða stjörnumerki er Drogba? 3. Hvaða liði spilaði hann fyrst með? 4. Hversu oft hefur hann verið valinn knattspyrnumaður ársins í Afríku? 5. Hvað borgaði Chelsea mikið fyrir Drogba þegar hann var keyptur frá Marseille? 6.Hvenær lék hann sinn fyrsta landsleik fyrir Fílabeinsströndina? 7. Hvað heitir hann fullu nafni? 8. Fyrir hvaða súkkulaði hefur hann leikið í auglýsingu? 9. Hvað er Drogba stór? 10. Hvað heitir bróðir hans sem reyndi að komast að sem atvinnumaður hjá Leyton Orient án árangurs? TUGURINN F immta sæti ensku úrvals-deildarinnar hefur verið nið-urstaðan fyrir Tottenham undanfarin tvö ár. Nú vilja forráða- menn félagsins að Martin Jol, knatt- spyrnustjóri liðsins, geri atlögu að því að komast upp í hóp toppliðanna Manchester United, Chelsea, Liver- pool og Arsenal. Til þess að ná því markmiði hefur félagið til að mynda komið sér upp framherjakvartett sem flest öll lið Evrópu horfa öfundaraugum til. Darren Bent, framherji Charlton, var keyptur fyrir metupphæð í sumar en fyrir voru á fleti Búlgar- inn Dimitar Berbatov, Jermain Defoe og Robbie Keane. Þeir skor- uðu allir yfir tíu mörk í ensku úrvals- deildinni á síðasta tímabili og Jol veit sem er að honum er vandi á höndum þegar kemur að því að velja byrjunarliðið fyrir fyrsta leik. „Allir framherjarnir verða að leggja hart að sér til að komast í liðið. Við eyddum 16,5 milljónum punda í Darren Bent en Jermain Defoe er jafnverðmætur og Dimitar Berbatov myndi sjálfsagt vera dýr- ari,“ segir Jol sem stendur frammi fyrir því gamalkunna vandamáli að halda öllum fjórum framherjunum ánægðum. Jol hefur þó hrósað Íranum Robb- ie Keane sérstaklega en hann fór á kostum seinni hluta tímabilsins í fyrra. „Robbie hefur skipt mestu máli undanfarin tímabil. Hann hefur alltaf verið til staðar þegar ég hef þurft á honum að halda og hefur mikil áhrif á aðra leikmenn liðsins,“ segir Jol. Hann viðurkennir að pressan sé töluverð. „Fólk ætlast til að við náum árangri og auðvitað er meiri pressa. En við erum með sterkara lið en í fyrra og ef við byrj- um vel þá getum við gert eitthvað sérstakt,“ segir Jol. Ekki hefur gætt mikillar sundr- ungar meðal framherjanna fjögurra þrátt fyrir mikla samkeppni og til að mynda segir Robbie Keane að sam- keppni sé alltaf góð því hún geri það að verkum að menn leggja harðar að sér. „Það þarf að hafa fyrir því að komast í liðið og sannfæra þjálfar- ann um að þú sért rétti maðurinn. Það er hverjum manni hollt,“ segir Keane. Darren Bent veit sem er að sam- keppnin er hörð en hann hræðist hana ekki. „Miðað við þá fram- herja sem eru til staðar þá veit ég vel að það verður erfitt að kom- ast í liðið. Ég held hins vegar að ég sé öðruvísi en hinir fram- herjarnir að því leyti að þeir vilja koma aftur og sækja bolt- ann á meðan ég einblíni á svæð- ið fyrir aftan varnarlínuna. Vonandi gengur mér vel að spila með þeim öllum,“ segir Bent. Í nýlegri könnun sem gerð var meðal stuðningsmanna Tottenham telja flestir að Dimitar Berbatov og Robbie Keane munu byrja saman frammi í fyrsta leiknum gegn Sunderland á Leikvangi ljós- anna. 1. THIERRY HENRY, Arsenal Skoraði 27 mörk fyrir Arsenal tímabilið 2005 til 2006, 25 mörk tímabilið 2004 til 2005 og 30 mörk tímabilið 2003 til 2004. 