Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.08.2007, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 11.08.2007, Qupperneq 94
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Ylfa Lind Gylfadóttir Þriggja hæða glæsisnekkja banda- rísks auðkýfings með tólf manna áhöfn liggur nú bundin við austur- bakka Reykjavíkurhafnar. Snekkj- an kom til landsins í fyrrakvöld og hefur vakið mikla athygli vegfar- enda enda öll hin glæsilegasta og með þyrlu á þakinu. Mikil leynd hvílir yfir eigendum snekkjunnar. Hún er skráð á fyrirtækið Turmoil Marine og er skráð í Georgetown á Cayman-eyjum og siglir undir flaggi þeirra. Áhöfn snekkjunnar vildi ekki tjá sig um hver ætti bát- inn þegar Fréttablaðið leitaði til hennar í gær og vísaði blaðamanni frá. Áhöfnin var enda á fullu að þrífa snekkjuna og taka vistir um borð. Ekki var heldur hægt að fá upplýsingar um eigandann frá hafnarstjórn né Eimskip, sem er umboðsaðili snekkjunnar hér á landi. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir því að eigandi snekkjunnar sé bandarískur auðkýfingur frá Chicago sem hefur tvívegis áður komið hingað til lands. Snekkjan er öll hin glæsilegasta, hvít og blá að lit, 63 metra löng og tólf metra breið. Hún var smíðuð af Assens Skibsværft og heitir Turmoil. Nafnið sótti eigandinn til sögunnar um danska skipstjórann Henrik Kurt Carlsen, sem varð heimsfrægur þegar hann hélt til í sökkvandi skipi sínu í þrettán daga í janúar árið 1952. Skipið sökk að lokum sextíu kílómetrum fyrir utan hafnarmynnið í Cornwall á Bretlandi, nokkrum mínútum eftir að skipstjórinn hafði yfirgefið það. Bandaríski auðkýfingurinn er svo heillaður af sögunni að hann hefur átt fjögur skip sem hann hefur öll nefnt Turmoil. Hann náði meira að segja að hafa uppi á messastrák Carlsen sem dvaldist í stutta stund með skipstjóranum á sökkvandi skipinu. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er snekkjan nýkomin frá Grænlandi og verður á Íslandi í tvær vikur. Glæsisnekkja í Reykjavíkurhöfn Fjórða Ástarvikan í Bolungarvík hefst á morgun, þegar þrjú hundr- uð gasblöðrum með ástarkveðjum til heimsins verður sleppt til him- ins. „Ég held að ástarvikan sé enn stærri og veglegri í ár en áður, og við erum með mikið af nýjungum,“ sagði Birna Hjaltalín Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Ástarvikunnar, sem er ætlað að hvetja til kærleiks- ríkra samskipta og fjölga Bolvík- ingum. Á meðal dagskrárliða eru þrenn- ir tónleikar með hljómsveitunum Myst, Pitchfork Rebellion og djass- dúettinum Dúo Jazz Bonnie and Clyde, uppistand með Eddu Björg- vins og skútusigling. „Svo ætlum við að sýna Grease í bílabíói, sem verður algjört æði, og halda faðm- laganámskeið á mánudagskvöldið. Þá fer Lísbet Harðardóttir yfir bók sem heitir Faðmlög og kennir fólki hvað mismunandi faðmlög heita og hverjum þau henta,“ útskýrði Birna. Eftir að athafnamaðurinn Grím- ur Atlason varð bæjarstjóri í Bolungarvík jókst árang- ur Ástarvikunnar til muna. Á árunum tveimur þar áður hafði eitt barn komið í heim- inn níu mánuðum eftir þemavikuna, en með komu Gríms komu tvö börn undir á Ástarviku. Þó skal ósagt látið hvort beint samband sé þar á milli. Á setning- unni í ár verða börnin tvö, afrakst- ur síðustu Ástarviku, verðlaunuð, og segist Birna vonast til að kom- andi vika verði að minnsta kosti helmingi afkastameiri. Í fyrra heyrðist því fleygt að sökum viða- mikillar dagskrár gæfist Bolvík- ingum vart færi á að fjölga íbúum, en Birna hefur fundið ráð við því. „Við reynum að hafa dagskrána þannig að hún vari ekki lengi, þannig að fólk getur auðveldlega farið heim og lagt sitt af mörkum eftir hana,“ sagði Birna. „Við hvetj- um fólk eindregið til þess,“ bætti hún ákveðin við. Bolvíkingar hvattir til bólfara í vikunni „Ég vona að með þessu sé búið að taka laugardags- kvöldin í vetur frá hjá íslenskum fjölskyldum,“ segir Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Sjón- varpsins, um nýjan skemmtiþátt sem fer í loftið í næsta mánuði. Þórhallur hefur kynnt fyrir starfs- fólki sínu glæsilega vetrardagskrá. Rúsínan í pylsuendanum er laugardagsþáttur stöðvarinnar þar sem mikill fjöldi þekktra andlita verður áberandi. „Þetta verður skemmtiþáttur með alls kyns uppákomum, gríni og glensi. Meðal þeirra sem koma fram í þáttunum eru Jón Gnarr, Sigurjón Kjartans- son, Selma Björnsdóttir og fleiri en meginþemað verður lagakeppni á milli níu þekktra lagahöfunda,“ segir Þórhallur. Þessir níu lagahöfundar eru Guðmundur Jónsson úr Sálinni, Dr. Gunni, Barði í Bang Gang, Magnús Þór Sigmundsson, Magnús Eiríksson, Hafdís Huld Þrastardóttir, Svala Björg- vinsdóttir, Fabúla og Andrea Gylfadóttir. Hvert þeirra leggur til þrjú lög og í hverjum laugardags- þætti eru spiluð þrjú lög sem keppa um sigur það kvöldið. Þjóðin kýs á milli þessara þriggja laga og sigurlagið kemst í úrslitaþáttinn. Þegar þessari útsláttarkeppni er lokið fá aðrir lagahöfundar, sem sendu inn lög eftir auglýsingu, að reyna sig í tveimur þáttum. Að síðustu verður aukaþáttur þar sem eins konar „wildcard“ lag verður valið. Þannig verða eftir 12 lög sem keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision-keppninni næsta vor. Þórhallur leggur áherslu á að hér sé verið að búa til stórskemmtilega lagakeppni sem þjóðin taki þátt í. Þannig kjósi fólk á milli laganna með símakosn- ingu. Hlé verður gert á laugardagsþættinum og öðrum dagskrárlið hleypt að en síðan verða úrslitin kynnt í sérstökum þætti, svipað og gert var í Idol og X-Factor á Stöð 2. „Þarna verða 33 glæný lög sem frumflutt verða í þættinum í vetur, dúndurlög með toppflytjendum. Lagahöfundarnir hafa líka frjálsar hendur, þeir mega spreyta sig í öllu frá Eurovision- lögum upp í þungarokk.“ Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson verður tónlistar- stjóri þáttarins og þrír útsetjarar hjálpa lagahöfund- unum að vinna lögin. Þeir eru Óskar Páll Sveinsson, Vignir Snær Vigfússon og Kiddi í Hjálmum. Fyrsti þátturinn fer í loftið 29. september en Þórhallur hefur ekki enn ákveðið hverjir verða stjórnendur hans. Ekki er enn komið nafn á þáttinn. „Ég auglýsi hér með eftir því,“ segir Þórhallur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.