Fréttablaðið - 11.09.2007, Side 13

Fréttablaðið - 11.09.2007, Side 13
[Hlutabréf] Velta á gjaldeyrismarkaði nam 750 milljörðum króna í ágúst og hefur aldrei verið meiri í einum mánuði. Mánaðarleg meðalvelta á gjaldeyrismarkaði var um 350 milljarðar fyrstu átta mánuði árs- ins. Ástæðuna fyrir mikilli veltu- aukningu í ágúst segir greiningar- deild Glitnis vera óróa á fjármála- mörkuðum heims í kjölfar vandræða á bandarískum hús- næðisskuldabréfamarkaði. Krónan veiktist um 6,3 prósent í ágúst, en greiningardeildin segir hana undanfarin misseri hafa fylgt gengi annarra hávaxtamynta, en tilkoma krónubréfaútgáfu hafi verið stór þáttur í að færa íslenskan gjaldeyrismarkað nær öðrum hávaxtamyntum á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði. Metvelta með gjaldeyri í ágúst Gengi hlutabréfavísitalna lækkaði nokkuð á sveiflukenndum degi á helstu hlutabréfamörkuðum í Asíu, Bandaríkjunum og Evrópu í gær. Hlutabréfamarkaðir í Asíu slógu taktinn strax við opnun viðskipta skömmu eftir miðnætti aðfaranótt mánudags að íslenskum tíma en þá féll Nikkei-vísitalan um 2,5 prósent. Inn í lækkunina spilaði lækkun á gengi Bandaríkjadals gagnvart japanska jeninu auk þess sem nýbirtir hagvísar benda til að dregið hafi úr hagvexti í Japan um 1,2 prósent á öðrum ársfjórðungi. Fjárfestar þykja uggandi um stöðu mála í Bandaríkjunum. Þar hefur atvinnulausum fjölgað umfram spár og óttast er að í kjölfar aukinna vanskila á fasteignalánamarkaði vestra geti dregið úr eftirspurn og hagvexti í kjölfarið. Það getur svo dregið úr útflutningi frá Asíu. Fjárfestar í Bandaríkjunum hlýddu vongóðir í gær á stjórnendur seðlabanka Bandaríkjanna tjá sig um stöðu efnahagsmála þar í landi. Tónninn var með harkalegra móti og endurspeglaði áherslur Ben Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, sem hefur sagt að stýrivextir verði ekki lækkaðir fyrr en draga taki úr verðbólgu. Lækkun á hlutabréfamarkaði FL Group hefur keypt alla hluthafa Kjarrhólma ehf. út úr félaginu og með því eignast 37,57 prósent hlutafjár í Tryggingamiðstöðinni. Ætla má að kaupverð nemi um 10,5 milljörðum króna en hluti þess er greiddur með bréfum í FL Group. Kjarrhólmi er annar stærsti hluthafinn í TM á eftir Glitni, sem keypti stærsta hluthafann út í síð- ustu viku en ætlar að selja hlutina áfram til fjárfesta. FL Group og Sund ehf. áttu fyrir viðskiptin hvort um sig 45 prósent í Kjarrhólma en Imon ehf., félag í eigu Magnúsar Ármanns, átti fimm prósent og Sólstafir ehf., sem er í eigu Þorsteins M. Jónssonar, stjórnarformanns Vífil- fells og Glitnis, átti fimm prósent. Þeir Magnús og Þorsteinn, sem báðir eru stjórnarmenn í FL Group, juku á sama tíma við sig í FL Group fyrir 2,3 milljarða króna. FL Group næst- stærst í TM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.