Fréttablaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 28
H
var hittust þið
fyrst og hverjar
eru ykkar minn-
ingar um þann
fund? Ef þið yrðuð
að skipta um hlut-
verk í einn dag – hvað mynduð þið
gera í líkama hvors annars?
Páll Ásgeir: Já, ég man eftir því.
Ég tók eitt sinn viðtal við Sveppa.
Hvaða ár var það?
Sveppi: Í nóvember 2003. Þegar
nýbúið var að velja mig sjónvarps-
mann ársins.
Páll Ásgeir: Eða, þú varst nýbúinn
að láta þjóðina velja þig sem sjón-
varpsmann ársins.
Sveppi: Stóra svindlmálið – þetta
var alveg yndislegur tími. Ég hef
nú ekki rekist mikið á hann síðan
þetta var, en ég veit alltaf hver
hann er og hugsa með sjálfum mér
þegar ég sé hann: „Já, þetta er
gæinn sem tók við mig viðtal,
alveg rétt – hvað, helvíti veit hann
mikið. Já, þetta er greinilega eng-
inn vitleysingur.“
Páll Ásgeir: Ég veit svo sem ekki
hvort ég myndi gera eitthvað
annað í líkama Sveppa en það sem
ég er vanur – fara út að hlaupa og
svo framvegis. En jú, jú, ég myndi
sjálfsagt líka hlaupa niður Lauga-
veginn og hrella fólk.
Sveppi: Bara svo þú vitir það þá er
ekki mikið hægt að gera með þenn-
an líkama. Hann er ekki hannaður
til margs, nema einmitt bara að
fíflast. En af því ég veit að Páll
Ásgeir er göngugarpur og hefur
gengið allan fjandann myndi ég
líklega ganga upp á eitthvert gott
fjall. Ég er nefnilega svo latur að
ganga að ég þarf kannski bara eitt
gott spark í rassinn og þá myndi
þetta byrja að rúlla. Getur það
verið?
Páll Ásgeir: Já, það er málið. Byrja
á einu fjalli. Esjan er fín. Þú ert
kannski klukkutíma að fara upp að
steinunum. Nema harðjaxlarnir
sem nota Esjuna til að þjálfa sig –
þeir fara svona tvo, þrjá hringi,
upp og niður að steinunum – hlaup-
andi.
Sveppi: Bara upp og niður
Esjuna?
Páll Ásgeir: Já.
Sveppi: Fyrir hvað eru þessir menn
að þjálfa sig? Kenýa-maraþonið?
En já, ég myndi líka fara á tónleika,
því hann er svo hávaxinn. Ég myndi
sjá svo vel á sviðið.
Páll Ásgeir: Ég er fimmtugur svo
hvað haldið þið eiginlega að ég sé
búinn að fara oft í bíó? Samt heyri
ég í hverri einustu bíóferð, þegar
ég er sestur, fólkið fyrir aftan mig
segja: „Eigum við að færa okkur?
Sérð þú eitthvað?“
Hefjum svo leika á kjúklingi. Hann
er orðinn vinsælli á borðum þjóðar-
innar en lambakjötið. Hafið þið
ykkar eigin skýringar á þessari
þróun? Hvort mynduð þið taka
með ykkur gám af kjúklingi eða
lambi á eyðieyju? Hvað finnst
ykkur almennt um mataræði þjóð-
arinnar?
Sveppi: Á mínu heimili er kjúkl-
ingur mun vinsælli, enda hægt að
matreiða hann á svo margan hátt.
Páll: Þetta er ekki þróun sem
kemur mér neitt sérstaklega á
óvart, enda heilsutengt – minni
fita í kjúklingi og allt það. Líklega
tengt heilsuæðinu.
Sveppi: Svo er líka svo gott að
narta bara í hráan kjúkling á
kvöldin og svona.
Páll: Já, já. Á eyðieyjuna held ég
að ég myndi taka með mér lamba-
kjöt því öfugt við kjúklinginn er
hægt að borða það hrátt.
Sveppi: Góður punktur. Mætti ég
taka með mér lifandi kjúkling?
Bara svo mér skyldi ekki leiðast?
Páll: Hvað mataræði þjóðarinnar
varðar sýna tölur að við stefnum
sömu leið og Ameríkanar. Offita
fer að verða eitt stærsta heilsu-
farsvandamál þjóðarinnar. Tut-
tugu til þrjátíu prósent þjóðarinn-
ar þjást af offitu og maður þarf
ekki annað en að fara hér upp á
næsta götuhorn til að sjá að þetta
er rétt.
Sveppi: Maður rekst á feitabollu
allavega einu sinni á dag.
Páll: Við áttum frábært tækifæri
til að lýsa Ísland McDonald‘s Free
Zone á heimsvísu, en við slepptum
því. Ég hef aldrei farið inn á
McDonald‘s á ævinni og mun
aldrei gera.