2. RUUD VAN NISTEL- ROOY, Manchester United Skoraði 25 mörk fyrir Manchester United tímabilið 2002 til 2003. 3. ALAN SHEARER, New- castle og Blackburn Skor- aði 25 mörk fyrir Newcastle tímabilið 1996 til 1997, 31 mark fyrir Blackburn tíma- bilið 1995 til 1996, 34 mörk fyrir Blackburn tímabilið 1994 til 1995, 31 mark fyrir Blackburn tímabilið 1993 til 1994. 4. ROBBIE FOWLER, Liverpool Skoraði 28 mörk fyrir Liverpool tímabilið 1995 til 1996, 25 mörk tíma- bilið 1994 til 1995. 5. LES FERDINAND, Newcastle Skoraði 25 mörk fyrir Newcastle tímabilið 1995 til 1996. 6. ANDY COLE, Newcastle Skoraði 34 mörk fyrir New- castle tímabilið 1993 til 1994. 7. CHRIS SUTTON, Norwich Skoraði 25 mörk fyrir Norwich tímabilið 1993 til 1994. 8. KEVIN PHILLIPS, Sunderland Skoraði 30 mörk fyrir Sunderland tíma- bilið 1999 til 2000. 9. MATTHEW LE TISSI- ER, Southampton Skoraði 25 mörk fyrir Southampton tímabilið 1993 til 1994. 10. PETER BEARDSLEY, Newcastle Skoraði 25 mörk fyrir Newcastle tímabilið 1993 til 1994. 20 sport TÍU SEM HAFA SKORAÐ YFIR 25 MÖRK Í ENSKU ÚRVALSDEILDINNI HINIR FJÓRIR FRÆKNU Tottenham hefur sennilega á að skipa bestu framherjasveit ensku úrvalsdeildarinnar. Fjórir fram- herjar í hæsta gæðaflokki og ljóst að Martin Jol, stjóri liðsins, er ekki öfundsverður af því að velja tvo þeirra í byrjunarliðið hverju sinni. EFTIR ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON DARREN BENT Aldur: 23 ára Þjóðerni: enskur Númer: 23 Kaupverð: 16,5 milljónir punda Fyrri félög: Ipswich og Charlton Leikir/mörk í fyrra: 32/13 Landsleikir/mörk: 2/0 DIMITAR BERBATOV Aldur: 26 ára Þjóðerni: búlgarskur Númer: 9 Kaupverð: 10,9 milljónir punda Fyrri félög: CSKA Sofia (Búlgaríu) og Bayer Leverkusen (Þýskalandi) Leikir/mörk í fyrra: 33/12 Landsleikir/mörk: 47/28 JERMAIN DEFOE Aldur: 24 ára Þjóðerni: enskur Númer: 18 Kaupverð: 7 milljónir punda Fyrri félög: Charlton, West Ham og Bournemouth (lán) Leikir/mörk í fyrra: 34/10 Landsleikir/mörk: 24/3 ROBBIE KEANE Aldur: 27 ára Þjóðerni: írskur Númer: 10 Kaupverð: 7 milljónir punda Fyrri félög: Wolves, Coventry, Internazionale (Ítalíu) og Leeds Leikir/mörk í fyrra: 27/11 Landsleikir/mörk: 72/29 Martin Jol, stjóri Tottenham, á við lúxus- vandamál að stríða því hann getur valið á milli fjögurra frábærra fram- herja. HVAÐVEISTU Svör: 1. Hann skoraði 20 mörk. 2. Hann er fiskur (fæddur 11. mars 1978). 3. Hann spilaði fyrst með franska 2. deildarliðinu Le Mans. 4. Hann hefur einu sinni verið valinn, 2006 til 2007. 5. Chelsea borgaði 24 milljónir punda fyrir hann. 6. Hann lék sinn fyrsta landsleik 9. september 2002 gegn Suður Afríku. 7. Hann heitir Didier Yves Drogba Tébily. 8. Hann hefur leikið í auglýsingu fyrir Kinder Bueno. 9. Hann er 188 sm á hæð. 10. Hann heitir Joel Drogba.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.