Fréttablaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 68
F
ræga fólkið hefur
oftar en ekki látið til
sín taka á sviði mann-
réttinda. Tónlistar-
mennirnir Bono og
Bob Geldoff hafa til
að mynda verið ötulir talsmenn
þess að fátækt verði útrýmt í
þriðja heims ríkjunum og þá er
skemmst að minnast starfs Díönu
prinsessu sem barðist gegn notk-
un jarðsprengja. Ekki má heldur
gleyma þeim stjörnum sem hafa
tekið stríðið gegn AIDS upp á sína
arma og svona mætti lengi telja.
Þó nokkrir hafa hins vegar
gagnrýnt þetta mannúðarstarf
stjarnanna og telja það ekki unnið
af heilum hug. Þetta sé ágætis og
oft ókeypis leið til að vekja á sér
athygli.
Ættleiðingarnar eru engin und-
antekning frá því. Þó nokkrir
mannréttindahópar hafa gagnrýnt
ættleiðingarferli fyrirmennanna
og telja að horft sé framhjá nokkr-
um grundvallarþáttum sem taldir
eru mikilvægir þegar hinn sauð-
svarti almúgi vill gera slíkt hið
sama.
Fram hjá því verður hins vegar
ekki litið að fræga fólkið veitir
börnunum líf sem foreldra þeirra
hefði varla getað dreymt um. Og
stjörnunum hefur tekist að vekja
athygli á bágborinni aðstöðu
milljóna munaðarlausra barna
sem búa við næringaskort og
sjúkdóma. Enda var á það bent í
grein á taílensku vefsíðunni
TaiPei Times að helsti vandi
hinna ættleiddu barna væri varla
sá að þau væru ættleidd heldur
einfaldlega að þau væru börn
heimsfrægra einstaklinga.
Bandaríska leikkonan Joan Craw-
ford ættleiddi fimm börn og ól
fjögur þeirra upp sjálf, nánast ein
og óstudd enda verður hún seint
talin hafa verið heppin í ástum.
Þótt börnin fimm hafi öll verið frá
brotnum bandarískum heimilum
og annað hvort á munaðarleys-
ingjahælum eða nýfædd og móð-
urlaus þá nýtti Crawford sér sína
frægð til að láta ættleiðingarnar
ganga í gegn.
Crawford verður hins vegar
seint minnst sem góðrar móður
því hún gerði tvö af ættleiddu
börnunum sínum arflaus, hirti
hlutverk af dóttur sinni og í ævi-
sögu elstu dótturinnar Christinu,
Mommie Dearest, var Crawford
lýst sem ofbeldishneigðri og beið
álit almennings á henni nokkurn
hnekki, ekki síst í ljósi þess að
Crawford hefði einmitt ættleitt
þessi börn.
Mia Farrow hóf ættleiðingar frá
þróunarlöndunum undir lok átt-
unda áratugarins. Mia hefur verið
ötull talsmaður ættleiðinga á Vest-
urlöndum en alls hefur hún ætt-
leitt ellefu börn, þrjú með öðrum
eiginmanni sínum, André Previn
og tvö með leikstjóranum Woddy
Allen.
Sögu Farrow og Allen ættu flest-
ir að kannast við en þau skildu
eftir að leikstjórinn hóf samband
við ættleidda dóttur Previns og
Miu, Soon Ki.
Farrow hefur síðan þá ættleitt
sex börn eins og sjálf og eru þau
flest frá Asíu þar sem þeirra beið
hörmulegt lífshlaup á götum stór-
borganna. Mia hefur fengið ótal
viðurkenningar frá mannréttinda-
samtökum fyrir baráttu sína í
þágu barna.
Angelina Jolie hóf að kynna sér
skelfilegar aðstæður barna í þró-
unarlöndunum þegar hún var við
tökur á Tomb Raider í Kambódíu
árið 2001. Síðan þá hefur Jolie
verið einhver helsti talsmaður í
baráttunni gegn fátækt og er sér-
stakur sendiherra barna á vegum
UNICEF.
