Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 33

Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 33
Afríka er flestum Frónbúum alls ókannaður heimur, en ógleymanleg paradís þeim sem til þekkja. „Töfrar Afríku felast ekki síst í litadýrðinni, því náttúran er öll í svo sterkum litum. Indlandshafið er fagurgrænt og -blátt, strend- urnar með snjóhvítum púðursandi og sólin eins og eldrauð, risavaxin kúla á fjólubláum himni við sól- setur. Þá eru innfæddir yndislega vingjarnlegir og glaðir í sinni,“ segir Inga Sólnes, eigandi Gesta- móttökunnar sem hingað til hefur staðið fyrir ráðstefnum og ferða- lögum innanlands, en færir nú út kvíarnar og býður til lúxusferðar í Watamu-þjóðgarðinn í Kenýa í september. „Við lendum í höfuðborginni Naíróbí og skoðum okkur þar um fyrsta sólarhringinn. Þaðan förum við í Masai Mara-þjóðgarðinn þar sem við verðum í fjóra daga,“ segir Inga, en þess má geta að kvikmyndin Out of Africa um ævi Karenar Blixen var að hluta tekin í Masai Mara. „Þar förum við í safari-jeppaferðir við sólarupp- rás og sólsetur til að sjá frum- skóginn vakna og sofna með sínu fjölskrúðuga dýralífi. Við gistum í tjöldum sem útbúin eru öllum hugsanlegum þægindum og verð- ir standa fyrir utan sem verja okkur fyrir hættulegri villidýrum skógarins,“ segir Inga og nefnir fíla og villihunda sem hættuleg- ustu dýrin, meðan ljón og aðrir villikettir Afríku eru jafnhræddir við manninn og maðurinn er við þá. „Frá Masai Mara förum við yfir á strönd Indlandshafsins í Watamu-þjóðgarðinn, nokkuð fyrir norðan Mombasa. Þjóðgarður- inn er friðlýstur og einkennist af friði, ró og stórkostlegri náttúru- fegurð, en ferðamannastraumur er ennþá lítill þar um slóðir. Í Watamu njótum við lífsins á fimm stjörnu hóteli við grænblátt hafið og eyðum dögunum í siglingar, sverðfiskveiðar, snorkling-köfun og fleira dásamlegt,“ segir Inga, en hægt verður að fara í skoðun- arferðir á snákabúgarð og hand- verksmarkað innfæddra, ásamt fleiru sér-afrísku að sögn Ingu. „Kenýa er fyrrum bresk nýlenda og ber þess enn glöggt merki. Kenýabúar tala góða ensku og hótelið er í ensk-afrískum stíl, með guðdómlegum mat, þjónustu og fínheitum. Það er má segja orðið uppselt í þessa ferð, en ég hygg á fleiri ferðir til Afríku á næsta ári.“ Afrísk paradísarheimt við Indlandshaf Skaftholt í Gnúpverjahreppi verður með lífrænan markað á laugardag. Lífræna búið Skaftholt í Gnúp- verjahreppi mun opna dyr sínar nú í haust eins og undanfarin fimmtán ár. Að Skaftholti er starfrækt heimili fyrir þroska- hefta sem lifa þar og starfa í sátt við náttúruna. Að Skaftholti hefur verið stundaður lífrænn búskapur allt frá árinu 1980 og er heimilið með sjálfbæra ræktun. Að Skaftholti er ræktað lífrænt grænmeti bæði úti og í gróður- húsum auk þess sem ræktað er lífrænt korn. Á laugardaginn gefst gestum tækifæri á að kynna sér starf- semina og kaupa grænmeti en auk grænmetis vinnur búið einnig sjálft mjólkurvörur til heimilisins. Á laugardaginn verður einnig veitingasala þar sem er í boðið kaffi og jurtate með heima- bakkelsi. Opið verður laugar- daginn 25. ágúst klukkan 14-17 og er Skaftholt um 5 km frá Sel- fossi. Allir velkomnir. Lífrænn markað- ur í Skaftholti Fljótsdalsdagur verður haldinn hátíðlegur á Héraði á sunnudag. Ormsteiti sem stendur yfir á Hér- aði í Fljótsdal lýkur á sunnudag með Fljótsdalsdegi. Dagurinn hefst með gönguferð um Tröll- konustíg og veiðikeppni Veiðiflug- unnar í Bessastaðaá kl. 10. Í Víðivallaskógi verða grillaðar pylsur og hellt upp á ketilkaffi í hádeginu. Eftir hádegi kl. 14. verð- ur fjölbreytt dagskrá á Skriðu- klaustri sem hefst með tónleikum Ljótu hálfvitanna en sveitin Wit- hout the Balls hitar upp fyrir Hálf- vitana. Síðan verður víkingahópurinn Rimmugýgur með bardaga og handverkssölu. Hinir árlegu Þrist- arleikar munu svo fara fram á flötunum við hús Gunnars skálds og að venju verður keppt í poka- hlaupi, fjárdrætti, steinatökum og rabarbarakasti. Auk þess er fólk hvatt til að mæta með sultur og taka þátt í sultukeppni þar sem keppt verður í tveimur flokkum; besta rabar- barasultan og aðrar sultur eða hlaup. Einnig verður lengsti rabar- barinn verðlaunaður. Hádegis- og kaffihlaðborð verð- ur hjá Klausturkaffi og gefst gest- um meðal annars kostur á að skoða sýninguna um Lagarfljótsorminn sem stendur yfir á Skriðuklaustri. Nánari upplýsingar veitir Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumað- ur Gunnarsstofnunar, í síma 471- 2990 eða 860-2985. Hálfvitar, víkingar og fjárdráttur FERÐATORG.IS1 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.