Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 90
 Valsstúlkur leika í dag annan leik sinn í Evrópukeppni félagsliða þegar þær mæta KÍ frá Klaksvík. Valur vann frækinn sigur á FC Honka í fyrsta leik sínum á fimmtudaginn þar sem Vanja Stefanovic og Margrét Lára Viðarsdóttir tryggðu Íslandsmeist- urunum sigurinn með mörkum á lokamínútum leiksins. Á fimmtudag lék KÍ við Den Haag frá Hollandi og náði öllum að óvörum jafntefli, 1-1. Í þeim leik lá KÍ mjög aftarlega og má gera ráð fyrir því að svipað verði upp á teningnum í dag. Valsstúlkur eru því einar í efsta sæti riðilsins en leikurinn gegn KÍ hefst klukkan 14.45 í dag. Lykilleikur fyrir Val Jóhannes Valgeirsson er einn af bestu dómurum landsins, einn af þremur FIFA-dómurum Íslands og ofarlega í einkunnagjöf Fréttablaðsins. Liðin í Landsbankadeildinni fagna því þegar Jóhannes mætir með flautuna, eða kannski öll nema eitt. Víkingar hafa sára reynslu úr leikjum sem Jóhannes hefur dæmt undanfarin fjögur tímabil því liðið hefur tapað öllum átta leikjum sem Jóhannes hefur dæmt hjá liðinu, nú síðast 0-1 gegn Fylki á fimmtudagskvöldið. Jó- hannes dæmdi báða leiki liðanna í sumar og Fylkir vann 1-0 í báðum tilfellum. Seinheppni Víkinga virðist vera ótrúleg í þessum leikjum sem Jóhannes dæmir því leikur- inn í Árbænum á fimmtudags- kvöldið var sjöundi leikurinn sem hann dæmir hjá Víkingi sem vinnst á sigurmarki og þar af hafa þrjú þessara sigurmarka komið á þriðju mínútu uppbótar- tíma. Jóhannes hefur ennfremur gefið sex Víkingum rautt spjald í þessum átta leikjum. „Við verðum að vona að þetta sé tilviljun en mér fannst hann alveg skelfilegur í Keflavíkurleiknum um daginn þar sem hann klikkar á að reka mann út af sem brýtur á Kekic og gefur síðan Keflavík vítaspyrnu á síðustu sekúndunni. Ég ætla honum ekki neitt í þessu því það eru liðin sem tapa leikjunum en ekki dómararnir,“ segir Magnús Gylfason, þjálfari Víkinga og bætti síðan við. „Þetta er spes tölfræði en ég læt það aldrei út úr mér að við séum að tapa leikjum út af dómara. Víkingar hafa svolítið verið að horfa í þessa tölfræði en ég ítreka það að við töpum leikjunum sjálfir þó að ég viðurkenni að ég hafi verið mjög fúll út í hann eftir Keflavíkur- leikinn,“ segir Magnús að lokum. Þrjú af þessum töpum Víkinga hafa komið gegn Keflavík en það vekur að sama skapi athygli að Keflvíkingar hafa aðeins unnið tvo af hinum tólf leikjunum sem Jóhannes hefur dæmt hjá þeim á þessum tíma. Það er óhætt að segja að þetta sé stingandi tölfræði en jafnframt skal vakin athygli á því að það er ekkert sem bendir til að Jóhannesi Valgeirssyni sé eitthvað verr við Víkinga en önnur lið. Það má samt búast við því að Víkingar vonist innst inni eftir því að Jóhannes dæmi ekki fleiri leiki hjá þeim í sumar því af einhverjum ástæð- um þá fá þeir ekki stig út úr leikj- um sem hann dæmir. Það gengur ekkert hjá Víkingum þegar Jóhannes Valgeirsson dæmir hjá þeim í Landsbankadeildinni en þjálfarinn Magnús Gylfason segir þó að það sé Víkingsliðið sjálft sem tapi leikjum en ekki dómarinn. Penny Hardaway er búinn að gera samning við Miami Heat í NBA-deildinni og spilar því á ný með Shaquille O’Neal. Þeir gerðu garðinn frægan