Fréttablaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 18
greinar@frettabladid.is Ég sit á veröndinni og horfi á öldurnar gjálfra í fjörunni. Ein af annarri velta þær upp í sandinn og svo fjara þær út. Eins og lífið. Eins og við manneskjurnar. Eftir því sem ég eldist, met ég það meir að vera til. Og verð þakklátari fyrir ævina og hvern einasta dag. Kannski af því að ég er sá lukkunnar pamfíll að hafa góða heilsu og vera lánsam- ur í lífinu. Lánsamur fyrir að eiga góða að og rambað þá leið, þar sem mér hefur liðið vel. Það hlotnast því miður ekki öllum. Og svo held ég því fram að það hafi verið mikil gæfa að vera af þeirri kynslóðinni, sem kynntist gamla tímanum, eins og hann hafði verið um aldir og lifað af að sjá allar breytingarnar og tækniframfarirnar. Ég kynntist heyskapnum í sveitinni, þar sem ekkert var annað notað en hrífur og orf og bundið upp á hesta. Ég var í skóla áður en rafmagnsrit- vélin var fundin upp og bíró- pennarnir voru nýjasta uppfinn- ingin. Ég man eftir verkamannavinnunni, þegar gúmmískórnir þóttu mesta framfarasporið. Já, ég man tímana tvenna. Og svo auðvitað þekkið þið framhaldið og framfarirnar og alla þá auðlegð, sem vitsmunir mannskepnunnar hafa framleitt í þægindum og þekkingu. Það hafa verið mikil forréttindi að upplifa og njóta þessara lífskjara og breytinga. En einmitt af því að ég man hvernig lífið var ekki alltaf dans á rósum, þá þykist ég líka vita og meta allt það sem mér áskotnast. Ekki endilega í peningum heldur í lífsgæðum, meira úrvali, fleiri tækifærum, meiri tíma. Já, ég er mjög upptekinn af tímanum til að leika mér og brosa og fanga augnablikið. Hann er það dýrmætasta sem ég á. Ég fagna hverjum morgni og þakka fyrir að vera ennþá á lífi og sjá sólina koma upp á morgnana og götuna vakna og sjá krakkana stækka og þroskast og eiga það allt í vændum sem framundan er. Það er þeirra ríkidæmi. Lífið. Einn góðan veðurdag er þetta allt saman búið og kemur aldrei aftur. Sumir verða ríkir og aðrir voldugir og frægir og komast í blöðin og hégóminn er á stundum í bílstjórasætinu og „tekur í höndina á mér“. En hvers virði er allur sá veraldlegi auður ef maður kann ekki að meta þá auðlegð sem felst í barnalegri gleði yfir þeirri guðs- gjöf, sem felst í því einu að vera til? Vera manneskja innan um allar hinar manneskjurnar, í súru og sætu, í meðbyr og mótlæti, í hverdagsleikanum eins og hann birtist okkur á hverjum morgni, í hverjum nýjum degi. Það er stóra ævintýrið. Að vera til. Af hverju er ég að tala um þetta? Eins og ég hafi eitthvert vit á heimspeki og geti sagt öðrum til í þessum efnum? Ég er ekki að predika og ég er ekki að leggja öðrum lífsreglurnar. Ég er einfaldlega að minna sjálfan mig á að það er ekkert sjálfgefið að vera til og líða vel. Við horfum á gamla ættingja og vini hverfa og við heyrum af ungu fólki sem tekur líf sitt og við finnum það betur eftir því sem við eldumst, að lífið á jörðinni er alltof stutt og brothætt, til að umgangast það af kæruleysi. Okkur hafa verið gefnir vitsmunir til að bæta umhverfið og aðstæður með lífsþægindum og tækniframförum, en þegar allt kemur til alls, þá erum það við sjálf, hvert og eitt, sem erum okkar eigin gæfusmiðir. Öldurnar klifra upp í fjöruna, bæði smáar og stórar, rísa og falla, í eilífðar hringrás þessar- ar merkilegu sköpunar sem heimurinn er. Svona erum við líka, mannskepnurnar, rísum og föllum og hverfum svo í tómið, ein af annarri, í samfelldu ölduróti flóðs og fjöru, dags og nætur, lífs og dauða. Öldurót lífs og dauða En hvers virði er allur sá veraldlegi auður ef maður kann ekki að meta þá auðlegð sem felst í barnalegri gleði yfir þeirri guðsgjöf, sem felst í því einu að vera til? H ugmyndin um menningarnótt var innflutt eins og margt annað, reyndar dönsk. Hugmyndin var góð og hún hefur á liðnum árum veitt Reykvíkingum og nærsveitamönnum gleymda vissu sem var þarna undir að þeir búi í borgarsamfélagi, eigi miðbæ, eitthvert hjarta í byggðinni milli holta, mela og hálsa. Við vilj- um svo oft gleyma því hvernig landið var sem undir borgina fór. Er raunar hollt að rifja það upp – hvernig var þetta land þar sem við reistum okkur borg. Því menningarnótt hefur umfram allt skapað samkennd, fært okkur nær hvert öðru, hún er einn þessara fáu hátíðis- daga