Fréttablaðið - 25.08.2007, Síða 16
greinar@frettabladid.is
Þessa dagana eru skólar landsins að hefja starfsemi sína og nýr og spennandi heim-
ur að opnast þúsundum íslenskra barna.
Leikhús landsins eru líka að undirbúa starf-
semi sína og það sem þau ætla að bjóða
öllum almenningi að njóta í vetur.
Í Þjóðleikhúsinu hefst starfsemin þetta
árið í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við
Lindargötu 7, með frumsýningum á tveimur nýjum
íslenskum leikritum í Kassanum og Kúlunni. Í
Kassanum verður frumsýnt nýtt og spennandi verk
eftir Bjarna Jónsson, „Óhapp“, en Bjarni hefur
þegar getið sér gott orð sem leikritahöfundur sem
þorir að takast á við raunveruleika dagsins í dag og
framreiða margræðan leikhúsgaldur. Viku síðar
verður frumsýnt nýtt leikrit fyrir yngstu áhorfend-
urna í Kúlunni, „Gott kvöld“ eftir Áslaugu Jónsdótt-
ur. Áslaug sem hefur hingað til kallað sig bókagerð-
arkonu er nú orðin leikhúsgerðarkona, þar sem hún
semur ekki bara leikritið upp úr samnefndri
verðlaunabók sinni, heldur skapar hún verkinu
einnig umgjörð.
Þjóðleikhúsbyggingin sjálf verður ekki
vettvangur leiksýninga fyrr en líður undir
lok septembermánaðar og það má segja að
það sé að nokkru táknrænt að fyrsta
sýningin á Stóra sviðinu er leikrit byggt á
Hamskiptum Franz Kafka. Þjóðleikhús-
byggingin er hjúpuð verkpöllum þessa
dagana og því í einskonar viðgerðaham, en
þegar líða tekur á haustið mun hamurinn
falla og nýviðgert og glæsilegt húsið blasa
við. Vetrardagskráin verður ekki síður
glæsileg en húsið sjálft, en ekki færri en fjögur ný
íslensk leikrit eru á verkefnaskránni auk eldri
íslenskra verka. Á jólum verður sýnd rússnesk
klassík en þar fyrir utan er megináherslan á ný og
spennandi erlend leikrit.
Það fer sem sagt saman nýsköpun og nýtt útlit í
Þjóðleikhúsinu í vetur sem kynnir sig þetta árið sem
hjarta íslenskrar leiklistar. Ef að líkum lætur mun
nýr og spennandi heimur opnast þeim þúsundum
Íslendinga sem sækja það heim til að njóta sýninga
þess og nema og skynja þar hjartslátt tímans.
Höfundur er þjóðleikhússtjóri.
Nýir heimar
M
iðbær Reykjavíkur er mjög til umræðu þessa
daga. Annars vegar eru skiptar skoðanir um nið-
urrif gamalla húsa við Laugaveg og hins vegar
snýst umræðan um skálmöld sem þar stendur
um nætur, og jafnvel um daga, ef marka má orð
borgarstjórans í Reykjavík.
Miðbær höfuðborgar og bragurinn þar skiptir ákaflega
miklu máli. Þar er nokkurs konar ásjóna þjóðar. Mörgum þykir
sú ásjóna sem við blasir á Laugaveginum, sem er að sönnu
lífæð miðbæjarins, ekki fögur og að húsin þar þjóni ekki því
hlutverki sem byggingar í miðbæ eiga að gegna. Á móti kemur
að í miðbæjum bæja og borgar má, og á að vera hægt, að lesa
sögu þeirra, að minnsta kosti að einhverju leyti.
Á Íslandi eigum við fá hús frá nítjándu öld og upphafi þeirr-
ar tuttugustu. Þess vegna er það menningarleg skylda okkar
að varðveita þessi fáu hús og sýna þeim sóma. Í þeim er saga
okkar.
