Fréttablaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 74
Tímana áður en tónleikadagskráin hefst á Klambratúninu gamla, sem er eftir sumartónleika Sigurrósar orðinn einn helsti útitónleikastað- ur borgarinnar, ætla menn að tala saman á Kjarvalsstöðum. Þar hefur hönnunarsýningin Kvika verið í fyrirrúmi í nokkrar vikur og eru þeir hjá Listasafni Reykjavíkur ánægðir með aðsókn og viðtökur. Hönnunarsýningin var fyrsta stóra sýningin í húsinu eftir viðamiklar breytingar á miðskipi þessa fyrsta sérsmíðaða sýningarhúss mynd- listar í borginni. Nú skal þingað um stöðu hönnun- ar í landinu á okkar útrásartímum. Er stefnt að tveggja tíma törn með inngangserindum og umræðum undir stjórn Þorsteins J. Vilhjálms- sonar: Yfirskrift þingsins er Íslensk hönnun – gildi og innihald. Hefst það kl. 13 og er því tvískipt. Fyrri hlutinn fjallar um hugmynda- heim íslenskra hönnuða, sérstöðu þeirra eða einsleitni og þann brunn sem íslenskir hönnuðir sækja inn- blástur í. Síðari hlutinn fjallar um gildi íslenskrar hönnunar fyrir íslensk- an iðnað og stöðu á alþjóðlegum markaði auk þess sem fjallað verð- ur um kosti þess og galla að starfa á litlum markaði. Þátttakendur eru m.a.: Guðrún Lilja Gunnlaugsdótt- ir sýningastjóri MAGMA/KVIKU en hún hefur með sýningarstjórn sinni öðlast einstaka innsýn í hvað er á seyði meðal íslenskra hönnuða og fyrirtækja þeirra heima og erlendis. Guðmundur Oddur, próf- essor við Listaháskóla Íslands, hefur um langt skeið lagt sig í líma við að skilgreina anda og upp- sprettu íslenskrar hönnunar og er einn fárra sem hefur sett fram kenningar um hvað er á seyði í íslenskri hönnun. Þrír hönnuðir taka til máls í inn- gangserindum: Katrín Pétursdóttir sem hefur starfað mest á erlendum vettvangi í samstarfi við mann sinn Michael Young og ekki síður staðið á eigin fótum. Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir hönnuður og Hrafn- kell Birgisson, hönnuður og for- maður samtaka hönnuða, FORM Ísland. Þá leggja þau sitt til mál- anna Elísabet V. Ingvarsdóttir, hönnunarsagnfræðingur, innan- hússarkitekt og nýráðinn hönnun- argagnrýnandi Morgunblaðsins, Guðbjörg Gissurardóttir, fram- kvæmdastjóri Hönnunarvettvangs og Finnur Árnason hjá Nýsköpun- arsjóði. Sýningin MAGMA/KVIKA hefur, ásamt nokkrum fleiri sýningum af sama toga, starfsemi Hönnunar- safns Íslands og stórauknum áhuga almennings á hönnun af ýmsum toga, hleypt nýju lífi í umræðu um hönnun hér á landi og erindi okkar verka á erlendan markað og vett- vang. Sú tíð er liðin að hönnuðir líti á heimamarkað sem sinn einvörð- ungu. Nú er litið til alþjóðlegrar framleiðslu af ýmsu tagi. Allt þetta kemur til með að vera í umræðu á þinginu fram til klukk- an 15 þegar ungir tónlistarmenn fara að þenja hljómkerfið á gamla Klambratúninu. Það er Listasafn Reykjavíkur sem boðar til þings- ins. Dansiball í Grófinni Kl. 14.00 Öskubuska í Tjarnarbíói. Sígilt ævintýri í búningi barna- og unglingaleikhússins. Leikarar á aldrinum 9 til 15 ára leika fyrir áhorfendur frá þriggja ára aldri. Sýningin tekur 90 mínútur með hléi. Hleypt inn meðan húsrúm leyfir. Andri Snær Magnason rithöfund- ur leiðir gesti í kvöld um sali Listasafns Íslands en þar er nú uppi sýningin Ó- náttúra. Má búast við að skáld- ið fari víða í hug- hrifum um hvað fyrir augu ber. Andri er þaulvanur greinandi og hefur farið víða í skáldskap sínum, jafnan verið á sínum sjónarhóli. Andri Snær er þekktur fyrir óvenjuleg sjónar- horn á lífið og tilveruna en segja má að sjónarhorn listamanna á sýningunni séu afar ólík því þar má sjá verk eftir 51 listamann, allt frá Kjarval til Katrínar Sig- urðardóttur. Ó-náttúra er sýning á verkum úr safneign Listasafns Íslands. Sýningin fjallar um náttúruna í ólíkum myndum. Náttúran er gjarnan skilgreind með þrengsta móti sem hlutlægt umhverfi manna og málleysingja. Sýningin býður gestum Listasafns Íslands að endurskoða þá skilgreiningu og minnast þess að náttúran nær ekki síður til innri veruleika okkar, hvatalífs, ósjálfráðra við- bragða og hömlulausra athafna en ytri, ósnortinna aðstæðna - eða þeirra aðstæðna í landi sem við höfum rofið með einhverjum hætti, bæði fyrr og síðar. Sýning- in leiðir í ljós að erfitt er að skil- greina jafn yfirgripsmikið fyrir- bæri og náttúruna, eða greina hana frá því sem kalla mætti ónáttúrulegt í merkingunni gervi- legt eða tilbúið. Andri leggur af stað í göngu- túrinn um Ó-náttúru kl. 21 og eru allir velkomnir. Andri Snær tekur púlsinn KIRK JULISTAHÁTÍÐ 2 0 0 7 11.−19. ágúst FESTIVAL OF SACRED ARTS „É g v i l lo fs yn g j a D ro t t n i “ ALLIR VIÐBURÐIR FARA FRAM Í HALLGRÍMSKIRKJU NEMA ANNAÐ SÉ TEKIÐ FRAM WWW.KIRK JULISTAHATID. IS – SÍMI 510 1010 – MIÐASALA OPIN 9-17 Í D AG ! LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 15.00 –21.00 SÁLMAFOSS SÁLMAVEISLA Í HALLGRÍMSKIRKJU Frumfluttir fjórir nýir íslenskir sálmar sérstaklega samdir fyrir Kirkjulistahátíð. Samfelld dagskrá þar sem fluttir verða sálmar frá ýmsum stíltímabilum af fjölbreyttum hópi tónlistarfólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.