Fréttablaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 8
 Á hvaða kaffihúsi í Reykja- vík hafa verið sett upp blá ljós til að sprautufíklar geti ekki sprautað sig? Hvað heitir ný plata Megasar, sem er ein hans sölu- hæsta frá upphafi? Hvað hefur Helgi Sigurðsson, markahæsti leikmaður Lands- bankadeildarinnar, skorað mörg mörk? Sex umhverfisvernd- arsinnar límdu hendur sínar fastar við dyr á byggingu sem hýsir samgöngudeild miðborgar London í Bretlandi í gær. Nokkrir hlekkjuðu sig við dyrnar og einhverjir klifruðu upp á þak að sögn lögreglu. Tíu voru handteknir. Fólkið tilheyrir hópi hundruða aðgerðasinna sem mótmæla áhrifum flugumferðar á loftslag í heiminum við Heathrow- flugvöll skammt frá London. Aðgerðarsinnarnir hafa haldið til í vikulöngum „loftslagsbúð- um“ til að mótmæla gerð nýrrar flugbrautar og vekja athygli á rannsóknum sem benda til að flugumferð skaði umhverfið. Talið er að mótmælin nái hámarki á sunnudag þegar ótilgreindar „beinar aðgerðir“ hafa verið boðaðar. Límdu sig við byggingu Töluverð hækkun varð á hlutabréfum í Kauphöll í gær og nam hækkun Úrvalsvísitölunnar 2,94 prósentum sem er mesta hækkun hennar síðan 23. febrúar í fyrra. Þetta gerðist eftir að bandaríski seðlabankinn lækkaði skyndilega daglánavexti um hálft prósentustig til að auðvelda lánastofnunum aðgang að lánsfé. „Það er alveg ljóst að margir voru búnir að finna kauptækifæri en voru að bíða eftir réttu tíma- setningunni til að koma inn af krafti á markaðinn. Einhverjir töldu greinilega að þarna væri rétti tímapunkturinn til að koma inn,“ segir Haraldur Yngvi Pét- ursson, hjá Kaupþingi. Úrvalsvísitalan stendur í 7.795 stigum og gengisvísitalan í 125,1 stigi. Krónan styrktist um 0,79 prósent í gær. Kaupendur fóru á stjá í Kauphöll Sérfræðingur í bæklunar- og handaskurðlækningum hefur sent harðorða kvörtun til úrskurðarnefndar lögmanna vegna bréflegra ummæla hæstaréttarlögmanns. Læknirinn segir þau vega mjög harkalega að starfsheiðri sínum... „á svo ósæmilegan, dóna- legan og klámfenginn hátt, að það gengur út yfir öll mörk almennrar siðsemi og þau mörk sem lögmannalög og siðareglur lögmanna setja,“ eins og komist er að orði í kvörtunar- bréfi hans. Tilefni umræddra bréfa eru örorkumats- störf læknisins, Magnúsar Páls Albertssonar fyrir tryggingafélag, eftir að ökumaður hafði lent í slysi og krafist bóta af félaginu. Stein- grímur Þormóðsson hrl., lögmaður ökumanns- ins, er ósáttur við vinnubrögð læknisins í mál- inu og yfir bréflegum ummælum hans kvartar læknirinn. Í kvörtunarbréfi læknisins segir meðal ann- ars: „Ofstopi sá sem einkennir skrif lögmanns- ins er hins vegar slíkur að útilokað er annað en að kvarta til nefndarinnar. Hann vegur illilega að persónu minni, heiðarleika og starfsheiðri, eins og augljóst er við lestur meðfylgjandi bréfa. Þá er lögmaðurinn með afar ósæmilegar samlíkingar er hann líkir vinnubrögðum mínum við „Breiðavíkurmál hin síðari“ og er hann kallar mig „skökul vátryggingafélag- anna“ sem með vinnu minni vinni tjónþolum óbætanlegt tjón. Þá eru einnig á víð og dreif í bréfunum fullyrðingar og dylgjur um van- kunnáttu mína.“ Læknirinn krefst þess að úrskurðarnefnd Lögmannafélags Íslands láti í té rökstutt álit á því hvort sú háttsemi sem lýst er í kvörtunar- bréfinu sé í samræmi við góða lögmannsháttu eða ekki og hvort hún brjóti ekki gegn siða- reglum lögmanna. Í bréfi lögmannsins til úrskurðarnefndar- innar segir meðal annars að með því að vísa til Breiðavíkur sé verið að vísa til þess að farið sé illa með tjónþolana „með þessum tveggja lækna mötum með óafsakanlegum hætti“. „Þar er alls ekki átt við neitt kynferðislegt, eins og Magnús Páll á við með orðunum „dóna- legan og klámfenginn hátt...gengur út yfir öll mörk almennrar siðsemi...“ í upphafi bréfs síns. Varðandi orðið skökull, þá er heldur ekki átt við kynfæri karlmanna,“ skrifar lögmaður- inn áfram, „og því ekki verið að líkja þeim læknum sem staðið hafa að tveggja lækna mötum við einhverja kynferðislega nauðgara á vegum tryggingafélaganna.“ Lögmaðurinn segir orðið „skökul“ notað yfir verkfæri eða vopn og vísar til þess þegar hann var ungur í sveit. Þá hafi gálgar á hestahey- vinnuvélum verið kallaðir sköklar og sagt sem svo: „Bittu taugina við skökulinn strákur.“ Þá hafi skökullinn verið bundinn við hestinn og aktygi hans. Lögmaðurinn mælist til við úrskurðarnefndina að hann hljóti ekki ámæli fyrir að skrifa á íslensku. Harðorð kvörtun læknis vegna ofsaskrifa lögmanns Læknir hefur sent úrskurðarnefnd Lögmannafélags Íslands harðorða kvörtun vegna bréflegra ummæla lögmanns í sinn garð. Hann telur að sér vegið með dónalegum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.