Fréttablaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 38
hús&heimili
BÓKASTOÐ
er nauðsynleg í hillurnar í barnaher-
berginu þar sem mikið er af bókum.
Barnabækur eru nefnilega af öllum
stærðum og gerðum og erfitt að
halda þeim á sínum stað í hillunni.
Þessi fallega bókastoð fæst í
Hnokkum og hnátum á Skólavörðu-
stíg og hægt er að fá snaga í stíl.
Bókastoðin kostar 1.490 kr.
barnaherbergið
„Langömmubróðir minn, Bjarni
Pálmason úr Skálavík, á að hafa
smíðað þennan skáp ásamt fleiri
húsgögnum,“ segir María Péturs-
dóttir kaup og smíðaáhugakona um
þennan forláta, fallega furuskáp
sem hún notar undir kjólana sína
og annað fínerí.
María hefur sérstakt yndi af
gömlum furuhúsgögnum og segist
deila þeim áhuga með móður sinni.
„Við höfum verið að sanka að
okkur skápum og kommóðum hér
og þar, jafnvel gömlum hurðum til
að afsýra og gera upp. Svo dílum
við um þetta fram og aftur. Ég
kannski finn einhvern skáp og spyr
hvort hún vilji taka hann eða hvort
ég eigi að gera það og svo framveg-
is,“ segir María og bætir við að með
þessu byggi þær smátt og smátt
upp erfðagripasafn sem nýtist af-
komendunum.
„Þó að við smíðum kannski ekki
húsgögnin sjálfar þá setjum við
engu að síður mark okkar á þau
með því að gera þau upp,“ segir
María sem gerðist þó eitt sinn svo
fræg að smíða borð þar sem hún
tók grunndeildina í trésmíðanámi
Iðnskóla Reykjavíkur.
„Það var ákveðið skylduverk-
efni að smíða taflborð en ég fór í
uppreisn og smíðaði mitt með lúdói
á annarri hlið í stað þess að gera
myllu. Þetta forláta lúdóborð er svo
orðið „erfðagripur“ í herbergi sonar
míns í dag,“ segir hún og hlær.
Hlutir með sögu höfða meira til
Maríu en aðrir og það má glöggt
sjá í verslun hennar, þar sem
hver hluturinn er öðrum sérstak-
ari. „Ég er mikill dótasafnari enda
finn ég oftar fyrir meiri sál í göml-
um hlutum en í Ikea-plastinu. Mér
finnst líka skemmtilegt að fram-
leiða og endurhanna gamla hluti og
þannig hef ég búið til margs konar
minnisbækur úr gömlum bókakáp-
um, áróðursplaköt, ísskápasegla
og annað skemmtilegt. Oft er líka
ákveðinn húmor í liðnum áratugum
sem flestir hafa gaman af og því
verður þetta bæði fallegt og fyndið
í senn,“ segir þessi handverkskona
að lokum.
margret@frettabladid.is
Smíðagaldur Maríu Péturs
Hún á ættir sínar að rekja til vestfirskra handverksmanna sem gerðu smíðagaldra úr
gamalli furu. Ásamt móður sinni safnar hún að sér gömlum furuhúsgögnum, afsýrir og
pússar upp, en þess utan rekur María verslunina Ranimosk á Laugavegi þar sem gamal-
dags og húmorískir hlutir ráða ríkjum.
María Pétursdóttir hefur yndi af því að safna að sér gömlum furuhúsgögnum og gera þau upp, en svo virðist sem þessi áhugi sé
henni í blóð borinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
INUKU-STÓLLINN
eftir Ryan Frank er unninn úr
endurunnum plastpokum og
endurunnu áli og er hannaður
undir áhrifum frá afrískri menn-
ingu. Hönnuðurinn Ryan Frank í
London er einn þeirra sem taka
verndun jarðarinnar alvarlega og
reyna að endurnýta hluti í hönnun
sinni. Mjög mikið er um að ungir
hönnuðir eins og Ryan notist við
endurvinnslu í hönnun sinni, enda
hefur umræðan um umhverfismál
sjaldan verið meira áberandi.
endurvinnsla
Forsíðumynd: Valgarður Gíslason tók þessa mynd á
heimili Úlfars Eysteinssonar matreiðslumanns . Útgáfu-
félag: 365 - prentmiðlar, Skaftahlíð 25, 105 Reykjavík,
sími: 550-5000 Ritstjórar: Kristín Eva Þórhallsdóttir
kristineva@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@
frettabladid.is. Auglýsingar: Ámundi Ámundason og
Ásta Bjartmarsdóttir s. 5175724 Útlitshönnuður: Kristín
Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is.
Hinar vinsælu
dönsku bókahillur
komnar aftur
Tekk - Kirsuberja - Hlynur
Hringið og biðjið um mynda- og verðlista
25. ÁGÚST 2007 LAUGARDAGUR2