Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 29

Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 29
segir ekkert Jakobi Frímanni og Agli Ólafs hvað þeir eiga að gera. Páll Ásgeir: Sumt af því sem Kaup- þing bauð upp á var mjög vont og annað mjög gott. Svo eiga lista- menn misgóða daga. Stuðmenn áttu ekkert sérstaklega góðan dag. Atriðið var eins og klippt út úr myndum sem þeir hafa búið til – eins og þetta væri í raun atriði úr Með allt á hreinu. Það vantaði bara blátt reiðhjól á sviðið. En tónleik- arnir á Miklatúni voru frábærir. Og þar bar Megas af. Hann hefur þetta snillingseinkenni að hann fer bara upp á svið og gerir það sem hann vill. Honum er alveg nákvæm- lega sama hvað okkur finnst. Sveppi: Maður hlustar á textana hans og pælir virkilega í þeim. Hann er bestur í heimi að nota erlend tökuorð, búa til nýyrði og svo framvegis. Páll Ásgeir: Og allar kynslóðir sem á eftir koma læra texta Megasar og nýyrðin. Þetta er maðurinn sem kenndi okkur að segja spáðu í mig og smælaðu framan í heiminn. Maður sér ekki Sigur Rós leika þetta eftir. Sveppi: Attsjú-ú. Páll Ásgeir: Nei, það er ekki alveg eins. Sveppi: Sææææljón. Störf ykkar snúast oft á tíðum um það að skoða samfélagið – hvað er það allra, allra fyndnasta við íslenskt samfélag að ykkar mati? Ef þið yrðuð dæmdir til samvista við einhverja opinbera manneskju í heilan dag (án frímínútna) – sem þið þekkið ekki persónulega – hvaða manneskja yrði fyrir val- inu? Páll Ásgeir: Mér finnst Íslending- ar oft mjög fyndnir. Það er stuttur í okkur kveikurinn – við stökkvum upp á stól og það verða allir vit- lausir yfir einhverri Grímseyjar- ferju í nokkra daga. Það mál hefur farið nokkra hringi núna og hefur oft verið óbærilega fyndið en það er samt engin lausn í sjónmáli. Líklegt er að þegar kúlunni er kastað svona oft á milli þagni málið á endanum en á meðan á því stend- ur eru allir alveg ofboðslega æstir og með mikla réttlætiskennd. En við vitum öll innst inni að þetta breytir engu og það sem við segj- um um þetta mál og þá sem eru ábyrgir skiptir engu máli. En mér þykir mjög vænt um Íslendinga og þeir eru nákvæmlega eins og ég vil hafa þá. Sveppi: Mér finnst mótmælendur mjög fyndnir. Ég einhvern veginn skil ekki það að mótmæla. Mér finnst bara svo plebbalegt að hugsa til einhvers fólks sem er heima hjá sér að búa til skilti: (Sveppi hefur upp raust með leik- rænum verkalýðstilburðum): „Hvað eigum við að láta standa á því? – Já, láttu standa á því bara að við látum ekki bjóða okkur þetta!“ Er fólkið að tússa þetta í reiði við stofuborðið hvetjandi hvert annað? „Já, skrifum þetta! Látum þá hafa það!“ Og svo verður aldrei neitt úr þessu. Ekki nema þá eitthvað sem maður getur næstum því bara gefið selbita og þá hverfur það. Íslensk mótmæli verða eitthvað svo plebbaleg versus mótmæli til dæmis úti í Frakklandi þar sem vörubílstjórar taka sig saman og liggja bara á flautunni í sólarhring og segja svo upp – allir. Af hverju er útlenskt fólk – sem býr erlendis – bara í einhverju landi – af hverju fer það í flugvél til Íslands til að mótmæla álveri sem á að byggja einhvers staðar í rassgati? Af hverju er þetta fólk ekki bara að mótmæla því að það sé ekki til vatn í Afríku eða hungursneyð í Eþíópíu? Aldrei myndi ég, ef það væri eitthvað vesen í Belgíu, segja bara: „Pakkaðu, elskan mín, við verðum að fara að fljúga til Belgíu, það er verið að reisa einhverja risaverksmiðju þarna þar sem ein- hver bóndabær stóð áður.