Fréttablaðið - 11.09.2007, Side 12

Fréttablaðið - 11.09.2007, Side 12
 „Stærsta ógnin við vestræna menningu er vestræn menning sjálf.“ Þetta sagði Ayaan Hirsi Ali, sem er sómölsk að uppruna en varð heimskunn er hún var orðin þingmaður í Hol- landi og helgaði sig baráttu gegn kúgun múslimakvenna, á hádegis- spjallfundi á vegum alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar í Reykja- vík í gær. Hún er gestur hátíðar- innar í tilefni af því að sjálfs- ævisaga hennar er nýútkomin á íslensku undir titlinum Frjáls. Með þessum orðum – að vestræn menning sé mesta ógnin við sjálfa sig – átti Ali við að sú menningarlega afstæðishyggja, sem mjög hefði grafið um sig á Vesturlöndum, kynni ekki góðri lukku að stýra. „Sú trú, að öll menning sé jafngild, er á villigötum,“ segir Ali. Hún segist trúa því að allir einstaklingar séu jafngildir, en ekki öll menning. Að sínu mati sé sú menning sem þróast hafi á Vesturlöndum einfaldlega betri en sú siðmenning sem í boði sé annars staðar meðal mannkynsins. Hún sé ekki fullkomin frekar en aðrar afurðir mannanna, en hún standi öðrum framar, meðal annars vegna þess að einn grund- vallarþátta hennar sé að ala upp fullveðja, frjálsa einstaklinga, hvort sem þeir séu karlar eða konur. „Það þýðir ekki að ég horfi framhjá voðaverkum sem unnin hafa verið í fortíð eða nútíð af Vesturlandabúum eða í nafni frelsis og lýðræðis, en þegar ég ber saman vestræna menningu við annars staðar, þá íslömsku, kínversku, rússnesku, þá er sú vestræna þegar allt kemur til alls sú besta.“ „Menning sem leyfir að börn séu limlest er ekki jöfn menningu þar sem kvenleikinn og fæðing stúlkubarns er hyllt. Menning sem beitir nýjustu tækni til að kyngreina fóstur í því skyni að gera kleift að eyða fóstrum stúlkubarna er ekki jöfn menningu sem gefur stúlkum öll hugsanleg tækifæri; menning sem innrætir börnum sínum gildi „heilags stríðs“ er ekki jöfn menningu sem leitast við að ala börn sín upp í nýsköpun, þekkingarleit og skilningi á heiminum,“ segir hún. Ali segir sofandahátt og skilningsleysi gagnvart þeim ógnum sem vestræn menning standi frammi fyrir hafa auð- veldað hnignun hennar innan frá. Ein þessara ógna sé tvímælalaust herská útlegging íslams. Hún sé öflug hnattræn hreyfing, sem hvorki beri að of- né vanmeta. Hættulegast sé að umbera það að slík kúgunarhugmyndafræði fái þrifist á Vesturlöndum í skjóli „fjölmenningar“. Afstæðishyggja ógnar vestrænni menningu Ayaan Hirsi Ali, sem ólst upp í strangtrúaðri austur-afrískri múslimafjölskyldu en öðlaðist síðar frægð fyrir baráttu gegn kúgun múslimakvenna, segir skilningsleysi gagnvart ógnum sem vestræn menning standi frammi fyrir ógna henni innan frá. Sú trú, að öll menning sé jafngild, er á villigötum. Alvöru námskeið í vefsíðugerð þar sem farið er í alla mikilvægustu þætti vefhönnunar s.s. útlitshönnun, myndvinnslu, HTML-kóðun, gagnagrunnsfræði, Java- script, uppsetningu og viðhald bæði minni og stærri tölvukerfa. 210 stundir - Verð: 199.000.- Kvöld- og helgarnámskeið byrjar 18. september NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI ALVÖRU VEFSÍÐUGERÐ Upplýsingar og skráning:544 4500 / www.ntv.is Mikil áhersla er lögð á verklegar æfingar og í lok námskeiðs ætti nemandi að hafa lokið við eigin vef frá hugmynd að fullunnu vefsvæði. Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta: 1. Myndvinnsla fyrir vefinn með Fireworks 2. Almenn vefsíðugerð með Dreamweaver 3. Gagnagrunnstengd vefsíðugerð með Dreamweaver Fyrsta árlega selataln- ingin fór fram við Vatnsnes í lok ágúst þegar rúmlega þrjátíu sjálfboðaliðar lögðu hönd á plóg við að telja þá 727 seli sem sáust við Vatnsnesið þennan dag. Selasetur Íslands á Hvammstanga sá um skipulagn- ingu og framkvæmd talningar- innar.Yngsti sjálfboðaliðinn var fjögurra ára og sá elsti á áttræðisaldri og gengu þeir samtals meira en sjötíu kílómetra leið. Einnig sá björg- unarsveitin á staðnum um að ferja fólk á milli. Markmið talningarinnar var að fá hugmynd um stærð landsela- stofnsins við Vatnsnes á þessum árstíma að sögn Hrafnhildar Víglundsdóttur, framkvæmda- stjóra Selaseturs Íslands. „Einnig vildum við gefa heima- fólki sem og öðrum áhugasömum kost á að taka þátt í rannsóknar- starfi Selasetursins.“ Hrafnhildur segist finna aukinn áhuga ferðamanna á selnum. Það sem af er ári hafa 4.000 komið á Selasetrið meðan heildarfjöldinn í fyrra var 2.500. „Íslendingar virðast í auknum mæli vera meðvitaðir um Húna- þing vestra sem áfangastað og margir koma gagngert til þess að heimsækja Selasetrið og skoða selina á Vatnsnesi í sínu náttúrulega umhverfi.“ Töldu sjö hundruð seli George W. Bush Bandaríkjaforseti var ekki alveg í sínu besta formi á fundi með leið- togum úr viðskiptalífinu, sem haldinn var í óperuhúsinu í Sydney í tengslum við leiðtogafund APEC. „Þakka ykkur fyrir að vera svona góðir gestgjafar OPEC-fundarins,“ sagði Bush í byrjun ræðu sinnar á fundinum, og beindi orðum sínum að John Howard, forsætisráðherra Ástralíu. Þarna átti hann við APEC, sem er efnahagsbandalag Asíu- og Kyrrahafsríkja, en ekki OPEC, sem eru samtök olíuframleiðsluríkja. Forsetinn var þó snöggur að leiðrétta sig: „APEC-fundarins,“ sagði hann með mikilli áherslu, og grínaðist í framhaldinu með það að Howard hefði boðið sér á leiðtogafund OPEC á næsta ári, þótt hvorki Ástralía né Bandaríkin eigi reyndar aðild að OPEC. Næst mismælti hann sig þegar hann hugðist þakka áströlskum hermönnum fyrir þátttöku sína í Íraksstríðinu, en talaði þá um „austurrísku hermennina“ – nefnilega „Austrian troops“ í staðinn fyrir „Australian troops“. Í þetta sinn leiðrétti hann sig ekki. Að ræðu lokinni gekk Bush ákveðinn út af sviðinu, en óvart í ranga átt – beint í áttina að djúpri gryfju, svo Howard forsætisráðherra þurfti að bregðast snöggt við til að bjarga forsetanum frá falli. Bush mismælir sig hrapallega Upplýstur næturhiminn sést frá fjölmörg- um stöðum í höfuðborginni vegna friðarsúlunnar í Viðey. Kveikt hefur verið tímabundið á súlunni í tilraunaskyni. Súlan er hugmynd Yoko Uno, ekkju Bítilsins John Lennon. Kveikt verður formlega á súlunni 9. október, á afmæli Lennons. Ráðgert er að kveikja á súlunni á hverju ári á afmælis- degi Lennons og verður hún látin lýsa til 8. desember, sem er dagurinn sem hann var myrtur í New York árið 1980. Súlan lýsir upp næturhimininn Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnar vistvænustu skrifstofubyggingu Bretlands í dag. Byggingin er í eigu dóttur- félags Eimskips, Innovate, og hefur hún hlotið hæstu einkunn svonefndra BREEM-staðla sem leggja mat á hve vistvænar byggingar eru. Byggingin aflar að mestu leyti sinnar eigin orku og er hluti steypunnar úr endurunnum efnum. Opnunin er hluti af dagskrá forsetans í heimsókn hans til Leeds. Þar fundar hann meðal annars með áhrifamönnum úr viðskiptalífi borgarinnar og ræðir við rektor Leeds-háskóla. Opnar vistvæna byggingu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.