Miðbærinn verður ekki gæddur lífi með steinsteypu, áli og
gleri. Samkeppni við verslunarmiðstöðvar úthverfanna verð-
ur ekki unnin með því að reisa í miðbænum litlar eftirlíkingar
þeirra.
Miklu fremur þarf að skerpa á sérstöðu miðbæjarins og hlúa
að þeim krafti sem í honum býr og margir kunna vel að meta.
Þess vegna er eftirsótt að eiga heima í miðbænum og nágrenni
hans. Þar sækjast margir eftir að vinna og versla.
Skálmöldinni sem stendur í miðbæ Reykjavíkur um nætur
verður hins vegar að ljúka. Þann brag á ekki með nokkru móti
að líða. Ölvun á almannafæri er bönnuð, sömuleiðis óspektir
alls konar, svo sem að brjóta flöskur og hafa uppi hávaðasöm
ólæti.
Það er líka bannað að aka umfram hámarkshraða og leggja
bílum sínum á gangstéttum. Við slíkum brotum er sektað.
Óspektir í miðbænum eru hins vegar uppspretta umræðu og
hneykslunar en að öðru leyti engra viðbragða. Látið er sem
þetta sé óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að í miðbænum séu
veitingastaðir sem veita vín. Stungið er upp á breyttum opn-
unartíma skemmtistaða, að flytja reykingar að nýju inn í hús,
að fjarlægja kæliskáp úr áfengisútsölu sem aðeins er opin að
deginum (þessu þáttur komst reyndar á framkvæmdastig eins
og þekkt er) í stað þess að ganga hreint til verks og beina sjón-
um að þeim einstaklingum sem hafa uppi óspektir.
Beita má viðurlögum við óspektum, rétt eins og við
hraðakstri og stöðu bifreiða á gangstéttum. Þetta hefur verið
gert í borgum erlendis og þykir hafa gefist vel.
Miðbær Reykjavíkur er allt öðruvísi en allir miðbæir höfuð-
borga í heimi. Í því er fegurð hans og sérstaða fólgin. Braginn
í bænum má bæta með því að umgangast húsin þar af virð-
ingu. Sömuleiðis ætti borgurum að vera skylt að umgangast
hver annan af virðingu. Annað er óviðunandi.
Miðbær með sér-
stöðu og reisn
Andskotinn illsku flár enn hefur snöru snúna snögglega
þeim tilbúna sem fara með fals og
dár“, orti Hallgrímur Pétursson.
Ákveðinn hluti mannkyns virðist
lengi hafa þurft á óvini að halda,
persónugervingu hins illa sem
mætti eigna allt sem færi aflaga í
veröldinni. Andskotinn er með
ákveðnum greini, hinn eini sanni
óvinur sem hægt er að eigna allt
illt.
Ekki hafa samt allir jafnmikla
þörf fyrir Andskotann. Hann er
einkum að finna í trúarbrögðum
sem ættuð eru frá Vestur-Asíu og
hefur misjafnt vægi innan þeirra.
Innan kristni er hann sérstaklega
mikilvægur á meðan hlutverk
hans er mun léttvægara í
trúarbrögðum gyðinga og
múslima. Þörf kristinna manna
fyrir Djöfulinn virðist raunar
fara minnkandi, en það er vert að
velta því fyrir sér hvers vegna
hann hafði lengi svona veigamik-
ið hlutverk í hugum kristinna
manna. Þar á Biblían einungis
litla sök og verður fyrst litið á
vitnisburð hennar.
Í upphafi Jobsbókar segir frá því
„að synir Guðs komu til þess að
ganga fyrir Drottin, og kom Satan
og meðal þeirra“. Nafnið Satan
merkir „ákærandinn“ á hebresku
og það er einmitt hlutverk hans í
sögu Jobs; hann sakar Job um að
elska Guð einungis vegna þess að
Guð hafi verið honum góður. Guð
hlustar á ákærandann og leggur
ýmsar þrautir á Job til að reyna
trú hans. Þessi uppruni Fjandans
er nokkuð á skjön við það
hlutverk sem hann fékk síðar í
augum kristinna manna. Þarna er
hann hluti af liðssveit Drottins
þótt hans starf sé kannski ekki
það geðslegasta.
