Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.08.2007, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 25.08.2007, Qupperneq 33
Afríka er flestum Frónbúum alls ókannaður heimur, en ógleymanleg paradís þeim sem til þekkja. „Töfrar Afríku felast ekki síst í litadýrðinni, því náttúran er öll í svo sterkum litum. Indlandshafið er fagurgrænt og -blátt, strend- urnar með snjóhvítum púðursandi og sólin eins og eldrauð, risavaxin kúla á fjólubláum himni við sól- setur. Þá eru innfæddir yndislega vingjarnlegir og glaðir í sinni,“ segir Inga Sólnes, eigandi Gesta- móttökunnar sem hingað til hefur staðið fyrir ráðstefnum og ferða- lögum innanlands, en færir nú út kvíarnar og býður til lúxusferðar í Watamu-þjóðgarðinn í Kenýa í september. „Við lendum í höfuðborginni Naíróbí og skoðum okkur þar um fyrsta sólarhringinn. Þaðan förum við í Masai Mara-þjóðgarðinn þar sem við verðum í fjóra daga,“ segir Inga, en þess má geta að kvikmyndin Out of Africa um ævi Karenar Blixen var að hluta tekin í Masai Mara. „Þar förum við í safari-jeppaferðir við sólarupp- rás og sólsetur til að sjá frum- skóginn vakna og sofna með sínu fjölskrúðuga dýralífi. Við gistum í tjöldum sem útbúin eru öllum hugsanlegum þægindum og verð- ir standa fyrir utan sem verja okkur fyrir hættulegri villidýrum skógarins,“ segir Inga og nefnir fíla og villihunda sem hættuleg- ustu dýrin, meðan ljón og aðrir villikettir Afríku eru jafnhræddir við manninn og maðurinn er við þá. „Frá Masai Mara förum við yfir á strönd Indlandshafsins í Watamu-þjóðgarðinn, nokkuð fyrir norðan Mombasa. Þjóðgarður- inn er friðlýstur og einkennist af friði, ró og stórkostlegri náttúru- fegurð, en ferðamannastraumur er ennþá lítill þar um slóðir. Í Watamu njótum við lífsins á fimm stjörnu hóteli við grænblátt hafið og eyðum dögunum í siglingar, sverðfiskveiðar, snorkling-köfun og fleira dásamlegt,“ segir Inga, en hægt verður að fara í skoðun- arferðir á snákabúgarð og hand- verksmarkað innfæddra, ásamt fleiru sér-afrísku að sögn Ingu. „Kenýa er fyrrum bresk nýlenda og ber þess enn glöggt merki. Kenýabúar tala góða ensku og hótelið er í ensk-afrískum stíl, með guðdómlegum mat, þjónustu og fínheitum. Það er má segja orðið uppselt í þessa ferð, en ég hygg á fleiri ferðir til Afríku á næsta ári.“ Afrísk paradísarheimt við Indlandshaf Skaftholt í Gnúpverjahreppi verður með lífrænan markað á laugardag. Lífræna búið Skaftholt í Gnúp- verjahreppi mun opna dyr sínar nú í haust eins og undanfarin fimmtán ár. Að Skaftholti er starfrækt heimili fyrir þroska- hefta sem lifa þar og starfa í sátt við náttúruna. Að Skaftholti hefur verið stundaður lífrænn búskapur allt frá árinu 1980 og er heimilið með sjálfbæra ræktun. Að Skaftholti er ræktað lífrænt grænmeti bæði úti og í gróður- húsum auk þess sem ræktað er lífrænt korn. Á laugardaginn gefst gestum tækifæri á að kynna sér starf- semina og kaupa grænmeti en auk grænmetis vinnur búið einnig sjálft mjólkurvörur til heimilisins. Á laugardaginn verður einnig veitingasala þar sem er í boðið kaffi og jurtate með heima- bakkelsi. Opið verður laugar- daginn 25. ágúst klukkan 14-17 og er Skaftholt um 5 km frá Sel- fossi. Allir velkomnir. Lífrænn markað- ur í Skaftholti Fljótsdalsdagur verður haldinn hátíðlegur á Héraði á sunnudag. Ormsteiti sem stendur yfir á Hér- aði í Fljótsdal lýkur á sunnudag með Fljótsdalsdegi. Dagurinn hefst með gönguferð um Tröll- konustíg og veiðikeppni Veiðiflug- unnar í Bessastaðaá kl. 10. Í Víðivallaskógi verða grillaðar pylsur og hellt upp á ketilkaffi í hádeginu. Eftir hádegi kl. 14. verð- ur fjölbreytt dagskrá á Skriðu- klaustri sem hefst með tónleikum Ljótu hálfvitanna en sveitin Wit- hout the Balls hitar upp fyrir Hálf- vitana. Síðan verður víkingahópurinn Rimmugýgur með bardaga og handverkssölu. Hinir árlegu Þrist- arleikar munu svo fara fram á flötunum við hús Gunnars skálds og að venju verður keppt í poka- hlaupi, fjárdrætti, steinatökum og rabarbarakasti. Auk þess er fólk hvatt til að mæta með sultur og taka þátt í sultukeppni þar sem keppt verður í tveimur flokkum; besta rabar- barasultan og aðrar sultur eða hlaup. Einnig verður lengsti rabar- barinn verðlaunaður. Hádegis- og kaffihlaðborð verð- ur hjá Klausturkaffi og gefst gest- um meðal annars kostur á að skoða sýninguna um Lagarfljótsorminn sem stendur yfir á Skriðuklaustri. Nánari upplýsingar veitir Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumað- ur Gunnarsstofnunar, í síma 471- 2990 eða 860-2985. Hálfvitar, víkingar og fjárdráttur FERÐATORG.IS1 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.