Fréttablaðið - 02.09.2007, Side 81

Fréttablaðið - 02.09.2007, Side 81
 Íslandsmeistarar FH- inga, sem eru með sex stiga for- skot á toppi Landsbankadeildar karla, eru enn á ný mættir í bikar- leik á Laugardalsvelli þar sem þeir hafa dottið út úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. FH mætir Breiðabliki í fyrri undanúrslitaleik VISA-bik- ars karla og hefst leikurinn klukk- an 16.00. FH-ingar hafa þegar unnið einn bikarleik í Laugardalnum í sumar þegar þeir slógu Valsmenn út úr átta liða úrslitunum með marki Ásgeirs Gunnars Ásgeirssonar í uppbótartíma. Þeir töpuðu hins- vegar bikarleikjum í Laugardaln- um 2005 (undanúrslit gegn Fram, 6-7 í vítakeppni), 2004 (undanúr- slit gegn KA, 0-1) og 2003 (úrslita- leikur gegn ÍA, 0-1). FH hefur unnið Íslandsmeist- aratitilinn þrjú ár í röð en FH hefur aldrei unnið bikarinn þrátt fyrir að eiga að baki þrjá bikarúr- slitaleiki. FH tapaði bikarúrslita- leiknum 1972 fyrir ÍBV 0-2, 1991 töpuðu þeir 0-1 í aukaleik á móti val eftir 1-1 jafntefli í fyrri leikn- um og 2003 töpuðu þeir 0-1 fyrir ÍA. FH spilar í dag sinn tólfta und- anúrslitaleik í bikarkeppninni en Hafnfirðingar hafa tapað 8 af 11 leikjum þar af fjórum þeirra á síð- ustu sjö árum. Breiðablik á allt annað en góðar minningar úr undanúrslitum bik- arsins því eftir eina sigurinn fyrir 36 árum (1971 gegn Fram, 1-0) þá hafa Blikar tapað sex undanúr- slitaleikjum í röð síðast 0-3 gegn KR árið 1999. Þrjú töp hjá FH í Dalnum á síðustu fjórum árum Meistarakeppni HSÍ fer fram í kvöld og báðir leikirnir verða spilaðir í Ásgarði í Garðabæ. Konurnar ríða á vaðið klukkan 18 þegar Stjarnan og Haukar mætast en klukkan 20 mætast Stjarnan og Valur í karlaflokki. Miðaverð á báða leikina er 500 krónur en ágóði leikjanna mun renna til liðanna sem taka þátt í Evrópukeppninni í vetur. Þetta verða síðustu leikir Stjörnunnar í Ásgarði því liðið mun flytja yfir í Mýrina eftir þessa leiki. Stjarnan kveð- ur Ásgarð Dregið var í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í gær og þar bar hæst að Arsenal tekur á móti Newcastle. Man. Utd mætir Coventry og Chelsea heimsækir Hull. Leikirn- ir fara fram 24. september. Arsenal mætir Newcastle

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.