Fréttablaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 32
A ction Man býr í Chichester, litlum bæ í West Sussex í Suður- Englandi. Roger Johnson er núna 65 ára gamall, með hvítt hár og himinblá augu en þegar hann var rúmlega tvítugur í þjálfun hjá sérsveit breska hers- ins var hann myndaður í þeim til- gangi að nota hann sem fyrirmynd Action Man-dúkkunnar. „Það gekk maður að hópnum, benti á mig og sagði, „ Ég vil þennan mann þarna. Hann er með mjög sterkt andlit.“ Af gömlum myndum má sjá að Roger svipar mikið til leikfangs- ins, með sterkbyggðan kjálka, hökuskarð og dökkt hár. „Ég var þá myndaður í bak og fyrir og dúkkan birtist fyrst í verslunum árið 1964 sem eins konar félagi Cindy-dúkkunnar.“ Þegar ég spyr hvort hann hafi ekki fengið væna fúlgu í vasann fyrir módelstarfið hlær hann dátt. „Nei, ég fékk aldrei krónu. Ég var í hernum og ég gerði bara það sem mér var sagt, meðal annars þetta.“ Roger átti aldrei leikföng sjálfur þegar hann var lítill drengur. „ Ég veit ekki hverjir raunforeldrar mínir voru en ég var á munaðar- leysingjahæli þar til ég varð tveggja ára. Þá var ég ættleiddur en ári eftir að ég kom á nýja heim- ilið eignaðist fósturmóðir mín eigið barn. Hann varð litli prins- inn á heimilinu en mér var algjör- lega útskúfað og var aldrei kallað- ur annað en „strákurinn þarna“. Ég fékk ekki að sitja með fjöl- skyldunni við matarborðið og fékk bara afganga að borða. Fóstur- móðir mín batt hendur mínar við borðið ef ég sat ekki beinn í baki og barði mig á fingurna með priki. Mér gekk afskaplega illa í skóla, ég hugsa að það hafi verið vegna þess hve skemmdur ég var af ofbeldinu sem ég þurfti að sæta heima. Þegar ég var spurður út í margföldunartöfluna eða stafróf- ið þá varð heilinn á mér tómur. Skólastjórinn í skólanum tók mig oft afsíðis en þá tóku við óþægi- legar strokur og gælur. Það þýddi ekkert að segja foreldrum mínum frá þessu því þá var ég bara lam- inn og sagt að hætta að segja ógeðslega hluti um skólastjórann. Þegar ég varð fjórtán ára gamall henti mamma dagblaði í höfuðið á mér og sagði mér að hypja mig að heiman. En þegar ég tók dagblaðið upp sá ég auglýsingu á baksíðunni fyrir breska sjóherinn og þá datt mér fyrst í hug að verða hermað- ur, að fá orður og gera hluti sem gætu gert fólk stolt af mér.“ Roger var þá of ungur til að bera vopn sem hermaður en fékk inngöngu sem trommari í herlúðrasveitinni. Lífið í hernum var mjög agað og erfitt. „ Ef mér varð á að blóta var ég látinn borða sápu og eins ef ég var staðinn að því að reykja varð ég að borða sígaretturnar mínar.“ Skömmu síðar fór Roger að æfa í sérsveit og varð yngsti „comm- ando“ foringi deildarinnar, þá aðeins átján ára gamall. Þá tók við líf í anda Action man-dúkkunnar en á þessum tíma æfði hann fall- hlífastökk, klifur og framkvæmdi leyniaðgerðir á fjarlægum slóð- um. Roger kleif meðal annars Kili- manjaro-fjallið í Afríku, fann upp nýjar björgunaraðferðir með þyrlum og var sérhæfður í nætur- klifri. Eins tók hann þátt í herað- gerðum í frumskógum, í háfjöll- um og eyðimörkum. Roger lærði einnig austrænar bardagalistir og varð afbragðsgóður kafari. „Ég var orðinn hættufíkill en hafði afskaplega gaman af þessu. Kannski var ég haldinn sjálfseyð- ingarhvöt en þetta líf í hernum hélt mér í burtu frá allri vitleysu. Þegar ég var unglingur fannst mér svo gaman að klifra að ég braust oft inn í hús, án þess þó að stela neinu. Í þessu umhverfi hafði ég aga og gat ekkert gert af mér. Ég ferðaðist um hálfan hnöttinn, aðallega um Asíu og Miðaustur- lönd.“ Ég spyr hvað hafi verið hættulegasta verkefnið á þessum tíma? „ Það var án efa árið sem ég eyddi í heræfingum í Dala-eyði- mörkinni í Kasakstan. Það var ansi harkalegt og erfitt fyrir lík- ama og sál. En hvað svo sem fólki kann að finnast um hermennsku þá var þetta ákveðin lausn á tímum þegar engar félagsstofnanir voru til fyrir stráka eins og mig. Þarna eignaðist maður fjölskyldu og fékk þann aga sem maður þarfn- aðist.