Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 24

Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 24
Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. „Ef ég þyrfti að velja milli þess að fara á fund hjá stærstu kvikmyndaverunum eða skipta um bleiu myndi ég frekar velja bleiurnar.“ Elskulegur faðir minn, afi, bróðir og mágur, Elías Júlíusson Keldulandi 21, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudag- inn 20. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 29. ágúst kl. 13.00. Sigríður Drífa Elíasdóttir Steindór Snær Ólason Kári Vilberg Atlason Ragnar Elíasson Olga Steingrímsdóttir Bjarney Runólfsdóttir og aðrir aðstandendur. Afmæli Í tilefni merkra tímamóta tökum við á móti gestum í Árbliki laugardaginn 25. ágúst nk. eftir kl. 20.00. Allir velkomnir Össi frá Gröf og Stína frá Breiða Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingunn S. Jónsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum mánu- daginn 20. ágúst. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju, þriðjudaginn 28. ágúst kl. 15.00. Jóna Gróa Sigurðardóttir Guðmundur Jónsson Mattína Sigurðardóttir Sigurjón Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, Lilja Sigrún Óskarsdóttir áður til heimilis á Skógtjörn, Álftanesi, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði, miðvikudaginn 22. ágúst. Auðbjörg Eggerstdóttir Sigurður Eggertsson Klemenz Eggertsson Erla Stringer og fjölskyldur. Viðeyjarhátíð verður hald- in í annað skiptið í dag og að þessu sinni verður hundrað ára afmælis þorpsins í Viðey minnst með því að skapa ósvikna þorpsstemningu. Dagskráin stendur frá tólf á hádegi til miðnættis en í þorpinu verður fjölbreyttur útimarkaður með íslensku grænmeti, kryddum, sjáv- arfangi og handverki. Tæki- færiseldhúsið „Alveg millj- ón“ selur gestum grillað góðgæti en Viðeyingafélag- ið verður með kaffisölu í Vatnstankinum. Eitthvað verður um að vera fyrir alla aldurshópa. Til dæmis geta börnin spreytt sig í þrautakóngi. Þeir sem vilja geta gætt sér á hátíðarmáltíð í Við- eyjarstofu milli 18 og 22 en klukkan níu verður sleg- ið upp heilmiklu dansiballi á palli við Viðeyjarstofu. Þar stígur Þjóðdansafélag Reykjavíkur dans og Harm- onikkufélagið Hljómar spil- ar fyrir dansi. Hátíðin markar enda- punktinn á sumardagskrá Viðeyjar þetta árið en dag- skrá hátíðarinnar er ókeyp- is utan ferjutolls. Viðeyjarhátíð AFMÆLISBÖRN Í tilefni 200 ára fæðingarafmælis Jónasar Hallgrímssonar, opnar í dag samsýning tuttugu og eins listamanns í Ketilhúsinu á Akureyri. Sýningin er hluti af menningarhátíðinni Akureyr- arvöku sem nú stendur yfir norðan heiða. Þórarinn Blöndal myndlistarmaður átti hugmyndina að sýningunni og er jafnframt sýningarstjóri. „Ég hef mik- inn áhuga á lífi og störfum Jónasar og mér finnst þessi sýning tilvalin leið til að heiðra minningu þessa merka skálds,“ segir Þórarinn sem hafði sam- band við listamennina í byrjun árs. Birtingarform verkanna hafa sum hver komið á óvart að sögn Þórar- ins, enda mörg og fjölbreytt. „Þetta eru bæði kvæði, sögubrot, skúlptúr- ar, málverk, myndbönd og innsetning- ar,“ segir Þórarinn sem segir sýning- una fyrst og fremst vera til heiðurs Jónasi. „Eina skilyrðið var að verkin yrðu samtal við eða um Jónas, annars fengu listamennirnir frjálsar hendur og efn- istök,“ segir Þórarinn sem segir titil sýningarinnar, „Skyldi ég vera þetta sjálfur?“ hafa komið upp í samtali við Megas, sem er einn þeirra listamanna sem taka þátt í sýningunni. „Jónas Hallgrímsson safnaði og orti margar svokallaðar veðurvísur og titill- inn kemur frá einni slíkri,“ segir Þórar- inn og vísar í niðurlag tiltekinnar vísu sem er: „Skjögra ég eins og skorinn kálfur, skyldi ég vera þetta sjálfur“. Við opnunina mun Þórarinn Hjart- arson flytja kvæði Jónasar og dúóið Aurora Borealis, skipaður þeim Mar- gréti Hrafnsdóttur, sópransöngkonu og Ólöfu Sigursveinsdóttur, sellóleik- ara, flytja tónlist tileinkuð Jónasi. Að sögn Þórarins er val á sýninga- staðnum Akureyri engin tilviljun. „Jónas var sjálfur Norðlendingur, frá Hrauni í Öxnadal svo okkur Ey- firðingum finnst við eiga svolítið í honum,“ segir Þórarinn hlæjandi. Ásamt sýningunni um Jónas eru að sögn Þórarins mjög margar mynd- listasýningar sem opna í Listagilinu í dag og fjöldinn allur af myndlistar- fólki í bænum. „Það er mikið líf og fjör um þess- ar mundir og jafnvel örlítill vísir að myndlistarhátíð,“ segir Þórarinn og bætir við að sýningin standi fram yfir afhendingu á íslensku Sjónlistaverð- laununum sem veitt verða á Akureyri í lok september. Eftirtaldir listamenn munu taka þátt í sýningunni: Aðalheiður S. Eysteins- dóttir, Arna Valsdóttir, Áslaug Thorlac- ius, Birgir Snæbjörn Birgisson, Finnur Arnar, Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Helgi Þórsson, Hlynur Hallsson, Hulda Há- konardóttir, Ilmur Stefánsdóttir, Jón Garðar Henrysson, Jón Laxdal, Jón Sæmundur Auðarson, Jóna Hlíf Hall- dórsdóttir, Jónas Viðar, Joris Radema- ker, Megas, Margrét H. Blöndal, Pál- ína Guðmundsdóttir, Ragnar Kjartans- son og Þorvaldur Þorsteinsson. Sýningunni hefur verið vel tekið á Akureyri og að sögn Þórarins er Ak- ureyrarbær meðal styrktaraðila. Sýn- ingin opnar í dag kl.14 í Ketilhúsinu í Listagilinu og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13:00 og 17.00. Sýn- ingunni lýkur helgina 21.-23. sept. þegar íslensku Sjónlistaverðlaunin verða veitt á Akureyri. Stífla sprengd í mótmælaskyni

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.