Fréttablaðið - 25.08.2007, Síða 32

Fréttablaðið - 25.08.2007, Síða 32
Hyundai i30 er bíll sem stílað- ur er inn á Evrópumarkað. i30 er fínasti bíll en það er eins og eitthvað vanti. Hvað eiga kvikmyndirnar Twins, Twin Dragon, Big Business og Parent Trap sameiginlegt? Jú, þær fjalla allar um tvíbura sem aðskild- ir hafa verið í fæðingu en mætast svo aftur á miðri lífsleiðinni. Hvernig kemur það Hyundai i30 við? Sjáið til. Einu sinni fyrir ekki svo langa löngu í fjarlægu landi er nefnist Suður-Kórea fæddust tveir bílar: i30 og cee`d. Þeim var stíað í sundur rétt eftir fæðinguna og settir í fóstur hjá tveimur bræðrum, Hyundai og Kia. Þar ólust þeir upp þangað til þeir loksins komust á götuna árið 2007 þar sem þeir, loks- ins segja sumir, mættust á Miklu- brautinni. Hyundai i30 og Kia cee`d eru nefnilega nær sami bíllinn. Nóg um það í bíli. Hyundai hefur verið í nokkurri sókn undanfarið og með nokkrum vel heppnuðum nýjum bílum hefur fyrirtækið náð að losa sig við druslustimpilinn að mestu. Bílarnir koma vel út úr bil- anakönnunum víðast hvar og það verður að segjast eins og er að þeir eru ódýrir. Nú á að nýta meðbyrinn og sækja inn á Evrópumarkað af hörku. Breyta á nafnakerfi Hyundai og fara svipaða leið og BMW, Audi, Citroën og Benz hafa farið. Nöfnin munu samanstanda af bókstaf og tölustaf og er fyrsta slíka nafnið i30. i30 fellur í flokk C-bíla, það er að segja hlaðbaka líkt og Ford Focus, VW Golf og Toyota Corolla (nú Auris). i30 er ágætlega útlítandi bíll á afskaplega látlausan hátt. Öfugt við gamla Hyundai Accent, er bíll- inn vel byggður og ber með sér að bílaframleiðandinn hafi þroskast og stefni nú á markaðshóp sem til- búinn er að eyða meira í bílana sína. Sama er uppi á teningnum inni í bílnum, látlaus og stílhrein inn- réttingin er viðkunnanleg og þó mælaborðið beri þess augljós merki að vera upprunnið í austan- verðri Asíu gengur það vel inn í heildarmyndina. i30 býður upp á ágætis aksturs- eiginleika. Hann er mýkri en syst- kin sitt cee`d án þess þó að verða á nokkurn hátt óstöðugri, eiginlega þvert á móti. Dísilvélarnar sem boðið er upp á eru sprækar en bensínvélarnar eru ekki jafn spennandi kostur. Þær eru ein- faldlega ekki nógu kraftmiklar. Stærsti galli i30 er hins vegar sjálfskiptingin. Hún er eins og eitthvað sem þeir áttu á lager og er hún illa til þess fallin að færa Hyundai upp í virðingarskalanum. Sorglegt og í raun frekar furðu- legt þar sem passað hefur verið upp á að allt annað sé í lagi. Þegar á heildina er litið er Hyundai i30 afskaplega sam- keppnishæfur bíll. Hann er hins vegar ekki mikið meira en það. Það er eins og hönnuðir Hyundai hafi vandað sig svo mikið við að gera allt rétt að þeir hafi gleymt að taka einhverja áhættu, áhættu sem gert hefði bílinn að einhverju öðru en enn einum hlaðbaknum. i30 fyrir Evrópumarkað Jeppadekk ALORKA • Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080 Betra verð á heilsársdekkjum 235/65R17, kr. 12.900 245/70R17, kr. 13.900 265/70R17, kr. 14.900 275/60R17, kr. 15.900 Úrval annarra stærða upp í 38". Felgustærð 15", 16" 17" og 18". Sendum frítt um land allt! Við mælum með míkróskurði P IPA R • S ÍA • 70753 Nánar á jeppadekk.is Ferðamannabólusetningar og ráðgjöf tímapantanir í síma: 535-7700 Læknasetrið Mjódd, Þönglabakka 1 www.ferdavernd.is ferdavernd@ferdavernd.is ferðavernd Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 FJAÐRIR OG GORMAR Í FLESTAR GERÐIR JEPPA Japan/U.S.A. G C I A LM AN N AT EN G SL - G R EY C O M M U N IC AT IO N S IN TE R N AT IO N AL Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.mazdabrimborg.is mazdabrimborg.is Skoðaðu nýjasta pallbílinn frá Mazda. Mazda BT-50. Smelltu á mazdabrimborg.is. Gerðu góð kaup. Komdu í Brimborg. Vertu Mazda. Nýr Mazda Mazda BT-50 4x4 DoubleCab. Verð frá 2.890.000 kr.* *Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara og að auki er kaupverð háð gengi. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar. Smelltu á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.