Fréttablaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 6
 Eftir gagngerar endur- bætur hýsir Gamli barnaskólinn á Akureyri höfuðstöðvar Saga Capi- tal Fjárfestingarbanka. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra klippti síðdegis í gær á borða og opnaði bankann formlega. Í tilkynningu kemur fram að húsið eigi sér rúmlega hundrað ára sögu. Staðsetning þess þótti glæ- fraleg og stéttin framan við húsið var jafnan kölluð gullstéttin. Davíð Stefánsson skáld bjó þar og Kristj- án Jóhannsson söngvari fæddist þar. Um 1980 var svo komið í sögu hússins að til tals kom að rífa það. Húsið stóð svo lítið notað þar til Saga Capital tók það á langtíma- leigu í fyrra. Síðan hefur verið ráðist í viðamiklar endurbætur í samræmi við kröfur húsafriðunar- nefndar. Haft er eftir Þorvaldi Lúðvík Sig- urjónssyni, forstjóra Saga Capital, að menntun sé einhver besta fjár- festing sem hægt sé að ráðast í og því megi orða sem svo að þarna hafi alltaf verið fjárfestingarbanki. Í tilefni af opnun bankans og vígslu hússins býður Saga Capital alla velkomna að kíkja í heimsókn í dag laugardag milli klukkan 12 og 16. Sett hefur verið upp ljósmynda- sýning um sögu hússins og Hörður Geirsson hjá Minjasafninu á Akur- eyri mun leiðsegja gestum klukkan eitt og þrjú. Um 30 manns starfa hjá Saga Capital sem er alþjóðlegur fjár- festingarbanki. Tveir Hollendingar, nítján ára stúlka og 28 ára karlmaður, voru dæmdir í fjórtán og sextán mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í fyrradag fyrir að smygla rúmu kílói af kókaíni til landsins í byrjun apríl á þessu ári. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald frá 7. apríl. Efnin fundust á fólkinu við komuna til landsins, en þau höfðu flogið saman frá Amsterdam. Hvort um sig hafði falið um hálft kíló af kókaíni innvortis og innan klæða. Fyrir dómi sögðust þau bæði hafa flutt efnin gegn greiðslu frá fólki í Hollandi. Þau sögðust ekki þekkja hvort annað, en hafi verið sagt að látast vera par til að minnka grunsemdir. Í dómnum segir óumdeilt að ákærðu væru eingöngu burðardýr og hafi ekki átt frumkvæði að flutningunum. Bæði hafi þau einnig játað brot sitt af hreinskilni. Refsing var því ákvörðuð fjórtán mánuðir fyrir stúlkuna og sextán fyrir karlmann- inn. Þau voru látin greiða tvær milljónir í málsvarn- arlaun og annan sakarkostnað. Héraðsdómarinn Sveinn Sigurkarlsson kvað upp dóminn en Daði Kristjánsson, saksóknari hjá ríkissaksóknara, flutti málið fyrir hönd ríkisins. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður varði stúlkuna en Ásbjörn Jónsson héraðsdómslögmaður karlmanninn. Voru eingöngu burðardýr 437 íbúar í nágrenni við Keilugranda 1 í vesturbæ Reykjavíkur hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem þeir mót- mæla byggingu húss sem á að reisa á reitnum. Íbúarnir gagnrýna að borgaryfirvöld ætli að breyta aðal- og deiliskipulagi þannig að eigend- ur lóðarinnar geti byggt 130 íbúðir á lóðinni í stað 50 og að heimila að byggingin verði allt að níu hæðir,“ segir Gunnar Finnsson, talsmaður íbúanna. „Í gildandi aðalskipulagi kemur fram að ekki skuli byggja meira en fimmtíu íbúðir á þessum reit. Við mótmælum því ekki að byggt verði á reitnum en það eina sem við viljum er að borgaryfirvöld fari eftir þeim skipulagsreglum sem hún hefur sett sér sjálf. Við gerum þá lágmarks- kröfu að kjörnir fulltrúar okkar og embættismenn fari eftir þessu í störfum sínum,“ segir Gunnar. Gunnar segir að íbúar á svæðinu séu undrandi og reiðir vegna fyrir- hugaðra skipulagsbreytinga því byggingin skerði lífsgæði þeirra á margs konar hátt. „Meðal annars eykst umferð um svæðið mikið ef íbúðirnar í því verða svona margar. Þetta hefur í för með sér skert umferðaröryggi barna sem eru mörg á svæðinu,“ segir Gunnar og bætir því við að skuggavarp verði einnig meira ef húsið verður hærra. Að mati Gunnars eru rök borgar- yfirvalda fyrir breytingunni lítil. „Einu rökin eru þau að það sé vin- sælt að búa á svæðinu. Skipulags- stofnun hefur meira að segja sagt að rökstyðja þurfi breytinguna.“ Gunnar telur að borgaryfirvöld séu að ganga erinda lóðareigandans en ekki íbúa í nágrenni Keilugranda. „Það leggur vonda lykt af þessu máli,“ segir Gunnar. Undirskriftalistinn hefur verið sendur til Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar, borgarstjóra Reykjavíkur, skipulagsstjóra borgarinnar og for- manns Skipulagsráðs, auk bréfs þar sem framkvæmdinni er mót- mælt. Frestur til að skila athuga- semdum við breytinguna á aðal- skipulaginu rann út í gær. Hanna Birna Kristjánsdóttir, for- maður skipulagsráðs, segir að farið verði yfir athugasemdirnar frá íbú- unum. Hún getur ekki tjáð sig um það á þessu stigi hvort tekið verði tillit til þeirra og hvort byggingar- magnið á lóðinni verði minnkað. Fleiri hundruð mót- mæla byggingunni Ráðgert að reisa allt að níu hæða hús við Keilugranda. Íbúðirnar verða 130 í stað 50 ef breytt aðal- og deiliskipulag verður samþykkt. Íbúarnir telja húsið skerða lífsgæði sín. Formaður skipulagsráðs segir athugasemdir verða skoðaðar. Fyllist þú ótta í miðborg Reykja- víkur? Á að rífa húsin við Laugaveg 4 og 6? Rúmlega fjögur hundruð manns eiga von á hraðasekt í póstinum á næstu dögum. Hraðamyndavél lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu var sett upp við Hringbraut á miðviku- dag og fimmtudag, og festi brot 422 ökumanna á filmu. Vöktunin stóð í um nítján klukkustundir, sem þýðir að eitt brot var myndað á þriggja mínútna fresti að meðaltali. Sá sem hraðast ók var á 131 kílómetra hraða á klukkustund, en meðalhraði ökuþóranna var 75 kílómetrar, eftir því sem segir á fréttavef lögregl- unnar. Hámarkshraði á Hringbraut er 60 kílómetrar á klukkustund. Fjögur hundruð fá sekt í pósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.