Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.08.2007, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 25.08.2007, Qupperneq 22
Tók trúarbragðapróf á netinu. Það var fremur heimskulegt – bæði prófið sjálft og eins að eyða tíma í að svara því. Niðurstaðan var þessi: Hvaða trúarbrögðum tilheyrir þú? Svör þín sýna að þú ert búdda- trúar. Búdda 83% Lúterstrú 67% Trúarleit 67% Guðleysi 33% Hindúatrú 17% Gyðingdómur 17% Frelsunartrú 0% Kaþólsk trú 0% Íslam 0% Ekki er ég nú alveg sammála niðurstöðunum. Hins vegar geta þær komið sér vel ef ég verð ein- hvern tímann yfirheyrður um trú- arskoðanir mínar. Þá get ég svarað: Ég er 17% hindúi. Ungi maðurinn sem er viðskipta- ráðherra biður veitingamenn vinsamlegast að skila virðis- aukaskattinum sem þeir stálu blygðunarlaust frá neytendum og stungu í eigin vasa. Mig langar til að benda þessum greindarlega pilti á dásamlegt atriði í mynd eftir tékkneska snillinginn Milos Forman sem útskýrir mannlega náttúru – en hana þurfa stjórn- málamenn að þekkja – betur en gert verður með mörgum orðum. Myndin heitir „Slökkviliðsball- ið“ og þar segir frá slökkviliði í smáþorpi sem heldur fjáröflunar- skemmtun. Meðal skemmtiatriða er tombóla og aðalvinningurinn á tombólunni er reykt svínslæri. Vinningarnir eru hafðir til sýnis á langborði inni í félagsheimilinu. Hefst nú gleðskapurinn en skyndi- lega slökkna öll ljós. Rafmagnið er farið. Eftir drykklanga stund hefur slökkviliðsstjórinn náð að skrúfa öryggin í aftur og ljósin kvikna. Þá vill svo til að búið er að stela öllum tombóluvinningunum af langborð- inu – nema svínslærinu. Slökkvi- liðsstjóranum sárnar þetta lúalega athæfi sveitunga sinna og flytur innblásna ræðu um heiðarleika og traust. Hann segist ætla að gefa öllum þjófunum tækifæri til að bæta ráð sitt. Ljósin verði slökkt aftur í eina mínútu svo að hver og einn geti skilað þýfinu aftur á borð- ið. Ljósin er slökkt og það heyrist skarkali í myrkrinu. Mínútan líður. Ljósin kvikna aftur. Allra augu beinast að borðinu. Þar hefur sú breyting orðið að nú er líka búið að stela svínslærinu. Núna standa yfir miklir tónleik- ar í Laug- ardal í boði Kaupþings. Á morgun er mar- aþonhlaup í boði Glitnis þótt ég skilji ekki alveg hvernig maður getur farið að því að hlaupa í boði einhvers. Þetta er sjálfsagt vel meint en með því að setja upp svona svakalega viðburði eru bankarnir að drepa niður menningarlíf. Allt framtak einstaklinga og félagasam- taka bliknar í samanburði við birt- una af gulli milljarðamæringanna. Og hvar endar þessi barnaskapur? Jólin í boði Baugs? Áramót í boði ÁTVR? Nýársdagur í boði Lyfju? Hógværð þurfa þeir að temja sér, drengirnir í mormónatrúboðaföt- unum. Lítillæti hæfir ungum mönn- um best, sagði Björnstjerne Björn- son og hann vissi hvað hann söng. Mikil vonbrigði. Ég horfi sjaldan á sjónvarp en fyrir löngu var ég búinn að ætla mér að sjá frönsku kvikmyndina sem sýnd var í sjón- varpinu í kvöld. „Rivières pour- pres“ eða „Blóðrauðar ár“ heitir myndin og er byggð á samnefndri bók eftir Jean-Christophe Grangé. Þetta er ekkert sérstaklega merkileg bók en þetta er samt fyrsta bókin sem ég las eftir að ég einsetti mér að læra loksins þetta dásamlega tungumál, frönskuna. Auðvitað hlakkaði ég til að heyra úrvalsleikara fara með setn- ingar úr bókinni sem ég staul- aðist gegnum með svo miklum erfiðismunum. Vonbrigðin voru því mikil og ég trúði varla mínum eigin eyrum þegar það kom á dag- inn að Ríkisútvarpið kaus að sýna þessa frönsku mynd MEÐ ENSKU TALI! Hvers konar dómadags plebbaskapur er þetta? Bý ég á Íslandi eða í Alabama? Reykjavík eða Red River? Rík- isútvarp, menningarhlutverk á menningarnótt, blablabla! Eftir kvöldmatinn tók ég á mig rögg og sauð sultu úr ribsberjum. Fjögur kíló sem frú Sólveig tíndi. Þrátt fyrir meinta alheimshlýnun voru ribsberin smærri en í fyrra, Haust: sultugerð og fjárhættuspil Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá því hvernig sumri hallar, vetrar- forða er safnað með sultugerð og fjárhættuspili, skólar hefjast, ferðalangar snúa heim og RUV-sjónkinn slær met í plebbaskap.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.