Fréttablaðið - 25.08.2007, Side 48

Fréttablaðið - 25.08.2007, Side 48
hús&heimili FORNASETTI Endurgerð á klassískri hönnun í bland við nýtt veggfóður var meðal þess sem sýnt var á hönnunarsýningunni í Míl- anó í vor. Hér sjást skemmtilegir lágir kollar með líflegum myndum á setunni. Þessi hönnun er upprunninn frá Piero Fornasetti sem var ít- alskur málari, mynd- höggvari og innan- hússhönnuður og hannaði yfir ell- efu þúsund hluti yfir ævina. Fyrirtæki í nafni listamanns- ins er enn rekið í dag og má fræðast nánar um það á www.forna- setti.com hönnun Zaha Hadid vann til Pritzker- verðlaunannna, virtustu verð- launa arkitekta, árið 2004 þegar hún hafði nýlokið við byggingu á sínu fyrsta stóa verkefni, Ros- enthal-miðstöðinni fyrir samtíma- list í Cincinnati í Ohio í Bandaríkj- unum. Hún situr því ekki auðum höndum í dag og vinnur að ýmsum verkefnum, allt frá stórhýsum í Singapúr og Istanbúl til óperuhúss í Kína, safns í Róm og skýjakljúfs í Dubai. Á síðasta opnaði Zaha formlega tvær byggingar í Þýska- landi: bílaverksmiðju fyrir BMW og Phaeno-vísindasafnið. Báðar byggingar sýna einstaka hæfi- leika hennar og eru vitnisburður um snilldarsköpun hennar á rými í föstu formi. Um þessar mundir er viðamikil sýning á verkum hennar í Hönn- unarsafninu í London og sú fyrsta sinnar tegundar. Sýningin stendur til nóvemberloka. Zaha Hadid er fædd í Írak en er breskur ríkisborgari í dag. Hún varð sér úti um gráðu í stærðfræði áður en hún tók að nema arkitekt- úr og fluttist til Bretlands. Hún er 56 ára gömul og ásamt arkitektúr hefur hún hannað nokkur húsgögn og er nú með innsetningu á sýn- ingu í Lissabon. kristineva@frettabladid.is Meistarinn frá Írak Zaha Hadid skaut upp á stjörnuhimininn þegar hún hlaut virtustu verðlaun arki- tekta, Pritzker-verðlaunin, árið 2004. Þetta loftljós er eitt af verkum Zaha á sýningu á verkum hennar í Hönnunar- safninu í London. Dansandi turnar í Dubai. Útgáfa Zaha Hadid af Louis Vuitton- tösku. STÓLLINN AD HOC FRÁ VICCABRE Ad hoc stóllinn er hannaður af Jean-Marie Massaud fyrir fyrirtækið Viccabre. Stóll- inn var til sýnis á húsgagnasýningunni í Mílanó í vor og vakti verð- skuldaða athygli. Grindin er ferköntuð en sætið er úr fléttuðu vírneti. Zaha Hadid var tilnefnd til verðlauna fyrir Phaeno-vísindasafnið í Wilsburg í Þýskalandi. 25. ÁGÚST 2007 LAUGARDAGUR12

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.