Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 66

Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 66
Ég var ekk- ert að spá í hvort hlutir væru falleg- ir, ljótir, ég vildi bara skrásetja þá. „Nálgun mín á viðfangsefnum er hlut- laus,“ útskýrir Spessi. „ Ef til vill er munurinn á þessari bók og öðrum „landslagsbókum“ sá að ég held að þú upplifir þig á staðnum þegar þú skoðar myndirnar.“ Ísland Spessa er langt frá því að vera glansmynd af fögrum foss- um og grænum hlíðum. Þegar flett er í gegnum myndir af jafnólíkum stöðum og til dæmis skrifstofu Arnar Clausen, heimili Óla komma, rigningarsudda á Grensásveginum eða gamalli kjörbúð á Eskifirði þá er einmitt eins og áhorf- andinn sé sjálfur á staðnum og finni næstum lyktina af myndunum. Spessi gefur út bókina sjálfur en hún er hönn- uð af Hjalta Karlssyni hjá Karlsson- Wilker í New York. „ Öll bókin er hönn- uð sem sjálfstætt verk, kápan og bakhliðin eru líka númeraðar myndir. Í raun byrjaði bókin á titlinum – fyrst kom orðið Location upp í huga mér og svo vann ég bara myndir inn í þann ramma. Ég skilgreindi þetta orð og fór svo um víðan völl með hugtakið. Ég var ekkert að spá í hvort hlutir væru fal- legir, ljótir, ég vildi bara skrásetja þá eins og þeir eru. Þetta var dálítið eins og að finna tökustaði fyrir bíómynd.“ Bókinni er dreift af fyrirtækinu D.A.P ( Distributed Art Publishers) í New York sem er afar virt dreifingarfyrir- tæki og sérhæfir sig í lista- og ljós- myndabókum, og hægt verður að nálg- ast „Location“ bæði vestan hafs og í Evrópu. Formáli bókarinnar er eftir Step- hanie Cash, ritstjóra tímaritsins Art in America, en hún lýsir einmitt viðfangs- efnum Spessa sem „þægilegum hvers- dagsleika“. Hún skrifar að, „viðfangs- efnin hans eru hvorki stórfengleg né í stílhreinni niðurníðslu. Þau eru ekki falleg túristapóstkort. Í stað þeirra fangar hann það sem þú gætir misst af á leið þinni á fræga ferðamannastaði – bensínstöðvar, byggingarsvæði, eyði- legt landslag með snævi þöktum fjöll- um í bakgrunni.“ Sýning á verkum Spessa úr bókinni verður haldin í hinu virta galleríi Roebling Hall í New York í vetur. Þægilegur hversdagsleiki Ljósmyndarinn Spessi hefur gefið út heillandi bók sem hann nefnir „Location“ og er meistaralega hönnuð af Karlsson-Wilker teyminu í New York.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.