Þegar Nýja testamentið var
samið eftir daga Krists var Satan
nefndur diabolos á grísku, en það
merkir „rógberi“. Þetta er ástæða
þess að hann er stundum kallaður
rækallinn á íslensku, en á 18. öld
notaði fólk fremur hina eldri
orðmynd, „rægikall“. Á miðöldum
er talað um „hinn raga karl“ og
greinilega átt við Satan þannig að
orðið gæti verið gamalt í íslensku
þótt það finnist ekki á bók fyrr en
tiltölulega seint.
Þetta er grunnhugmyndin á bak
við Fjandann. Hann er ákærandi
og rógberi, en hvern ákærir
hann? Satan beinir óvild sinni
ekki að Guði; hann er fyrst og
fremst fjandmaður mannkynsins,
saksóknari Drottins sem krefst
þess að mannfólkið sanni hollustu
sína við hann eða hafi verra af.
Staða djöfulsins í kristinni trú er
hins vegar gerólík því veigalitla
hlutverki sem hann hafði við
hirð Guðs í Gamla testamentinu.
Kristni er að því leyti skyldari
fornpersneskum trúarbrögðum
þar sem til er guð hins illa og
hann er öflugur mótstöðumaður
hins góða guðs. Í kristni var
Djöfullinn skilgreindur sem
fallinn engill og uppreisnarmað-
ur gegn Guði. Höggormurinn í
Paradís var gerður að holdgerv-
ingi hans og Satan var meira
segja stundum ruglað saman við
filistínska guðinn Beelzebub, eða
„flugnahöfðingjann“.
Þessi tvíhyggja var frá
upphafi hluti af kristnum
boðskap, en kristnir rétttrúnað-
armenn litu samt aldrei á
Pokurinn sem jafnoka guðs. Þeir
höfðu sérstakar áhyggjur af því
að fólk færi að ofmeta Skrattann
og gera hann að fullkominni
hliðstæðu Guðs – það fólk var
álitið djöfladýrkendur og gat
týnt lífinu ef yfirvöld náðu til
þess.
Villutrúarmenn miðalda trúðu því
að Guð hefði átt tvo syni, hinn
uppreisnargjarna Satanael og
Jesúm Krist. Samkvæmt þeirra
kokkabókum var Satan eldri
sonurinn og höfðingi þessa heims.
Kristur hefði hins vegar vald yfir
sálum mannanna sem væru ekki
þessa heims. Af þessu leiddi
fyrirlitningu á jarðlífinu sem
færi fram í skuggadal Satans og
væri prísund sálarinnar.
Í bók Jesaja (14:12) í Gamla
testamentinu er konungur
nokkur í Babylon áminntur fyrir
dramb og kallaður Lucifer,
„ljósberinn“ sem er tilvísun í
plánetuna Venus. Fljótlega fundu
kristnir menn líkindi með hinni
föllnu stjörnu og djöflinum og
gerðu Lúsífer að einu af nöfnum
skrattans. Þá skipti litlu máli að
ljósberinn kemur víða fyrir í
Biblíunni og þá oftast sem
pláneta en ekki sem Fjandinn.
Lúsífer varð mikilvægur hluti af
kristinni heimsmynd þrátt fyrir
að hann sé ekki í hinni helgu bók
nema fyrir þýðingarmistök. Á
slíkum grundvelli getur trú
mannanna stundum byggt.
Rækallinn
Þörf kristinna manna fyrir
Djöfulinn virðist raunar fara
minnkandi, en það er vert
að velta því fyrir sér hvers
vegna hann hafði lengi svona
veigamikið hlutverk í hugum
kristinna manna.