Fréttablaðið - 11.09.2007, Side 6

Fréttablaðið - 11.09.2007, Side 6
Ert þú hlynnt(ur) aukinni löggæslu í miðbæ Reykjavíkur um helgar? Viltu láta leggja fimmtung Kolaportsins undir bílastæði? Forsvarsmenn Iceland- air og Félags íslenskra atvinnu- flugmanna, FÍA, eru bjartsýnir á að deila félaganna leysist innan skamms eftir fund sem þeir áttu í hádeginu í gær. „Það varð engin efnisleg niðurstaða af fundinum önnur en sú að menn ætla að klára þetta í vikunni. Þessi grundvallarágreiningur um forgangsmál félagsmanna verður afgreiddur í næstu samningum,“ segir Jóhannes Bjarni Guðmunds- son, formaður FÍA, en flugmenn verða með lausa samninga um næstu áramót. „Fram að þeim tíma þurfa þeir að setja eitthvað niður á blað og þeir eru að vinna að því sín megin,“ segir Jóhannes. Flugmenn hjá Icelandair hafa átt í vinnudeilum við félagið síð- ustu daga og meðal annars neitað að vinna yfirvinnu. Þá hafa þeir farið fram á að flugmenn Ice- landair fái forgangsrétt á störf hjá Letcharter, dótturfélagi Ice- landair í Lettlandi. Það hafa stjórnendur Icelandair ekki fall- ist á. Þeir segjast hafa keypt flug- félag í fullum rekstri og bent á að starfsfólk þess hafi atvinnurétt- indi í sínu heimalandi. „Við ætlum að taka okkur tvo daga í að finna sameiginlegan flöt á þessari deilu og okkur sýn- ist að allt flug geti verið með eðli- legum hætti,“ segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair. „Við fórum yfir málin á fundin- um og erum sammála um að við verðum að leysa þessa deilu.“ Jón Karl segir félagið fylgja grundvallarreglum eins og í for- gangsréttarmálinu. „Ágreiningur- inn stendur enn um þessa grund- vallarreglu en spurningin er hvernig við leysum hana,“ segir Jón Karl. Hann segir Icelandair hafa þurft að aflýsa nokkrum ferðum í áætlunarflugi en félagið hafi ekki tapað miklu fé á því. „Það er alltaf óþægilegt að lenda í svona málum. Við höfum fengið mikið af kvörtunum frá farþegum. Það er erfitt að meta hversu mikið tapið er en niðurfellt flug getur numið tveimur til þremur millj- ónum.“ Icelandair sagði upp 39 flug- freyjum og flugþjónum og 25 flugmönnum um mánaðamótin. Uppsagnirnar taka gildi 1. desem- ber. Forgangsmál afgreidd í næstu samningum Forsvarsmenn Flugleiða og Félags íslenskra atvinnuflugmanna funduðu í gær. Bjartsýnir á að deila þeirra muni leysast innan skamms. Forgangsdeilumálið rætt í næstu kjarasamningum. Búist við að flug verði með eðlilegum hætti. NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI • Grunnatriði í upplýsingatækni • Windows stýrikerfið • Word ritvinnsla • Excel töflureiknir • Internetið og tölvupóstur • PowerPoint við gerð kynningarefnis • Verkefni og æfingar ECDL er tölvunám fyrir alla! 78 stundir - Verð: 69.000.- Morgunnámskeið byrjar 18. sept. kvöld- og helgarnámskeið byrjar 24. september. ÞÚ VERÐUR AÐ KUNNA Á TÖLVU! Upplýsingar og skráning:544 4500 / www.ntv.is ECDL er tilvalið námskeið fyrir alla sem vilja fá góða innsýn í notagildi tölvunnar. Nemendur læra þannig að nýta sér tölvutæknina, jafnt á vinnustað sem heima. Allar kennslugreinar eru kenndar frá grunni. AFL – Starfsgreina- félag Austurlands hyggst grípa til allra þeirra aðferða sem það ræður yfir til að berjast gegn félagslegum undirboðum hjá verktakafyrirtækjum á Austur- landi. Stjórn félagsins fund- aði í gær og samþykkti til- lögu þess efnis. Fram- kvæmdastjóri félagsins, Sverrir Mar Albertsson, segir að ef Vinnumála- stofnun grípi