Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.08.2007, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 25.08.2007, Qupperneq 42
hús&heimili Við bryggjuna í Kópavogi vekur bygging með burstabæjarlagi at- hygli. Þar hafa listamenn og aðrir góðir borgarar komið sér fyrir með verkstæði á neðri hæð og íbúðir undir súð. Einn þeirra er Úlfar Eysteinsson, kokkurinn góð- kunni á Þremur frökkum. Honum fannst ekki mikið mál að fá blaða- mann og ljósmyndara í heimsókn. „Gefðu mér bara smá stund til að þurrka af. Ég hef ekki verið heima í viku og því er heimilið eins og sandkassi,“ segir hann í símann. Þegar keyrt er niður á Kárs- nesið verða orð Úlfars skiljanleg, húsið stendur í rykmekki. Þar er nefnilega steypustöð við hliðina. Allt er þó orðið hreint og fágað hjá Úlfari þegar hann býður í bæinn og komnir gestir í kaffi. Þeir eru fljótir að kveðja og ætla greini- lega ekki að lenda á mynd. „Ég flutti hingað 2003 en hér var byrjað að byggja 1997. Ég er sá eini eftir af frumbyggjunum. Síð- asti móhíkaninn,“ segir Úlfar bros- andi. „Ég tími ekki að fara héðan, enda kann ég því vel að geta horft út á sjóinn og svo á ég líka trillu hér í höfninni sem ég leik mér á. Upphaflega var húsnæðið hugsað sem veiðarfærageymslur og ver- búðir fyrir okkur sem vorum hér með báta en það var alltaf verið að nauða í mér um að opna hér kaffi- stofu. Þá vildi ég hafa flóttaleið og því komu svalirnar. Svo spurði ég hvort ég mætti ekki líka vera með lægri lofthæð niðri og meiri uppi. Jú, það var sjálfsagt. Nú er þetta samþykkt sem 120 fermetra íbúð í iðnaðarhúsnæði og niðri er ég með frystigeymslu fyrir veitinga- staðinn.“ Heimilið er líkast safni því þeir veggir sem ekki eru hallandi eru þaktir málverkum og myndum. Þegar haft er orð á því kemur Úlfar með skýringu. „Ég lærði hjá Þorvaldi í Síld og fisk, einum mesta listunnanda sem uppi hefur verið. Þannig að segja má að ég hafi smitast.“ gun@frettabladid.is Horft út á hafið Í andrúmslofti listaverka, sjávar og steypuryks býr Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari á hinu umdeilda Kársnesi. Hann fylgist með umferð skipa og báta og bregður sér jafnvel út á miðin þegar vel viðrar. Uppi er „púkaloft“ eins og Úlfar kallar það. „Ef ég hefði opið upp í þakbitana þyrfti ég að setja upp viftu þar til að blása hitanum niður,“ útskýrir hann. Eldhúsið er snyrtilegt hjá kokknum. Í stofugluggakistunni stendur gamall hrafn og að sögn Úlfars setjast stundum lifandi kollegar hans á svalahandriðið að heilsa upp á hann. Sjónvarpshornið. Meðal listaverka á veggjunum eru myndir eftir gömlu meistarana Finn Jónsson, Ásgrím Jóns- son og Alfreð Flóka. 25. ÁGÚST 2007 LAUGARDAGUR6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.