Fréttablaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 23
hvernig svo sem stendur á því. Sultugerðinni fylgir notaleg til- hugsun um að vel gangi að safna forða í búið til vetrarins og ofurlít- il angurværð yfir því að sumarið skuli vera á förum. Í dag var hátíð í bæ. Krummi okkar kom heim frá Ameríku eftir þriggja vikna ferðalag. Hann fór að heimsækja Patrick vin sinn sem býr í New York-ríki og stund- ar nám við Cornell-háskólann. Þeir Patrick og Krummi kynntust í hitteðfyrra þegar þeir voru báðir skiptinemar í Brasilíu. Patr- ick kom í heimsókn til okkar í fyrravetur og núna langaði Krumma að endurgjalda honum heimsóknina. Ég er ekki í nokkrum vafa um að stofnanir eins og AFS sem gangast fyrir nemendaskiptum milli landa fyrir ungmenni á menntaskólaaldri vinna gífurlega gott og mikilvægt starf. Það er þroskandi fyrir krakka að kynn- ast ólíkum menningarheimi og öðrum lifnaðarháttum en hinum mjúku þægindum hér heima. Krummi er mjög ánægður með ferðina til Bandaríkjanna. Það er gott, því að heimska og glæpir þeirra sem stjórna því landi leiða gjarna til þess að fólk ályktar að þjóðin sé öll geðvillt og vangefin, sem er mikill misskilningur. Það er ótrúlegt hvað endirinn á þessari bók ætlar lengi að ganga mér úr greipum. Við hvert orð sem ég skrifa færist endirinn fjær. Samt skal ég ljúka þessu á næstu dögum áður en ég geng af göflunum að sitja hér í einangrun í kjallaranum. Andri og Krummi eru að byrja í skólanum. Þeir eru komnir mis- langt á menntabrautinni. Andri ákvað að færa um set og er byrjaður í Landakoti. Honum líst mjög vel á sig þar en auðvitað er það krefjandi og stressandi verkefni að byrja í nýjum skóla. Krummi er að byrja síðasta vet- urinn sinn í Kvennaskólanum. Ég kíkti á stundatöflurnar þeirra. Mér sýnist að Andri, sem er níu ára, muni hafa helmingi meira að gera en Krummi í vetur. Hlutabréfin mín halda áfram að stíga í verði eftir hina fyrirsjáanlegu dýfu sem þau tóku í hinni vik- unni. Ekki skil ég hvernig hægt er að banna fjár- hættuspil en leyfa hluta- bréfaviðskipti. Í fótbolta- getraunum borgar maður fyrir að fá að spá um frammistöðu knatt- spyrnufélaga. Ef maður reynist sannspár græðir maður en tapar annars. Í Kauphöllinni gilda sömu lögmál. Maður veðjar á veraldargengi fyrirtækis með því að kaupa í því hlut. Svo bíður maður bara og fyrirtækið og þar með hlutabréfin hækka eða lækka í verði nákvæmlega eins og knattspyrnulið ferðast upp eða niður á stigatöflunni. Um hlutabréfaviðskipti eru til óteljandi þykkar bækur því að sumir vilja meina að getan til að spá um þróun sem verður í fram- tíðinni á hlutabréfamarkaði bygg- ist á þekkingu en ekki heppni. Þetta getur vel verið rétt en ég veit ekkert um hlutabréf og er búinn að græða 30% á árinu. Það er samt engin hætta á að ég verði ríkur af hlutabréfum. Til þess kem ég með of litla peninga að spilaborð- inu og af því litla útsæði sem ég á þarf ég að taka peninga til lífs- fram- færis. Kannski ég reyni að leita upp Hreiðar í Kaupþingi og biðja hann að lána mér hundrað milljónir svo að ég geti gerst fjárhættuspilari að atvinnu. Alltaf gaman að breyta til. Verðdæmi VW Polo, nýskráður: 18.6.2004 Ekinn 57 þús. km - Verð 990.000 kr. aðeins16.162 kr. á mán. í 72 mánuði. Verðdæmi Skoda Fabia, nýskráður: 28.1.2004 Ekinn 32 þús. km - Verð 950.000 kr. aðeins15.531 kr. á mán. í 72 mánuði. Nú býður Bílaþing HEKLU nokkra vel valda bíla með sumar- og vetrardekkjum á einstökum kjörum. Viðskiptavinir munu að auki fá glæsilega Hewlett Packard fartölvu. HP Pavilion dv6331 Örgjörvi: AMD Turion 64 X2 1,8 GHz (dual core) Vinnsluminni: 2 GB Skjár: 15,4" WXGA Harður diskur: 160GB SATA Geisladrif: Lightscribe dual layer DVD skrifari Minniskortalesari: 5 í 1 Vefmyndavél og fjarstýring Skjástýring: Nvidia GeForce Go 7200, allt að 256 MB Stýrikerfi: Microsoft Windows Vista Home Premium Glæsilegur hugbúnaðarpakki 2ja ára ábyrgð frá Opnum kerfum Listaverð: 119.900 kr. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA - 0 7 -1 2 0 5 Númer eitt í notuðum bílum 100% lán Opið mánudaga–föstudaga kl. 10–18 og laugardaga kl. 12–16 Laugavegur 174 | Klettháls 11 Sími 590 5040 FRÁ 15.500 kr. Á MÁNUÐI BÍLL + TÖLVA Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.