Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.08.2007, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 25.08.2007, Qupperneq 2
 Fullvíst þykir að tvö kíló af kókaíni, sem tveir Íslend- ingar voru teknir með í Kaup- mannahöfn, hafi átt að fara hingað til lands. Fólkið átti pantað flugfar til Íslands og var sú ferð fyrirhug- uð skömmu eftir að það var hand- tekið. Það var 11. ágúst sem karlmað- ur fæddur 1971 og stúlka innan við tvítugt voru handtekin í miðbæ Kaupmannahafnar. Á þeim fannst lítilræði af kókaíni. Við nánari leit fann danska lögreglan svo 1,9 kíló af kókaíni í fórum þeirra. Þau hafa verið í haldi síðan og sætt yfir- heyrslum. Karlmaðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður vegna fíkniefnabrota. Talsmaður dönsku lögreglunnar vildi lítið tjá sig um málefni tví- menninganna við Fréttablaðið í gær. Hann sagði þó að beðið væri úrskurðar dómara um framhald fangelsisvistar þeirra. Spurður um hvenær þess úrskurðar væri að vænta svaraði hann aðeins: „Þau eiga eftir að sitja lengi í fangelsi.“ Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins hefur íslenska sendiráð- inu í Kaupmannahöfn verið til- kynnt um handtöku fólksins og það brugðist við á hefðbundinn hátt, meðal annars með aðstoð við stúlkuna að beiðni aðstandenda hennar. Mexíkóbúar þakka bæði góðum undirbúningi og einskærri heppni fyrir það hve litlu tjóni fellibylurinn Dean olli. Fellibylurinn skall af miklum þunga á strönd Mexíkó nú í vikunni, og var þriðji öflugasti fellibylur sögunnar til að fara þar á land. Þegar hann barst lengra yfir landið dró hins vegar mjög úr honum allan mátt. Að minnsta kosti átta manns létu þó lífið, auk þess sem húskofar féllu og uppskera eyðilagðist. Tryggingatjón er metið á innan við 20 milljarða króna, sem er mun minna en búist var við. Reyndist mátt- lítill í Mexíkó „Hefði mig rennt í grun að Jón Sigurðsson ætlaðist til þess að ég kynnti þetta samkomulag þá hefði ég að sjálfsögðu gert það,“ segir Árni Mathiesen fjármála- ráðherra. Árni bregst hér við fullyrðingu Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi iðnaðarráðherra, um skort á kynn- ingu samkomulags iðnaðar-, land- búnaðar- og fjármálaráðherra við Landsvirkjun um vatnsréttindi í neðri hluta Þjórsár. Samkomulagið var gert þremur dögum fyrir kosningar, án vitund- ar fjölmiðla og almennings, og hafa Vinstri grænir bent á að á þeim tíma hafi verið blásið til fréttafundar við hvert tækifæri. „Fjármálaráðuneytið hafði þetta á sinni könnu. Ég hélt að þetta hefði farið í fréttabréf fjármálaráðu- neytisins,“ sagði Jón í Fréttablað- inu á fimmtudaginn. „Hann hefði bara þurft að nefna það við mig,“ segir Árni. „Enda hafa virkjanamál í Þjórsá aldrei verið neitt vandamál fyrir mig. Það er bara ekki þannig sem þetta er venjulega unnið.“ Fjármálaráðuneytið komi að næstum öllum málum sem varða eignir ríkisins. Samkomulagið hafi snúist um orkumál og því heyrt undir iðnaðarráðuneytið. „Og venjulega þegar ég vil kynna mál sem heyrir undir fagráðuneyt- in þá verður fagráðherra ekki ánægður með það. Því þá er ég að fara inn á hans málaflokk.“ Árni segir samkomulagið mjög mikilvægt. „Því ef það hefði ekki verið gert þá hefðu virkjanamálin í Þjórsá hugsanlega stöðvast.“ Landsvirkjun hafi þurft að hafa vilyrði fyrir nýtingu réttindanna svo fyrirtækið gæti gengið til samninga við bændur. „Og sveit- arfélög höfðu sett það sem skil- yrði fyrir því að fara í skipulags- mál að samið yrði við bændurna fyrst.“ Um tímasetninguna, þremur dögum fyrir kosningar, segir Árni að vissulega hefði verið betra að gera samkomulagið fyrr, en ýmis mál hafi tafið fyrir því, án þess að vilja fara út í það nánar. Samkomulagið hafi ekki brotið í bága við stjórnarskrá. „Í því er gerður greinarmunur á réttindun- um sem ríkið keypti af Títan og réttindunum sem fylgja jörðinni Þjótanda. Það er ekki hægt að selja Þjótanda án aðkomu Alþing- is, því hún er fasteign.