sem megna það: Þorláksmessan, gamlárskvöld, fyrsti maí, sautjándinn. Okkur veitir ekki af að eiga daga sem þessa þar sem þúsundir hópast á fáar slóðir í borgarlandinu og við gerum raunar ekkert annað en lalla um og hitta fólk. Því það er að mestu leyti liðin tíð. Bærinn var svo smár að hér hittust allir á daglegri göngu til og frá vinnu. Aldurs- samsetning hverfa í nýbyggingu sá til þess að á upphafsárum þeirra voru börnin mörg, gatan og skólinn sá til þess að allir þekktu sína heimamenn. Það var gengið til búða og öll þjón- usta var hverfislæg. Það var á þeim árum sem Reykjavík var að breytast í úthverfa- borg og um leið að tapa þeirri nálægð sem hafði verið sterkasta einkenni smábæjarins. Farartækjunum fjölgaði, strætisvagn- inn tapaði fyrir einkabílnum og á endanum sátum við uppi með ameríska úthverfaborg sem heimtar bíla og er fíkill á bensín og viðhald á umferðaræðum. Þetta bara gerðist – ekki vegna þess að við vildum það, ekki vegna þess að við vorum spurð. Nú búum við í borg sem er þannig að við keyrum til að fara í göngutúr, keyrum til að versla í nokkrum búðum sem liggja hver í sínu hverfinu, keyrum í skóla, keyrum til kirkju, keyr- um og keyrum. Verst að það er bæði óhollt og dýrt. Og þrátt fyrir fornan lofsöng um bílismann sem frelsistæki þá er ekki til frekara ok á háttu manna. Við verðum að keyra, en þurfum þess í raun ekki. Í dag keyrum við og finnum stæði sem næst miðjunni gömlu. Skipuleggjendur menningarhátíðarinnar hafa góðu heilli stækkað athafnasvæði hátíðahaldanna, út á Granda, suður í Vatnsmýri, alla leið upp á Klambra og út í Laugarnes. Við göng- umst undir próf í dag, kvöld og nótt um það að við kunnum að halda fagnað án láta, getum ölvast smánarlaust, mæst með opnu geði og björtum svip. Gerum daginn góðan. Góðan dag Reykvíkingar Skipuleggjendur menningarhátíðarinnar hafa góðu heilli stækkað athafnasvæði hátíðahaldanna, út á Granda, suður í Vatnsmýri, alla leið upp á Klambra og út í Laugarnes. Menningarnótt í miðborginni er nokkurs konar uppskeru- hátíð eftir gott og veðursælt sumar. Hún er orðin sá viðburður sem fáir vilja missa af því hún er aldrei eins; alltaf ný og óvænt. Menningarnótt í miðborginni er orðin langstærsti viðburður landsins og er farin að hafa aðdráttarafl langt út fyrir landssteinana. Reykjavíkurborg hefur átt afar gott samstarf við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, bráðamót- töku LHS og björgunarsveitir um að hafa allan viðbúnað og þjónustu við gesti menningarnætur sem besta. Enn og aftur hefur verið lögð sérstök áhersla á að huga að forvörn- um og hafa menningarnótt, ÍTR og Saman hópurinn lagst á eitt við að minna okkur foreldra á að sýna ábyrgð gagnvart börnunum og borginni okkar. Það er gott að minnast þess að foreldrar eru besta fyrirmyndin. En þrátt fyrir allan viðbúnað borgarinnar og öryggisað- ila þá eru það við, þátttakendur hátíðarinnar, sem berum, þegar upp er staðið, ábyrgð á því að minningin okkar frá þessari menningarnótt verði gleðileg. Galdurinn við menningarnótt er að hún er sjálfsprottin. Hún hefur þróast frá því að vera tiltölulega hógvær miðborgargleði yfir í að verða stærsta og vinsælasta hátíð ársins. Þrátt fyrir stærðina og fjölda þátttakanda er ennþá bæði rými og áhugi fyrir hinu notalega og ljúfa. Þessi stemning er sérstaklega áberandi í dagskrá menningarnæt- ur í ár, vöfflukaffi, kósíhorn og hvíslileikur eru einmitt dæmi um slík atriði. Til að skapa þetta rými fyrir alla, jafnt stóra sem smáa, hefur dagskrársvæði hátíðarinnar stækkað – í allar áttir. Setningin er í Norræna húsinu, stórtónleikar menningarnætur, Landsbankans og Rásar 2 á Miklatúni og flugeldasýn- ing Orkuveitunnar úti á sundunum, en hjartað slær ennþá í miðborginni þar sem gestgjafar menningarnætur bjóða okkur velkomin í tólfta sinn. Verkefnisstjórn menningarnætur óskar borgarbúum til hamingju með daginn og vonar að gestir hátíðarinnar njóti viðburðanna og samvistanna. Sameinumst um að skapa góðar minningar á menningarnótt. Höfundur er í verkefnisstjórn menningarnætur. Söfnum góðum minningum H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Nánari upplýsingar á marathon.is. REYKJAVÍKURMARAÞON GLITNIS ER Í DAG. GÓÐA SKEMMTUN OG GANGI YKKUR VEL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.