Sveppi: Og þess vegna er hann
líka gangandi upp á fjöll – annað
en ég sem dett þarna inn öðru
hvoru. Dóttir mín hrópar upp
„McDonald‘s!“ þegar við keyrum
framhjá. Þetta heitir skyndibiti og
maður fer þarna inn stundum
þegar mikið hefur verið að gera
og maður er nýbúinn að sækja í
leikskólann og er svo að hlaupa í
eitthvað annað fljótlega.
Hvað gerir Páll Ásgeir þegar allt
er í pati og hann hefur ekki tíma?
Þetta er svona gæi sem sýður sér
eitt ýsuflak og slafrar því í sig.
Páll Ásgeir: Það eru til hollir
skyndibitar – sem eru búnir til úr
alvöru mat. Það er til dæmis hægt
að fá sér Subway ef þú vilt að ég
nefni vörumerki. Við erum hins
vegar að taka þátt í því að gera
allar höfuðborgir heimsins eins
með því að leyfa McDonald‘s,
Burger King og fleiri stöðum að
vaða yfir okkur.
Nú eru bankarnir nýbúnir að halda
veglega tónleika þar sem helstu
listamenn þjóðarinnar tróðu upp.
Hefðuð þið viljað sjá þessum pen-
ingum eytt á annan hátt í nafni
bankans? Hvert var besta atriðið?
Hvað olli vonbrigðum?
Sveppi: Var þetta ekki ágætis hug-
mynd bara?
Páll Ásgeir: Þetta samband við-
skiptavinar og banka er flókið.
Þeir okra á okkur og við leyfum
þeim það. Skuldir heimilanna eru
að aukast og bestu viðskiptavinir
bankanna eru þeir sem skulda
mest. Og þeir sem eru að draga á
eftir sér mörg hundruð þúsund
króna yfirdráttarheimild, sem
þeir borga 20 prósenta vexti af –
ef þið vissuð það ekki – þeir eru
allra bestu viðskiptavinirnir. Og
það er fólkið sem stendur undir
þessum tónleikum.
Sveppi: Þannig að þetta voru í
rauninni ekki fríir tónleikar.
Páll Ásgeir: Nei, það væri mjög
mikil einföldun að segja það, því
það voru þeir alls ekki. Ég held að
það besta sem bankinn geti gert
fyrir viðskiptavini sína sé að gefa
þeim góð kjör og lága vexti. En
bankinn getur ekki haft vit fyrir
fólki. Það er jafnmikið manns
eigið mál og bankans að ganga
með myllustein um hálsinn í formi
himinhás yfirdráttar.
Sveppi: Mann sundlar þegar
maður heyrir af bönkum sem
kannski fyrsta ársfjórðung hafa
hagnast um einhverja 15 millj-
arða.
Páll Ásgeir: Einmitt – og þá réttir
einhver smælingi upp höndina og
spyr: „En getið þið þá ekki lækkað
vextina hjá okkur sem skuldum
ykkur svona mikið?“ Bankarnir
segja nefnilega að einstaklings-
viðskipti séu orðin svo lítill hluti
af viðskiptum bankans að þau
skipti nánast engu máli fyrir
reksturinn. Sannleikurinn er hins
vegar sennilega sá að það eru samt
einmitt smælingjarnir sem standa
undir hagnaðinum. Einhvers stað-
ar í myrkviðum bankans drögum
við hjólið sem knýr þetta áfram.
En það vilja bankarnir ekki viður-
kenna.
Sveppi: Mér heyrist þessi maður
hafa mun sterkari skoðanir á
þessu en ég. Ég missti af báðum
tónleikunum en pabbi sagði að
Bubbi hefði verið bestur og Stuð-
menn verstir. En Stuðmenn hafa
örugglega ætlað sér þetta – þú
Sjáum feitabollu einu sinni á dag
Páll Ásgeir Ásgeirsson tók viðtal við Sverri Þ. Sverrisson, betur þekktan sem Sveppa, þegar sá síðarnefndi var valinn sjónvarps-
maður ársins. Sveppi hefur stundum séð Pál Ásgeir síðan þá, til að mynda í spurningaþætti, og oft verið hvumsa yfir því hvað
Páll Ásgeir veit mikið. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti félagana og ræddi við rithöfundinn og skemmtikraftinn um Stuðmenn,
Veðurstofueinelti og sýslumanninn á Selfossi.
Sveppi: Maður
hlustar á textana
hans og pælir
virkilega í þeim.
Hann er bestur
í heimi að nota
erlend tökuorð,
búa til nýyrði og
svo framvegis.
Páll: Og allar
kynslóðir sem á
eftir koma læra
texta Megasar og
nýyrðin. Þetta er
maðurinn sem
kenndi okkur
að segja spáðu í
mig og smælaðu
framan í heim-
inn. Maður sér
ekki Sigur Rós
leika þetta eftir.
Sveppi: Attsjú-ú.
Páll: Nei, það er
ekki alveg eins.
Sveppi. Sææææ-
ljón.