“ Hins vegar sé heimilt að leigja hin réttindin. „Þetta er í raun bara upphafs- hluti að samkomulagi sem verður ekki frágengið fyrr en búið er að fjalla um hvert endurgjaldið verð- ur fyrir auðlindina. Þá væri tíma- bært að bera þetta undir Alþingi.“ Iðnaðarráðherra hverju sinni ákveði hvort það verði gert. Samkomulagið var ekkert leyndarmál Fjármálaráðherra segir að iðnaðarráðuneyti hefði átt að kynna samkomulag ríkis og Landsvirkjunar, enda fjalli það um orkumál. Án þess hefðu virkjana- mál í Þjórsá getað stöðvast. Það brjóti ekki í bága við stjórnarskrá. „Þetta er lítið nálargat og það er tálguð spýta, svona eins og eyrnapinni að stærð, sem held- ur ferjunni á floti,“ segir Hjörtur Emilsson, framkvæmdastjóri Navis, sem hefur eftirlit með end- urbótum á Grímseyjarferjunni. Eftir að Grímseyjarferja var sjó- sett kom í ljós tæringargat í lest- inni og sprautaðist út úr því lítil buna. Gatið hafði áður farið fram hjá skoðunarmönnum skipsins. „Þetta eru tíu fermetrar, bæði bak- og stjórnborðsmegin í lest- inni, sem þarf að skipta um og um 600 kíló af stáli sem þarf til,“ segir Hjörtur. Hann segir afar leiðinlegt að skemmdirnar hafi komið fram svo seint, eftir aðalviðgerðir, sand- blástur og málun skipsins. „Það var búið að skipta út stáli þarna allt í kring. Það þarf að mála aftur en við teljum að miðað við eðli- legt stálverð kosti allt verkið innan við milljón króna,“ segir Hjörtur. Hann tekur fram að gatið sé það lítið að það tæki nokkra mánuði að fylla það með vatni. Ekki náðist í Pál Kristinsson, skoðunarmann hjá flokkunarfé- laginu Lloyds Register. Tréflís heldur ferjunni á floti Talsvert umferðaröng- þveiti myndaðist í Kópavogi í gærdag og fram á kvöld vegna vegaframkvæmda við Nýbýlaveg. Að sögn lögreglu var það þó ekki meira en von var á. „Þetta er bara spurning um þolinmæði,“ segir Rúnar Sigurpáls- son hjá umferðardeild lögreglunn- ar. Hann segir öngþveitið hafa verið mjög slæmt þegar fólk var á leið heim úr vinnu, bæði á fimmtu- dag og í gær. „Við erum með lögreglu á mótorhjólum sem reynir að hræra í þessu eins og hægt er.“ Áætlað er að framkvæmdunum ljúki í dag. Öngþveiti vegna lokunar Kennslu- og prófdagar voru færri en 175, sem er lágmarkið, í þrettán framhalds- skólum landsins á síðasta skólaári. Í fyrra voru tólf skólar með færri kennslu- og prófdaga en segir til um í reglugerð um starfstíma framhaldsskóla. Samkvæmt tilkynningu frá Hagstofu Íslands síðan í gær var fjöldi reglulegra kennsludaga í framhaldsskólum á bilinu 140 til 155, en lög um framhaldsskóla segja að kennsludagarnir skuli ekki vera færri en 145. Meðal- fjöldi reglulegra kennsludaga var 146, sami dagafjöldi og skólaárið 2005 til 2006. Færri kennslu- og prófdagar Samþykkt var einróma á aðalfundi Máls og menningar, sem fram fór á fimmtudag, að selja húseign félagsins við Laugaveg og leita allra leiða til að efna kauptil- boð sem stjórnin gerði Ólafsfelli um yfirtöku á bókaútgáfu Eddu útgáfu. Árni Einarsson, forstjóri Máls og menningar, segir að fundurinn hafi verið sá fjölmennasti í áratugi, 25 af þeim 36 sem rétt áttu til setu á fundinum hafi komið. Hann segir að nú sé leiðin greið fyrir stjórnina að vinna að fjármögnun á kaupum á bókaútgáfunni. Stefnt er að því að kaupin gangi eftir 1. október. Breytingar sam- þykktar einróma Sextán ára gamall drengur var handtekinn í gær, grunaður um morðið á hinum ellefu ára gamla Rhys Jones. Jones hafði verið í fótbolta með vinum sínum þegar hettuklæddur drengur á hjóli skaut þremur skotum úr byssu sem hann var með. Eitt skotanna hæfði Jones í hálsinn með þeim afleiðingum að hann lést skömmu síðar. Drengurinn er sá þriðji sem handtekinn er vegna morðsins. Áður höfðu tveir drengir, fjórtán og átján ára, verið handteknir en þeim hefur nú verið sleppt gegn tryggingu. Grunaður um morðið á Jones Ari, ætlið þið að leita fanga víða?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.