Fréttablaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 87
Það gengur ekkert hjá Keflvíkingum í fótboltanum þessa dagana og eftir 1-2 tap fyrir HK í Kópavogi blasir sú kalda staðreynd við liðinu að Keflavík- urliðið er komið niður í neðri hluta Landsbankadeildarinnar. Margir vilja kenna Skagaleikn- um um en í fimm leikjum fyrir hann var Keflavíkurliðið búið að taka inn 13 af 15 mögulegum stigum og var komið á fullt skrið inn í toppbaráttuna. Eftir Skagaleikinn og markið umdeilda hefur Keflavík hins vegar aðeins náð í eitt stig úr fimm deildarleikjum, löngu misst af toppbaráttunni og er einnig dottið út úr bæði bikarnum og Evrópukeppninni. Situr ÍA-leikur- inn í Keflavík? KR-ingar komu sér af botni Landsbankadeildar karla með því að vinna 1-0 sigur á Víkingum í Víkinni í fyrrakvöld. Það var viðeigandi að fyrirlið- inn Gunnlaugur Jónsson skoraði sigurmarkið en hann hefur borið af í liði Vesturbæinga í sumar. Sigurinn var fyrsti sigur KR á útivelli og aðeins sá annar í Landsbankadeildinni í sumar. KR hafði ekki unnið leik síðan að liðið vann Fram 2-1 á KR- vellinum 28. júní. Sá sigur dugði þó ekki til að koma liðinu úr júmbósætinu en það gerði hinsvegar sá í fyrrakvöld. KR hafði verið í 10. og neðsta sæti deildarinnar í 80 daga þegar stigin þrjú komu loksins í hús en þau þýddu að nágrannarnir í Fram sitja í botnsætinu næstu níu daga að minnsta kosti. Voru á botnin- um í 80 daga Jón Þorgrímur Stefáns- son skoraði sigurmark HK í 2-1 sigri á Keflavík í 13. umferð Landsbankadeildar karla og þessi 32 ára sóknarmaður og einn af reynsluboltunum í liði nýliðanna hefur átt mikinn þátt í öllum fjór- um sigurleikjum liðsins í sumar. HK hefur unnið fjóra leiki og skorað í þeim sjö mörk. Jón Þor- grímur hefur skorað fjögur af þessum sjö mörkum, þar af sigur- mark í tveimur þeirra og fyrsta mark leiksins í hinum tveimur. Hann hefur einnig lagt upp tvö af hinum mörkunum og því komið að öllum mörkum HK í sigurleikjun- um nema einu. Jón Þorgrímur er með 6,75 í meðaleinkunn hjá Fréttablaðinu í þessum fjórum sigurleikjum og hefur verið val- inn maður leiksins í tveimur þeirra. Í hinum átta leikjum HK í Lands- bankadeildinni hefur lítið gengið hjá HK og Jóni Þorgrími. HK hefur aðeins náð tveimur stigum í þeim og markatalan er skelfileg eða 4-19 í óhag. Jón Þorgrímur hefur spilað alla þessa leiki en náði hvorki að skora né leggja upp mark í þeim. Frammistaðan í ein- kunngjöf Fréttablaðsins í þessum leikjum er heldur ekki glæsileg en meðaleinkunn hans er aðeins 4,75. „Það var fyrst og fremst liðs- heildin sem skóp sigurinn á móti Keflavík en það er bara þannig að sumir leikmenn hafa ákveðna þætti í sér sem gera gæfumun- inn,“ segir Gunnar Guðmundsson, þjálfari HK sem er mjög ánægður með Jón Þorgrím. „Jónsi hefur það í sér að vera oft á tíðum réttur maður á réttum stað og hann er góður fótboltamaður. Hann hefur mikla þýðingu fyrir okkur og í þessum leikjum sem hafa skilað okkur stigum þá hefur hann verið að skora úrslitamarkið eða gefa lokasendingu fyrir mark. Hann skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur,” segir Gunnar. Skiptir gríðarlega miklu máli fyrir HK „Þetta var mjög undar- legur leikur, eins og svo oft áður hjá okkur í sumar. Mér fannst við betri aðilinn lengst af en síðan missum við einbeitinguna og fáum á okkur mörk sem kostar stig. Það er alltaf sama sagan,“ segir Alex- ander Steen, besti leikmaður 13. umferðar Landsbankadeildarinn- ar að mati Fréttablaðsins. „Það er svolítið súrsæt tilfinning sem fylgir því að ná stigi gegn topplið- inu og Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli en falla samt sem áður í botnsætið,“ bætti hinn 22 ára gamli Svíi við. Steen er vel að nafnbótinni kom- inn enda átti hann einnig skruggu- góðan leik gegn FH í fyrri umferð tímabilsins og var þar einnig val- inn maður leiksins. Þá hefur Steen auk þess verið, að öðrum ólöstuð- um, jafnbesti leikmaður Fram á tímabilinu. „Það virðist henta mér ágætlega að spila á móti FH og ég fékk að spila þarna í minni uppáhalds- stöðu,“ segir Steen og við það frjálsa hlutverk sem hann hefur fengið á miðju Fram í síðustu leikjum. Ólafur Þórðarson, þjálf- ari Fram, hefur prófað Steen í nánast allar stöður á fremri helm- ingi vallarins en sjálfur segist leikmaðurinn njóta sín best á miðj- unni. „Íslenski boltinn er þannig að spilið fer að miklu leyti upp miðjuna. Þegar ég var á kantinum fannst mér ég sjaldan fá boltann og mér líður betur með boltann við tærnar.“ Steen var á mála hjá Öster og Trelleborg í heimalandi sínu áður en hann gekk í raðir Fram í vor. Hann var kominn út í kuldann hjá liðinum þegar haft var samband við hann og honum boðið að kíkja á aðstæður hjá liði á Íslandi. „Ég er nokkuð ævintýragjarn að eðlis- fari og hafði ekkert á móti því að heimsækja Ísland og búa þar í nokkra mánuði,“ segir Steen og bætir við að dvöl sín hér hafi ekki valdið sér vonbrigðum. „Reykja- vík er nokkuð klassísk norræn borg svo að ég geri nokkuð að því að keyra út í sveit og skoða þessa einstöku náttúru sem er að finna hér á landi,“ segir Steen. „Ég verð samt að viðurkenna að ég hlakka til að fara heim aftur í október. Kærastan mín er þar og húsið mitt er þar og svo geng ég í fasteigna- skóla yfir veturinn. En svo getur vel verið að maður komi aftur næsta vor,“ segir Steen, en hann hefur nú þegar átt fund með for- ráðamönnum Safamýrarliðsins um framhaldið. „Ég er alveg opinn fyrir því að spila áfram fyrir liðið en fyrst vill ég einbeita mér að því að hjálpa liðinu að halda sætinu í efstu deild. Taflan lýgur vissulega ekki en ég held að ég geti sagt í fullri hrein- skilni að við erum ekki með versta liðið í deildinni. Þess vegna hef ég fulla trú á að hlutirnir fari að falla með okkur í síðustu leikjunum.“ Sænski miðjumaðurinn Alexander Steen átti mjög góðan leik á miðju Fram í leiknum gegn Íslandsmeisturum Fram í fyrradag og er leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins. Hann segir Fram vera með alltof gott lið til að falla úr Landsbankadeildinni og hefur fulla trú á að liðið nái að rétta úr kútnum í lokaumferðunum. Efstu fjögur liðin töpuðu öll stigum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.