Fréttablaðið - 25.08.2007, Síða 66

Fréttablaðið - 25.08.2007, Síða 66
Ég var ekk- ert að spá í hvort hlutir væru falleg- ir, ljótir, ég vildi bara skrásetja þá. „Nálgun mín á viðfangsefnum er hlut- laus,“ útskýrir Spessi. „ Ef til vill er munurinn á þessari bók og öðrum „landslagsbókum“ sá að ég held að þú upplifir þig á staðnum þegar þú skoðar myndirnar.“ Ísland Spessa er langt frá því að vera glansmynd af fögrum foss- um og grænum hlíðum. Þegar flett er í gegnum myndir af jafnólíkum stöðum og til dæmis skrifstofu Arnar Clausen, heimili Óla komma, rigningarsudda á Grensásveginum eða gamalli kjörbúð á Eskifirði þá er einmitt eins og áhorf- andinn sé sjálfur á staðnum og finni næstum lyktina af myndunum. Spessi gefur út bókina sjálfur en hún er hönn- uð af Hjalta Karlssyni hjá Karlsson- Wilker í New York. „ Öll bókin er hönn- uð sem sjálfstætt verk, kápan og bakhliðin eru líka númeraðar myndir. Í raun byrjaði bókin á titlinum – fyrst kom orðið Location upp í huga mér og svo vann ég bara myndir inn í þann ramma. Ég skilgreindi þetta orð og fór svo um víðan völl með hugtakið. Ég var ekkert að spá í hvort hlutir væru fal- legir, ljótir, ég vildi bara skrásetja þá eins og þeir eru. Þetta var dálítið eins og að finna tökustaði fyrir bíómynd.“ Bókinni er dreift af fyrirtækinu D.A.P ( Distributed Art Publishers) í New York sem er afar virt dreifingarfyrir- tæki og sérhæfir sig í lista- og ljós- myndabókum, og hægt verður að nálg- ast „Location“ bæði vestan hafs og í Evrópu. Formáli bókarinnar er eftir Step- hanie Cash, ritstjóra tímaritsins Art in America, en hún lýsir einmitt viðfangs- efnum Spessa sem „þægilegum hvers- dagsleika“. Hún skrifar að, „viðfangs- efnin hans eru hvorki stórfengleg né í stílhreinni niðurníðslu. Þau eru ekki falleg túristapóstkort. Í stað þeirra fangar hann það sem þú gætir misst af á leið þinni á fræga ferðamannastaði – bensínstöðvar, byggingarsvæði, eyði- legt landslag með snævi þöktum fjöll- um í bakgrunni.“ Sýning á verkum Spessa úr bókinni verður haldin í hinu virta galleríi Roebling Hall í New York í vetur. Þægilegur hversdagsleiki Ljósmyndarinn Spessi hefur gefið út heillandi bók sem hann nefnir „Location“ og er meistaralega hönnuð af Karlsson-Wilker teyminu í New York.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.