Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 75

Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 75
Þessi helgi er síðasta sýningar- helgi Blind Pavilion eftir Ólaf Elíasson en verkið var sett upp á Sjónarhóli í Viðey í tengslum við Listahátíð 2005. Upphaflega átti verkið aðeins að standa í Viðey í nokkra mánuði en gestir Viðeyjar hafa nú fengið að njóta þess í rúm tvö ár. Byrjað verður að taka verk- ið niður strax eftir helgi og í kjöl- farið verður það flutt til nýrra heimkynna. Blind Pavilion var framlag Dan- merkur á Feneyjartvíæringnum árið 2003. Verkið er stálgrind sem stendur á trépalli. Skiptist grindin í innri og ytri hring. Í hringjunum eru samtals um 200 gler sem ýmist eru gegnsæ eða svört. Verkið er framhald tilrauna Ólafs með sjón- ræna skynjun áhorfandans og er einstakt í sinni röð. Ekki er vitað hvar eigandi þess, sem lánað hefur Listasafni Reykjavíkur verkið, Sig- urjón Sighvatsson, hyggst reisa það næst, en hugmyndir eru uppi um að það verði sett upp tímabund- ið á fáförnum stöðum um landið og flakki utan alfaraleiðar. Það verður annars nóg annað um að vera í Viðey, en nú eru 100 ár frá því að þorpið tók að myndast í Viðey og er þess minnst í dag. Fjölbreytt dagskrá verður í boði í eynni fyrir alla fjölskylduna og má þar nefna þrautakóng, útimark- að, kaffisölu, tilraunaeldhúsið „Alveg milljón“, barnaleiðsögn með Björgvini Franz, þorpsgöngu með Örlygi Hálfdanarsyni, hátíð- armatseðli í Viðeyjarstofu og dansiballi á palli fyrir framan Stof- una. Ferjan fer frá Sundahöfn reglulega. Blindskáli fellur Menningargnægð Norræna húsið 18. – 26. ágúst 2007 Laugardagur 25. ágúst Glerskáli: Norræna húsið: Listsýningar alla daga á meðan á hátíðinni stendur: Hönnunarsýning frá Álandseyjum Ljósmyndasýning um arkitektúr Ljósmyndasýning Rebekku Guðleisfdóttur Global Village Heimsþorp “Sköpun úr rusli” og ljósmyndasýning Vinnuskóla Reykjavíkur Sýning á verkum leikskólabarna Danssýningar: kl. 13:00 – 18:00 Kl. 13:00 Sverðdans, Unnur Guðjónsdóttir Kl. 13:00 Flamencoskóli fyrir börn Kl. 14:00 Samsuðan og Co sýna dansverkið Hundaheppni Kl. 14:45 Flamencoskóli fyrir börn Kl. 16:00 Flamencodans Minerva Iglesias Kl. 18:00 Nýtt dansverk eftir Helenu Jónsdóttur Tónleikar: Kl. 17:00 KatiMatti Kl. 20:00 Elín Eyþórsdóttir Kl. 21:00 Megas Kl. 22:30 Minä Rakastan Sinua Elvis Kl. 14:00 og 16:00 Leiðsögn um Norræna húsið með Guju Dögg arkitekt Kl. 14:00 Lavaland, verkstæði fyrir unglinga Kl. 15:00 Norræn matargerð Kl. 18:00 Med andra ord Sirkussýning www.nordice.is www.reyfi.is Námsmannaþjónusta Sparisjóðsins Við hjá Sparisjóðnum viljum vera í góðu sambandi við viðskiptavini okkar. Félagar í Námsmannaþjónustunni njóta persónulegrar þjónustu sem er sniðin að þörfum hvers og eins, auk góðra kjara og spennandi sértilboða. Við erum alltaf til í að ræða málin – ef sambandið er gott, gengur allt annað betur líka. Skoðaðu málið betur á www.spar.is til þess að komast í gott samband! Gott samband skiptir öl lu ALDREI ÁNÆGÐARI!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.