ekki tafarlaust til harðra aðgerða í vinnustaðaeftirliti á félagasvæði AFLs muni forsvarsmenn þess jafnvel stöðva vinnu þeirra fyrirtækja sem ekki hafa skráð starfsmenn sína á tilskilinn hátt eða greiða þeim ekki laun samkvæmt kjarasamningum. Aðgerðir AFLs munu meðal annars beinast gegn verktaka- fyrirtækjunum Hünnebeck og GT- verktökum sem vinna að byggingu Hraunaveitu Kárahnjúka- virkjunar. Talið er að fyrirtækin hafi ekki greitt erlendum starfs- mönnum sínum laun samkvæmt kjarasamningum auk þess sem þau skráðu þá ekki á réttan hátt hjá Vinnumálastofnun. Sverrir mun funda með Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra í dag og segist hann ætla að leggja fram tillögur um aukna samvinnu við Vinnumálastofnun um vinnustaðaeftirlit á félaga- svæði AFLs. „Það kemur í ljós eftir fundinn með ráðherra hvaða hugmyndir hún hefur um hertar aðgerðir. En ég vona að við þurf- um ekki að grípa til þeirra þótt margir félagsmenn okkar hafi kallað eftir því,“ segir Sverrir. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks- ins, segir þingmenn flokksins styðja hlutafélagavæðingu Orku- veitunnar eindregið. Þingflokk- ur Framsóknarflokksins fundaði í gær með Guðmundi Þórodds- syni, forstjóra Orkuveitu Reykja- víkur, Hjörleifi B. Kvaran aðstoðarforstjóra og Birni Inga Hrafnssyni, formanni borgarráðs og borgarfulltrúa flokksins. „Það er ekki ný hugmynd að hluta- félagavæða orkufyrirtæki. Það hefur verið gert áður og Fram- sóknarflokkurinn hefur staðið að þeim breytingum. Við skiptum ekkert um skoðun í þessu máli þótt við séum komin í stjórnar- andstöðu,“ sagði Birkir Jón að loknum fundi. Hann sagðist styðja þessa breytingu eindregið að því gefnu að fyrirtækið yrði áfram í eigu ríkis og sveitar- félaga. „Það er ekkert sem bendir til þess að svo verði ekki, þannig að ég held að þetta sé bara til bóta.“ Eins og greint hefur verið frá hefur stjórn Orkuveitu Reykja- víkur beint því til eigenda sinna, Reykjavíkurborgar, Akranes- bæjar og Borgarbyggðar, að breyta Orkuveitu Reykjavíkur úr sameignarfyrirtæki í hlutafélag. „Við kynntum málin fyrir þing- mönnum og fórum heildstætt yfir þau,“ sagði Björn Ingi að fundi loknum. „Það var mikill skilningur á þeim sjónarmiðum sem komu fram.“ Sáttir við hlutafélagavæðingu Bandaríska hernum hefur gengið nægilega vel í Írak til að fækka megi í herliðinu þar um 30.000 fyrir næsta sumar, að sögn Davids Petraeus, yfirmanns heraflans bandaríska í Írak. Nú eru þar 168.000 hermenn. Petraeus kom fyrir banda- ríska þingið í gær og gaf skýrslu um gang Íraksstríðsins. Demókratar á þinginu tóku vel á móti honum en gagnrýndu hann einnig. „Hann er næstum örugglega rétti maðurinn í starfið,“ sagði Ike Skelton þingmaður og bætti við: „Rétti maðurinn, þremur árum of seint og vantar 250.000 hermenn [til að ljúka starfinu].“ Þrjátíu þúsund hermenn heim Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, var í gær vísað úr landi og fluttur til Sádi-Arabíu fáeinum klukkustundum eftir að hann sneri aftur til heimalands- ins eftir sjö ár í útlegð. Sharif hafði vonast til að geta blandað sér í stjórnmál í landinu á ný, með það fyrir augum að koma Pervez Mushar- raf hershöfðingja og forseta frá, en Musharraf hefur setið að völdum í landinu frá því hann steypti stjórn Sharifs árið 1999. Sennilegt þykir að þetta auki á óvinsældir Musharraf heima fyrir. Pólitískt upp- nám í Pakistan

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.