Hún ættleiddi strákinn Maddox
frá Kambódíu árið 2002 ásamt
þáverandi eiginmanni sínum, Billy
Bob Thornton, en þegar leikkonan
gekk að eiga Brad Pitt gekk hann
Maddox í föðurstað. Fjórum árum
seinna fór Jolie til Afríkuríkisins
Eþíópíu og sá þar Zahöru Marley.
Hún var munaðarlaus en foreldr-
ar hennar höfðu látist úr alnæmi.
Upphaflega taldi gula pressan að
Jolie hefði ættleitt hana ein, en
hún vísaði því á bug og sagði að
þau Brad hefðu gert þetta saman.
Pitt sótti síðan um að vera skráður
sem forráðamaður barnanna
tveggja og samþykkti dómari í
Kaliforníu það.
Í mars á þessu ári fóru hjóna-
kornin síðan til Víetnam og gengu
Umdeildar ættleiðingar frægra
Undanfarið hafa ættleiðingar fræga fólksins verið fyrirferðarmiklar á slúðursíðum götublaðanna. Stórleikarar hafa ferðast yfir
hálfan hnöttinn, til svokallaðra þróunarlanda, og farið heim með börn sem áttu ekki mikla framtíð fyrir sér í föðurlandi sínu.
Freyr Gígja Gunnarsson rannsakaði málið og komst að því að eins og svo oft áður er ekkert nýtt undir sólinni í Hollywood.
frá ættleiðingu hins fjögurra ára
gamla Pax Thien sem hafði verið
skilinn eftir á fæðingardeild þar í
landi. Nýlega var síðan greint frá
því að hjónakornin hyggðust jafn-
vel ættleiða í fjórða sinn en það
hefur ekki fengist staðfest.
Söng- og leikkonan Madonna hristi
hins vegar all rækilega upp í allri
ættleiðingarumræðunni þegar hún
fór til Malaví og hugðist ættleiða
þar barn. Madonna kom heim til
Bretlands með strákinn David
Banda en í kjölfarið spunnust
mikla deilur í kringum það hjá
mannréttindasamtökum hvort
söngkonan hefði fengið einhverja
sérafgreiðslu sökum stöðu sinnar.
Í Malavi giltu nefnilega lög sem
meinuðu fólki að ættleiða börn
nema það hefði verið búsett í
landinu í að minnsta kosti ár.
Breska pressan fór á fullt og
hafði eftir föður drengsins að
hann hefði ekki vitað hvað orðið
„adoption“ þýddi. Madonna var
sögð hafa sett svartan blett á ætt-
leiðingar frá þróunarlöndum og
fjöldi barnasamtaka gagnrýndu
slíkar ættleiðingar harkalega og
töldu þær vera sýndarmennsku
ríka og fræga fólksins.
Leikkonan stóð hins vegar fast
á sínu og sagðist ekkert rangt
hafa gert. Síðar meir viðurkenndi
faðirinn að hann hefði verið vel
meðvitaður undir hvaða pappíra
hann hefði skrifað og sagði rót-
tæka mannréttindahópa hafa ýtt
sér út í fyrri yfirlýsingar. Engu að
síður er ættleiðing Davids Banda
enn ekki gengin í gegn og þau
Madonna og Ritchie því enn skráð
sem fósturforeldrar hans í Bret-
landi.
Stjörnuparið Tom Cruise og
Nicole Kidman ættleiddu á meðan
þau voru hjón strákinn Connor og
stúlkubarnið Isabellu en þau eru
bæði tvö frá Bandaríkjunum.
Þrátt fyrir að Kidman skeri sig
nokkuð úr hópi þeirra stjarna sem
hafa ættleitt á undanförnum árum
þá hefur hún verið heiðruð fyrir
baráttu sína gegn ofbeldi og mis-
notkun barna.