Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 4
„Það er gríðarlega mikilvægt
að þekkja einstaklingana sem
verið er að leita að og reyna að
átta sig á persónuleika þeirra,“
segir Víðir Guðmundsson, full-
trúi ríkislögreglustjóra og
umsjónarmaður leitarinnar í gær.
Þegar leitarmenn lögðu af stað í
býtið brýndi hann fyrir þeim að
setja sig í spor mannanna tveggja.
Þeir eru þekktir fyrir að fara
ekki troðnar slóðir í fjalla-
mennsku og því voru björgunar-
sveitarmenn beðnir um að hafa
augun opin fyrir slóðum sem
þeim sjálfum dytti aldrei í hug að
fara.
Lögreglan hefur rætt við móður
Mathiasar, sem stödd er á Íslandi
og aðra ættingja og vini til þess að
kynnast mönnunum. Það vekur
athygli að þótt mennirnir hafi
keypt flugmiðana til Íslands hinn
19. janúar sögðu þeir engum frá
ferðaáætlun sinni. Félagar Mathi-
asar hafa það eftir honum að hann
hafi haft hug á að skoða svelgi og
íshella en ekki útskýrt það nánar.
Í samtali sem Thomas átti við
kærustu sína skömmu eftir kom-
una til Íslands kvaðst hann vera
smeykur við að fara inn á sprungu-
svæði. Þá sagði móðir Mathiasar
að hann myndi seint kaupa sér
leiðsögn eða borga fyrir upplýs-
ingar, hann vildi gera hlutina
sjálfur.
„Það er ljóst að Mathias er leið-
toginn í þessari ferð. Hann er líka
reynslumeiri en Thomas og þekkt-
ur fyrir að fara ekki hefðbundnar
leiðir,“ segir Víðir og bætir því við
að mennirnir hafi verið í ævin-
týraleit og það sé haft í huga við
leitina.
Mathias og Thomas hafa þekkst
í fimmtán mánuði og á þeim tíma
hefur Mathias klifrað mjög reglu-
lega. Thomas hafði hins vegar
ekkert klifrað í sex mánuði þegar
hann kom til Íslands.
Vitað er að mennirnir ætluðu
sér að þvælast í tólf daga utan
alfaraleiðar og það stemmir við
þann búnað sem lögreglan fann í
tjöldunum ofarlega á Svínafells-
jökli á fimmtudag. Talið er að
mennirnir hafi ætlað sér að dvelja
í tjöldunum í nokkra daga og ferð-
ast út frá því.
Allt bendir þó til þess að þeir
hafi í mesta lagi gist þar í tvær
nætur. Þar voru svefnpokar og
dýnur og um það bil átján daga
birgðir af gasi sem og fullur kassi
af súkkulaði, núðlusúpum og
öðrum mat sem mennirnir hafa
burðast með upp á jökulinn.
Ýmislegt er sérkennilegt við
ferðamátann. Mennirnir sváfu
ekki í sama tjaldi og deildu ekki
útbúnaðinum. Þeir voru til að
mynda með tvo prímusa.
Ætluðu að dvelja lengi í tjöldunum
Flest bendir til þess að Thomas og Mathias hafi ætlað að dvelja í á aðra viku í tjöldunum sem björgunarsveitarmenn fundu á Svína-
fellsjökli í fyrradag. Leitarmenn reyndu að setja sig í spor mannanna við leitina í gær. Mennirnir höfðu þekkst í fimmtán mánuði.
Þjóðverjarnir tveir sem leitað
hefur verið að eru enn ófundnir.
Um fjörutíu sérþjálfaðir björgun-
arsveitarmenn frá höfuðborgar-
svæðinu og Norðurlandi fóru á
jökulinn í gær og leituðu fram í
myrkur. Sjö gistu á jöklinum í nótt.
Stórleit verður á svæðinu í dag en
fyrstu leitarhóparnir lögðu af stað
í birtingu.
Fjórir leitarhópar gengu ólíkar
klifurleiðir í gær út frá tjaldbúðum
Þjóðverjanna sem fundust á
fimmtudag. Síðdegis fann einn leit-
arhópurinn slóð tveggja manna
austan í Hrútsfjallstindum. Sein-
lega gekk að rekja slóðina enda
aðstæður erfiðar. Lögreglan rann-
sakaði slóðina og bar sporin saman
við spor sem fundust við tjaldbúð-
irnar daginn áður.
Leitað var úr lofti með þyrlu
Landhelgisgæslunnar TF-EIR en
TF-GNÁ leysti hana af hólmi síð-
degis. Hennar fyrsta verk var að
sækja slasaðan björgunarsveitar-
mann upp á Svínafellsjökul.
Þyrlan sótti leitarhópana í gær-
kvöld og ferjaði nýjan hóp upp á
jökulinn sem dvaldi þar í nótt.
Komið hefur verið upp búðum við
tjöld Þjóðverjanna og þar verður
leitað enn betur í dag. Björgunar-
sveitarmenn munu meðal annars
síga ofan í sprungur.
Aðstæður til leitar eru erfiðar
en svæðið þar sem Þjóðverjarnir
tjölduðu er við einn sprungnasta
hluta jökulsins.
Gistu á jöklinum í nótt