“ Hverj- um er ekki sama? Fljúga yfir Atl- antshafið, keyra frá Keflavík – er ekki í lagi með þetta lið? Páll Ásgeir: Um þetta ætla ég ekki að segja annað en að heimurinn er þorp. Sveppi: En ef ég ætti að velja mér manneskju til að hitta og eyða tíma með heilan dag yrði það sýslumað- urinn á Selfossi. Hann er Stones- aðdáandi. Páll Ásgeir: Þetta segirðu bara af því þú þekkir hann ekki. Sveppi: Ha ha. Já, hann á fullt af Stones-dóti, hefur hitt Mick Jagger og veit allt um þá. Ég væri alveg til í að drekka kaffi með honum. Páll Ásgeir: Sko, það er hægt að taka trúðinn á þetta og nefna bara einhvern hæfilega skrítinn en ef maður á að svara þessu í alvöru þá finnst mér, af því fólki sem ég hef hitt um ævina, ég yfirleitt læra mest af þeim sem vinna skapandi störf. Ég held ég myndi vilja eyða einum degi með manni eins og Kristni Sigmundssyni eða ein- hverjum óperusöngvara. Eða ein- hverjum rithöfundi. Ég held það væri gaman að sitja á vinnustofu Einars Kárasonar einn dag og horfa yfir öxlina á honum og sjá hvernig hann fer að þessu. Sveppi: Ég myndi ekki vilja horfa á sýslumanninn vinna og horfa yfir öxlina á honum: „Rosalega eru þetta áhugaverðir pappírar hér, einmitt. Er það svona sem þú ferð að þessu?“ Páll Ásgeir: „Bíddu já, er þetta þvagleggurinn?“ Það mál er reynd- ar stórfyndið líka. Að lokum. Eineltið á Veðurstofunni er ein af fréttum síðustu vikna. Hafið þið horft upp á einelti á vinnustað eða orðið fyrir slíku? Hvað er best að gera þegar það er ekki einfaldlega hægt að hringja bara í foreldrana? Sveppi: Þetta er það fyndnasta sem ég hef heyrt á ævinni heyrt. Ef þú ferð í veðurfræði þá geturðu líka bara skráð þig strax í Regn- bogabörn. Þetta eru fordómar í mér en ég sé fyrir mér tíu nörda sem eru að pæla í einhverjum skýjum og leggja einhvern einn nördinn í einelti. Ég væri til í að sjá bíómyndina. „Dapri veður- fræðingurinn.“ Fullorðið fólk á veðurstofu að leggja einhvern í einelti? Hvernig atvikast svona? Páll Ásgeir: Ég get verið sammála honum að mörgu leyti. Þetta mál er í eðli sínu fyndið og maður ein- hvern veginn bjóst síður við því að fólk með jafnlangt háskólanám að baki myndi stytta sér stundir við það í vinnunni að einelta hvert annað. En einelti er auðvitað and- legt fyrirbæri og snýst ekki um menntun heldur innrætingu. En það má líka halda því fram að það hafi verið svolítið hetjulegt af þessari konu að koma fram og tala um sjálfa sig sem fórnarlamb ein- eltis og ég held að þjóðin hafi líka litið á það þannig og séð hana sem hetju. Sveppi: Ef einhver myndi gera eitthvað á minn hlut myndi ég reyna að tala við viðkomandi undir fjögur augu. Páll Ásgeir: Ég hugsa að það samtal eigi sér oft stað en í svona tilvikum hefur þetta gengið eitthvað lengra. Í mínu tilviki myndi ég ljúka sam- talinu á orðunum: „Þetta var munn- leg viðvörun.“ En fullorðið fólk á að geta leyst svona mál. Ef svona mál koma upp og enda eins og á veður- stofunni er það mikill áfellisdómur yfir yfirmönnum, því þeir eiga að geta höggvið á hnútana. Sveppi: Ég myndi annars ekki nenna að vinna á skattstofunni. Páll Ásgeir: Þjónustustörf af ýmsu tagi ættu ekki við mig. Sveppi: Nei, þá gæti fólk sagt við þig: „Hvað, af hverju get ég ekki fengið hálfa gúrku?“ Þá myndir þú segja: „Nei, það er ekki hægt. Vertu úti!“ Páll Ásgeir: Nei. Það myndi víst ekki ganga. P IP A R • S ÍA • 7 15 78 Kynnist Kárahnjúkavirkjun! Végarður í Fljótsdal. Upplýsingar um Kárahnjúkaframkvæmdirnar ásamt ferðamennsku og útivist norðan Vatnajökuls. Góður viðkomustaður áður en haldið er upp á Fljótsdals- heiði. Opið alla daga kl. 9–17 til 15. október. Fljótsdalsdagur Ormsteitis Sunnudaginn 26. ágúst Víkingar, stórtónleikar með Ljótu hálfvitunum, sultukeppni og fleira á Skriðuklaustri frá kl. 14.00 til 17.00

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.