“ Þegar Roger eignaðist fjölskyldu hætti hann í hernum og fór að vinna sem sjúkraliði en endaði svo í byggingarvinnu. Hjónabandi hans lauk fyrir um fimmtán árum og þá flutti hann í burt frá eigin- konu sinni og þremur börnum. Nokkrum árum síðar fór síðari sambýliskona hans frá honum og hann missti húsið sitt í fjárhags- kröggum. Faðirinn sem ættleiddi hann lést á sama tíma og þá upp- götvaði Roger að fósturbróðir hans hefði erft næstum því allar eigur foreldranna. „Ég fór algjör- lega niður á botninn. Ég fékk taugaáfall og þjáðist af þunglyndi. Ég hugleiddi oft að stytta mér aldur. Oft flaug mér í hug að stökkva niður af brú til að enda allan þennan sársauka. En sem betur fer fór ég að hitta sálfræð- ing og tókst að opna fyrir alla þá kvöl sem blundaði innst inni í mér. Mér var boðið upp á geðlyf en ég tók þau aldrei. Það eina sem ég þurfti á að halda var að gráta, og leyfa sársaukanum að streyma út. Ég vildi að ég hefði getað talað við einhvern fyrr. Konur mega tala um tilfinningar. Karlmenn eiga að vera sterkir og halda öllu inni. Þetta er aðeins að breytast en þetta viðgengst enn þann dag í dag. Ætlunarverk mitt er að reyna að fá karlmenn á mínum aldri, og jú, alla karlmenn, til að skilja að það er enginn veikleiki að tala um tilfinningar. Karlmenn þurfa og eiga að gráta. Og ef Action Man sjálfur getur grátið þá hljóta aðrir naglar að geta það líka,“ segir hann og hlær hlýlega. Um þessar mundir er Roger í BA- námi í tónlist við háskólann í Chichester. „Ég er elsti maðurinn þar og mér finnst þetta svakalega erfitt. Þú verður að athuga að ég kláraði ekki einu sinni barnaskóla. En þetta er óskaplega gaman. Ég er alveg kominn út úr þessum karlmannlega heimi hersins, er umkringdur hámenntuðu fólki og reyndar aðallega kvenfólki. Þau eru öll afskaplega góð við mig og ég er afar heppinn maður. Hver hefði ímyndað sér að Action Man myndi skipta á hríðskotabyssunni sinni og nótnapúlti!“ Þegar Roger er ekki í skólanum nýtir hann tímann til þess að hlaupa maraþon, keppa í þríþraut og stunda hjólreiðar. „Á hverju ári fer ég í hjólaferðalag. Ég hef til dæmis hjólað yfir Pýreneafjöllin og í fyrra hjólaði ég um endilangan Noreg, alla leið norður fyrir heim- skautsbaug. Það var afar erfitt.“ Eftir tvær vikur ætlar Roger að leggja land undir fót á ný og heim- sækja Ísland í fyrsta sinn. „Ég ætla að hjóla hringveginn. Ég hef lesið ýmislegt um landið og mér skilst á öllu að það séu bara masókistar og fólk með geðveilur sem ákveður að leggja í þennan hjólatúr,“ segir hann og hlær. „Ég er mjög spennt- ur fyrir ferðalaginu og á nokkra kunningja frá Íslandi. Hins vegar var ég að greinast með sykursýki og ég vona að það eigi ekkert eftir að aftra mér. Ég meina, það getur bara tvennt gerst, annaðhvort tekst mér þetta eða ég drepst,“ segir hann glaðhlakkalega. „Hvert sem ég fer þá vil ég vekja athygli á því sem ég lenti í og vona að það geti orðið öðrum karlmönnum til góðs.“ Roger segist vonast til þess að menn á hans aldri muni að það er alltaf hægt að byrja upp á nýtt, alveg sama hver aldurinn er. „Maður er aldrei of gamall til að prófa nýja hluti. Ég hef lært að vera jákvæður og bjartsýnn og hugsa vel og fallega til fólks. Maður á aldrei heldur að slúðra um fólk því það kemur bara beint aftur í kollinn á manni. Ég er ekki reiður neinum í fortíð minni. Núna er ég bara upptekinn af því að lifa lífinu og hugsa ekki um hvað öðrum finnst um mig. Ég er í sérlega far- sælu sambandi við sjálfan mig. Ekkert myndi gleðja mig jafnmik- ið og að geta hjálpað mönnum sem lesa sögu mína að leita hjálpar ef þeir þurfa á henni að halda.“ Action Man grætur líka Bretinn Roger Johnson var fyrirmynd Action Man-dúkkunnar þegar hann var í sérsveit breska hersins. Líf hans hefur verið allt annað en dans á rósum og hann ferðast nú um heiminn til að segja karlmönnum að það sé ekkert að því að tala um tilfinningar. Anna Margrét Björnsson spjallaði við Johnson um æviferilinn og væntanlega hringferð um Ísland á reiðhjóli. Þegar ég varð fjórtán ára gamall henti mamma dagblaði í höfuðið á mér og sagði mér að hypja mig að heiman. En þegar ég tók dagblaðið upp sá ég auglýsingu á baksíðunni fyrir breska sjóherinn. Þá datt mér fyrst í hug að verða hermaður, fá orður og gera hluti sem gæti gert fólk stolt af mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.