Fréttablaðið - 11.08.2007, Síða 82
Ég hef áður dásamað franskar konur í þessum pistli vegna þess að
mér finnst þær flestar búa yfir miklum stíl, klassa og kvenlegheitum
á hvaða aldursskeiði sem er. Um daginn spjallaði ég lengi við franska
konu og auk þess að dást að því hversu smart hún var á sinn yfirveg-
aða hátt (svartar buxur og peysa, slétt dökkbrúnt hár, postulínshúð,
Hermés-úr og Todds-skór) þá rifjaðist upp fyrir mér hvað mér finnst
einna mest sjarmerandi við þær frönsku: hvernig þær tala. Ég á ekki
við tungumálið sjálft, heldur fáguð umræðuefnin og fínlegar handa-
hreyfingarnar sem fylgja í kjölfarið. Þessi ákveðna kona sem gæddi
sér á íslensku vínarbrauði á meðan að Bonpoint-klædd börn hennar
teiknuðu við stofuborðið, var að ræða um nútímalist og hvernig hún
kynnti torræð vídeóverk fyrir litlum dætrum sínum. Svo byrjuðu
samræðurnar að snúast um bandaríska jaðarlistamenn. Ekki mis-
skilja, þetta er alls ekki
snobb: svona eru þær
bara alltaf. Menning er
þeim einhvern veginn í
blóð borin. Franskar
konur eru fyrst og fremst
kynþokkafullar vegna
þess að þær eru vel að
sér, klárar og skemmti-
legar en ekki af því að
þær ganga endilega um í
mínípilsum með stút á
vör. Hér á landi myndi
það flokkast undir snobb
hjá mörgum að ræða
heimspeki, listir og ný
eða gömul ritverk við
matarborðið. Í París er
það eðlilegasti hlutur í
heimi. Kúltúr og kyn-
þokki haldast í hendur og
ég er fullviss um að þess
vegna beri þær þennan
klassa sem er sjaldgæf-
ari hér í norðurhluta
Evrópu. Franskar konur
sitja ekki yfir Sex and
the City eins og við og
lesa ekki kvennabækur
eins og „Hann er bara
ekki nógu hrifinn af
þér“. Þær vitna hins vegar í Camus í gríð og erg og kunna verk
Simone de Beauvoir og Colette utan að. (Reyndar mæli ég með því
að allar konur lesi verk eftir Colette. Hún var frjáls, óheft, kyn-
þokkafull og eldklár og ég lofa því að þú leggur ekki frá þér bók
eins og „Chéri“). Menning er ekki aðeins fyrir þær ríku eða vel
menntuðu í Frakklandi. Þættirnir sem fá mest áhorf í franska
sjónvarpinu eru tveggja tíma langir menningarlegir spjallþættir,
ekki franska-Idol, og flestallir skólar eru ríkisskólar sem leggja
áherslu á bókmenntir og heimspeki. Í Frakklandi er til máltæki sem
heitir „Avoir du chien,“ og það felur í sér að vera sjálfstæð, sexí,
aðlaðandi og klár. Það er sem sagt ekki nóg að heilla karlmann með
sokkaböndum og silkimjúku hári einu saman, þó að það sé auðvitað
nauðsynlegur hluti af heildarpakkanum ásamt áskrift að franska
Vogue og Clarins-brjóstastinningargeli.
Kúltúr og kynþokki
Það er
Yngri og örlítið budduvænni lína
Marc Jacobs, Marc by Marc Jac-
obs, er komin til landsins og er
fáanleg í Kronkron á Vitastíg. Jac-
obs á ótalmarga aðdáendur um
allan heim og eflaust margir
þeirra íslensku sem eru nú örlítið
hamingjusamari en áður. Vörurn-
ar eru úr vetrarlínunni fyrir næsta
vetur en sú var alveg sérdeilis
girnileg. Stútfull af þykkum
kápum og peysum, köflóttum
efnum, treflum og fallegum kjól-
um og buxum. Alvöru haustlína
þarna á ferð sem bæði innihélt
herra- og kvenflíkur.
„Mér finnst alltaf svolítið
kjánalegt að tala um áhrif og
þemu,“ sagði Marc Jacobs á sýn-
ingunni. „Línan snýst alltaf um
þennan unga dýrðlingaher. Í henni
má nú finna mörg ullarlög, stóra
kafla og grófa sokka en í rauninni
er aðalmálið hvernig ungt fólk
mun taka henni og velja flíkurnar
saman á sinn hátt.“