Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 58
2 sport » MANCHESTER UNITED „Ég man ekki eftir því í den að hafa haft neinar sérstakar taugar til fótboltaliða, og gerði jafnvel grín að fullorðnum karlmönnum, sem voru ekki mönnum sinnandi ef þeir annaðhvort misstu af leik með uppáhaldsliðinu, eða það sem verra var; horfðu á tapleik og eyddu næstu dögum í þunglyndi. Hin síðari ár hef ég öðlast aðeins meiri skilning á þessum trúarbrögðum og er næstum farin að sýna þessum sveiflum í sálarlífi fótboltaáhuga- manna umburðarlyndi. Logi á heiðurinn af þessum sinnaskiptum mínum, því ég held að það sé ekki hægt að búa með slíkum áhuga- manni um enska boltann án þess að smitast. Manchester United er lið heimilisins, ég á það jafnvel til að setj- ast niður með manninum mínum og gleyma mér yfir leikjum, sérstaklega þegar mikið er í húfi. En ég græt mig svo sem ekki í svefn þótt United tapi.” Svanhildur Hólm Valsdóttir, fjölmiðlakona ÍBÚNINGS- KLEFANUM AF HVERJU HELD ÉG MEÐ Forsíðumyndina tók Adam Scott af Hermanni Hreiðarssyni, knatt- spyrnumanni hjá Portsmouth. Útgefandi: 365, Ritstjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettabladid.is, Útlitshönnun: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is sport » ÍÞRÓTTABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS 5.TBL 2007 TREYSTI Á HJARTAÐ ÍVAR INGIMARSSON MEÐ 200 MILLUR Á ÁRI DEAN ASHTON HÉLT AÐ FERILLINN VÆRI BÚINN EIÐUR SMÁRI BLÓÐ SVITI OG TÁR ANDY GRAY FINNST RONALDO BESTUR Á ENGLANDI – EKKI HÆFILEIKANA HERMANN HREIÐARSSON TALAR UM ÁRIN TÍU Í ENSKA BOLTANUM MEÐ BRYNJARI 1. Hver er verst klæddur? „Það er Jen Little. Hann er týp- ískur breskur í sínum gallabux- um, pólóbol og strigaskóm. Svo er hann líka í verstu nærbuxunum.” 2. Hver hlustar á verstu tónlistina? „Það er Marcus Hahnemann. Hann býður upp á þungarokk af þyngri gerðinni, Slitknot og eitthvað álíka. Það sleppur þegar hann er með heyrn- artólin á eyrunum.” 3. Hver á flottasta bílinn? „Það er Ibrahima Sonko. Hann á hvítan Range Rover með öllu tilheyrandi.” 4. Hvaða vonda siði er herbergisfé- laginn þinn með? „Hann Ívar er ekki með neina vonda siði. Hann á það reyndar til að fara að sofa svolítið snemma, á milli 9 og 10, þannig að það þarf að taka tillit til hans þá. Ég lækka þá bara í sjónvarpinu.” 5. Hver er stæltastur? „Það er Ibrahima Sonko. Hann er alveg hrikalegur. Ég held að hann sé fæddur svona. Hann er hátt í tveir metrar og bara vöðvar.” 6. Hver er alltaf á síðustu stundu? „Það er Sonko líka. Hann sér um sektarsjóðinn og borgar mest í hann sjálfur.” 7. Hver eyðir mestum tíma fyrir framan spegilinn? „John Halls er svolítill súkkulaðitöffari og eyðir miklum tíma fyrir framan spegilinn.” ERFIÐUSTU ANDSTÆÐINGARNIR LEDLEY KING Félag: Tottenham Aldur: 26 ára „Ég hef spilað þrisvar á móti honum, síðast með Fulham á síðasta tímabili. Hann er hrikalega erfiður. King hefur allt, hann er svakalega fljótur, sterkur og það er mjög erfitt að komast framhjá honum. Síðan er hann líka gífurlega öflugur í loftinu, sá besti sem ég hef lent í,” segir Heiðar um Ledley King. WILLIAM GALLAS Félag: Arsenal Aldur: 29 ára „Hann er ekki mikið fyrir að vaða í tæklingar heldur er hann klókur og les leikinn vel. Gallas er líka mjög sterkur og lúmskt fljótur. Ég spilaði á móti honum þegar hann var hjá Chelsea og það var svakalega erfitt,” segir Heiðar um William Gallas. JOHN TERRY Félag: Chelsea Aldur: 26 ára „Eins og flestir hafa séð þá veður hann í allt. Fólk gleymir því stundum hversu góður hann er í raun og veru með boltann því hugrekki hans og barátta er oft meira áberandi. Hann er líka mikill leiðtogi og sífellt talandi ofan í hálsmálið á manni,” segir Heiðar um John Terry. SOL CAMPBELL Félag: Portsmouth Aldur: 32 ára „Campbell er einn sá allra harðasti sem hægt er að lenda í. Hann er algjör járnkarl og hikar ekki við að tækla menn. Það er ekkert sérstakt að fá hann á sig á fullri ferð enda mikið stykki,” segir Heiðar um Sol Campbell. RIO FERDINAND Félag: Man United Aldur: 28 ára „Það sem ég tók eftir þegar ég spilaði á móti Ferdinand er að hann fer ekki í einvígi heldur les hlaupin. Hann virðist hafa þá náðargáfu að sjá aðeins á undan hvert maður ætlar að fara. Hann er mjög rólegur og yfirvegaður á boltanum, afar erf- iður andstæðingur,” segir Heiðar um Rio Ferdinand. Framherjinn Heiðar Helguson, sem gekk á dögunum til liðs við Bolton, hefur spilað tvö og hálft tíma- bil í ensku úrvals- deildinni á átta ára ferli sínum í enska boltanum. Sport fékk Heiðar til að segja frá fimm erf- iðustu andstæðing- unum. EFTIR ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON É g er nú aldrei smeykur þegar ég mæti þess-um mönnum. Þetta eru allt svo miklir klump-ar að ég pæli ekkert í stærðinni á þeim,“ segir framherjinn harðskeytti Heiðar Helguson þegar Sport spurði hann um fimm erfiðustu and- stæðingana í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar, sem hefur leikið tvö og hálft tímabil í ensku úrvalsdeildinni með Watford og Fulham, hefur mætt mörgum af bestu varnarmönnum heims og átti í vandræðum með að finna þá fimm erfið- ustu. „Mega þeir ekki frekar vera tíu?“ spurði hann og hló. Heiðar, sem er nýgenginn í raðir Bolton, gat þó fundið fimm erfiðustu andstæðingana eftir nokkra umhugsun. Það kemur varla á óvart að harðjaxlar eins og John Terry og Sol Campbell séu meðal þeirra erfiðustu sem Heiðar hefur mætt auk Rio Ferdin- and, William Gallas og Ledley King, varnarmanns Tottenham. Fjórir af þeim eru enskir og einn fransk- ur. „Ég vildi að ég gæti bætt Jamie Carragher við. Ég er mikill aðdáandi hans,“ segir Heiðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.