Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.08.2007, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 11.08.2007, Qupperneq 70
Væri Evrópa kosin heimsálfa samkynhneigðra yrði Amsterdam sjálfkrafa höfuðborgin. Má þar finna mikið úrval af hótelum, börum og næturklúbbum sem auglýsa þjónustu sína sem sér- staklega ætlaða hýrum og hægt er að rölta um mörg skemmtileg hverfi sem hommar og lesbíur eiga svo að segja út af fyrir sig. Þeir sem eru hrifnir af leðri ættu að kíkja á Warmoesstraat, en þar má finna úrval leðurbara og ekki síður afar flott lúxushótel. Þessi hluti Amsterdam þykir afar hent- ugur í hvers kyns tilraunastarf- semi en hentar síður þeim sem vilja kyrrð og ró. Þeir ættu frekar að líta við í Amstel eða Reguli- ersdwarsstraat en þau hverfi þykja afar hipp og kúl með mörg- um notalegum og litlum kaffihús- um og börum. Það er svo bannað að snúa aftur heim fyrr en búið er að staldra við í einu elsta homma- og lesbíuhverfi Amsterdam; Kerkstraat, en þar er mannlífið einkar blómlegt enda hverfið nálægt spilavítinu og leikhúsinu á Leidseplein. Af þessum hverfum Amsterdam er Kerkstraat að vísu mest „streit“ en engu að síður má þar finna flest hótelin sem sérstaklega eru ætluð samkynhneigðum. Þeir sem eru svo staddir í Amsterdam í kring- um 30. apríl ættu ekki að láta Kon- inginnedag fram hjá sér fara, en hann er haldinn í minningu þeirra fjölmörgu samkynhneigðu ein- staklinga sem létu lífið í helför nasista. Það er ekki að ástæðulausu að Berlín er talin hafa einu umburð- arlyndustu borgarsál heims. Jafn- vel sjálfur borgarstjórinn, Klaus Wowereit, tjáir sig ófeiminn um samkynhneigð sína og eru ein- kunnarorð hans „Ich bin schwul – und das ist auch gut so!“ (Ég er hommi og það er allt í fína lagi) fyrir löngu orðin fræg. Borgin á sér líka margar hliðar og má þar jafnt finna aldagömul óperuhús sem mestu grasrótarstarfsemi í nýlistum. Fyrstu samtök homma í heim- inum voru stofnuð í Berlín árið 1897 og hver sá hommi eða lesbía sem leggur leið sína til borgar- innar ætti að taka túr um borgina og fræðast um merka atburði í sögu samkynhneigðra. Aðalsvæð- in eru í kringum Schöneberg, Kreuzberg og Prenzlauer Berg en þar er framboð af skemmtun og alls konar menningartengdum viðburðum mikið. Framboðið er að vísu það mikið að mörgum fall- ast hendur en af því helsta má nefna Apollo-líkamsræktarstöð- ina, Queer Movies Cinema sem er við Sony Centre að ógleymdu Hanam-tyrkneska kvennabaðinu. Öruggast er þó að fela ágætum túristaskrifstofum að benda manni á staði og hægt er að nálg- ast sérstök kort sem vísa leiðina á staði sem hommar og lesbíur sækja. Argentína er fremur íhaldssamt kaþólskt samfélag sem er fremur lokað fyrir menningu samkyn- hneigðra. Undantekning þar á er höfuðborgin sjálf, Buenos Aires, og þykir hún í dag ein besta borg Suður-Ameríku fyrir samkyn- hneigða heim að sækja. Þar eru sérstaklega tvö hverfi; Barrio Nort og San Telmo sem þykja hafa gott úrval af börum og kaffihúsum þar sem hommar og lesbíur eru fasta- gestir og eru tangóstaðir þar einn- ig margir sérstaklega ætlaðir hýrum. Á upplýsingaskrifstofum ferðamanna má nálgast kort sem eru sérstaklega hönnuð með þarfir homma og lesbía í huga. Íbúar Buenos Aires eru lítt feimnir við að sýna alúð á almannafæri og því má sjá gagnkynhneigða karlmenn kyssa hvor annan á kinnina og konur ganga hönd í hönd án þess að þær eigi í ástarsambandi. Í San Francisco má sjá regnboga- fána notaða sem gluggatjöld víðast hvar og einnig hangir fáninn oft við inngang kaffihúsa og bara. Þessu er sérstaklega fyrir að fara í Castro- hverfinu þar sem má vart finna gagnkynhneigða taug en þó eru það fyrst og fremst karlmenn sem eiga svæðið. Konurnar halda sig frekar í og við Dolores Park sem og á litlu krúttlegu nektarströndinni Baker Beach en ströndina stunda homm- ar, lesbíur sem og gagnkynhneigð náttúrubörn. Neðri hluti Polk Street, frá Sacramento að Civic Center minnir um margt á Castro- hverfið en er mun djarfara samfé- lag og þangað sækja margir sem eru í leit að kynferðislegum félags- skap. Ekki má gleyma að minnast á stórglæsilega og nýbyggða miðstöð lesbía, homma, tvíkynhneigðra og kynskiptinga í borginni: Charles Holmes LGBT Center en þar býðst þessum minnihlutahópum alls konar hjálp og aðstoð, andleg sem líkamleg, og er miðstöðin orðin eitt helsta stolt borgarinnar. Segja má að í augnablikinu sé Seattle ein lesbíuvænsta borg heims. Sagan segir að þar megi finna bestu lesbíubarina, og fer þar fremst í flokki bar sem kallast The Wild Rose, sem er huggulegur og látlaus staður. Á Fenix Under- ground má svo oft sjá alls kyns viðburði sem lesbíur sækja svo sem tónleika og leik- og danssýn- ingar. Ekki má gleyma hinni árlegu lesbísku kvikmyndahátíð, Three Dollar Bill Cinema, sem hefst um miðjan október. Samfélag homma er líka sterkt í Seattle en Capitol Hill er jafnt hverfi homma sem lesbía. Ástralíumenn standa sig vel í því að koma til móts við þarfir samkyn- hneigðra og er Sydney oft nefnd eftirlætisborg homma og hið árlega karnival lesbíu og homma, The Mardi Gras, malar gull hvert ár og er eitt helsta aðdráttarafl borgar- innar hvað ferðamenn snertir. Hátíðin er yfirleitt haldin í febrúar- lok eða í byrjun mars. Flestir homm- abarir borgarinnar eru við Oxford Street og lesbíur sækja sína staði í Erskineville og Leichhart. Sértu alveg strand skaltu fara á næsta kaffihús og glugga í eintak af frí- blaðinu Sydney Star Observer and Lesbians on the Loose (LOTL) eða SX og athuga hvað er að gerast. Samkynhneigðir ferðalangar Löngum hafa áfangastaðir verið valdir út frá þörfum ferðalanganna og fara stórfjölskyldurnar í Disneyland og strendur Kanarí þykja góðar undir göngugrindirnar. Í tilefni dagsins klæddi Júlía Margrét Alexandersdóttir sig í regnbogasokka og sólhatt, dró fram landakortið og skoðaði nokkra af homma- og lesbíuvænstu ferðamannastöðum veraldar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.