með Orlando Magic á tíunda áratugn- um og fóru meðal annars alla leið í lokaúrslitin árið 1995 þar sem að þeir urðu að láta í minni pokann fyrir Haakeem Olajuwon og félögum í Houston Rockets. Leiðir þeirra skildu þegar O‘Neal ákvað að semja við Los Angeles Lakers sumarið 1996. Hardaway, sem er orðinn 36 ára gamall, hefur ekki spilað leik síðan í nóvember 2005 en þá varð hann að hætta að spila með New York Knicks vegna meiðsla á hné. „Penny er fyrrum stjörnuleik- maður og við höfum hrifist mjög að dugnaði hans og metnaði í sumar að snúa aftur í NBA- deildina. Hann er hæfileikaríkur leikmaður sem getur hjálpað okkur í mörgum stöðum,“ sagði Pat Riley, forseti Miami Heat, í gær. Þegar Penny og Shaq léku hlið við hlið síðast þá voru þeir saman með yfir 48 stig að meðaltali í leik. Hardaway hefur glímt við meiðsli undanfarin ár og hefur ekki skorað yfir tíu stig að meðaltali síðan tímabilið 2002-3 er hann lék með Phoenix en í 688 leikjum í NBA er hann með 15,4 stig og 5,1 stoðsendingu að meðal- tali í leik. Penny og Shaq saman á ný ÍR-ingar eru búnir að fylla í skarðið sem Keith Vassell skildi eftir sig því liðið hefur samið við hinn 32 ára og 211 sm háa bosníska miðherja Nedzad Spahic. Spahic hefur leikið í Kósovó, Bosníu, Króatíu og Makedóníu á sínum ferli en reynir nú í fyrsta sinn fyrir sig utan Balkan- skagans. Síðasta vetur lék hann með BC Peje, og var hann með 20,1 stig í leik, 12,3 fráköst og 3,6 varin skot yfir tímabilið. Spahic var þriðji stigahæstur í deildinni, annar í fráköstum og með flest varin skot og því ljóst að hann mun styrkja lið Breiðhyltinga mikið. Hann er annar Kósovinn sem spilar í deildinni en fyrir höfðu KR-ingar fengið til sín leikstjórnandann Samir Shaptahovic sem var með 21,4 stig og 7,7 stoðsendingar í sömu deild. Reyndur risi til ÍR í körfunni Það er 512 5100 | SYN.IS | VERSLANIR VODAFONE Veljið menu og sjálfvirka leit. Sláið inn pin-númerið 0000 og ýtið síðan á OK hnappinn. Myndlykillinn leitar þá sjálfur að stöðvunum. Ýtt er þrisvar sinnum á OK hnappinn og þá á myndlykillinn að hafa raðað upp sjónvarpsstöðvunum. Athugið að Sýn 2 er á rás númer 10. UPPFÆRÐU MYNDLYKILINN OG SJÁÐU SÝN 2 Fjórir leikir fóru fram í 1. deild karla í gærkvöldi. Toppliðin þrjú unnu öll leiki sína. Þróttur vann 3-1 sigur á KA á Akureyri og Fjölnir vann Leikni á útivelli, 2-0. Topplið Grindavíkur gerði einnig góða ferð til Ólafs- víkur þar sem það vann 3-2 sigur á Víkingi. ÍBV vann svo dýrmætan sigur á Stjörnunni í Garðabæ og kom sér með honum upp í fjórða sæti deildarinnar. Eyjamenn eru fjórum stigum á eftir Fjölni sem situr í þriðja sæti. Toppliðin unnu sigra í gærkvöld Þýskalandsmeistarar Stuttgart hófu leiktíðina í þýsku úrvalsdeildinni í gær með því að gera 2-2 jafntefli við Schalke. Táningurinn Ivan Rakitic skoraði jöfnunarmark þeirra síðarnefndu aðeins sjö mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Hannover 96, lið Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, mætir í dag Hamburg á heimavelli. Alls eru sex leikir í þýsku úrvalsdeildinni í dag og hefjast þeir allir klukkan 12.30. Titilvörnin hófst með jafntefli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.