Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 45

Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 45
www.alcoa.is Hvað gerir Fjarðaál að góðum vinnustað fyrir metnaðarfulla raf- og véliðnaðarmenn? Fjölbreytt tækifæri á spennandi vinnustað Í hátæknivæddu álveri Fjarðaáls starfar metnaðarfullur hópur tæknimenntaðra sérfræðinga. Takmark Fjarðaáls er að verða í fremstu röð á heimsvísu í meðferð og viðhaldi tækja. Allir starfsmenn fyrirtækisins taka þátt í að tryggja áreiðanleika tækjanna og viðhaldi er stýrt í samræmi við raunverulegt ástand þeirra. Iðnaðarmenn vinna í teymum og verkefnin eru fjölbreytt. Áhersla er lögð á frumkvæði og stöðugar endur- bætur. Tækifæri til símenntunar og starfsþróunar eru óvíða fleiri. Góð laun fyrir vaktavinnu eða dagvinnu Í boði eru vakta- og dagvinnustörf fyrir raf- og véliðnaðarmenn. Góðir möguleikar eru á aukavinnu og viðbótartekjum fyrir þá sem þess óska. Öryggi og velferð starfsmanna ávallt í fyrirrúmi Allt vinnufyrirkomulag miðast við að koma alfarið í veg fyrir vinnutengd slys og óþægindi. Iðjuþjálfi leiðbeinir um rétta líkamsbeitingu og nuddari heimsækir vinnustaðinn tvisvar í viku. Starfsmenn Fjarðaáls hafa aðgang að öflugri velferðarþjónustu sem nær meðal annars til læknisþjónustu og ráðgjafar á ýmsum sviðum. Starfsmenn fá hollar og góðar máltíðir í glæsilegu mötuneyti. Fjarðaál greiðir hverjum starfs- manni 12.000 kr. líkamsræktarstyrk árlega og leigir íþróttatíma í Fjarða- byggðarhöllinni. Boðið er upp á rútuferðir frá Reyðarfirði, Eskifirði, Norðfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Egilsstöðum. Fyrirtækið útvegar og þvær allan vinnufatnað starfsmönnum að kostnaðarlausu. Kostnaðarlaus og auðveldur flutningur inn á svæðið Þurfi starfsmaður að flytja inn á svæðið úr meira en 100 km fjarlægð frá vinnustaðnum greiðir Fjarðaál kostnað við kaup og sölu fasteigna, svo sem sölulaun, lántökugjald og stimpilgjöld. Fyrirtækið sér um að pakka búslóð, flytja hana og koma fyrir á nýju heimili. Með fyrsta launa- seðlinum fær starfsmaður 200.000 kr. greiðslu til að koma sér fyrir á svæðinu. Fyrirtækið aðstoðar einnig nýja íbúa á svæðinu við að leigja húsnæði. Starfsmenn fá flugmiða með Flugfélagi Íslands á hagstæðum kjörum. Vaktavinna Dagvinna 15 tólf tíma vaktir 40 stunda í mánuði vinnuvika Heildarárslaun 5,4 milljónir kr. 3,6 milljónir kr. Mánaðarlaun 450 þúsund kr. 303 þúsund kr. Meðaltímakaup 2.500 kr. 1.700 kr. Laun útlærðra iðnaðar- manna miðað við 15% árangursávinning Framtíðartækifæri fyrir iðnaðarmenn Ef þú hefur áhuga á þessu tækifæri ættir þú hiklaust að hafa samband við Sigurlaugu Þorsteins- dóttur hjá Capacent, í síma 540 71000 eða á netfangið sigurlaug.thorsteinsdottir@capacent.is eða skrá umsókn þína á www.capacent.is og haft verður samband við þig. ÍS L E N S K A S IA .I S A L C 3 88 01 0 8. 20 07

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.