Fréttablaðið - 11.09.2007, Qupperneq 16
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is
Auður Magndís Leiknisdóttir stjórnar
í kvöld fyrsta hittingi haustsins sem
talskona Femínistafélagsins en hún tók
við því embætti nýlega af Katrínu Önnu
Guðmundsdóttur. Spurð hvað titillinn
þýði svarar Auður: „Hann felur aðallega
í sér samskipti við fjölmiðla. Svo sit ég
í ráði með fólki úr ýmsum hópum innan
félagsins sem hittist reglulega og fundar
stíft þegar eitthvað stendur til.“
Auður Magndís er ættuð frá Patreks-
firði en alin upp í Hafnarfirði. Hún kveðst
ekki hafa fengið pólitískt uppeldi en
réttlætiskenndin hafi snemma komið við
sögu. „Þaðan kemur undirstaðan undir
baráttugleðina,“ segir hún brosandi.
Nú starfar Auður sem félagsfræðingur
við Háskóla Íslands og er nýkomin
til landsins frá London þar sem hún
stundaði mastersnám í greininni.
Femínistafélagið var stofnað fyrir
fjórum árum af körlum og konum sem
vita að jafnrétti kynjanna hefur ekki
verið náð og vilja gera eitthvað í því og
allt sem er unnið fyrir félagið er ólaun-
að, að sögn Auðar. „Félagsmenn eru
nokkur hundruð og þeir greiða árstillög
en þau eru ekki rukkuð inn með offorsi.
Þeir peningar sem koma inn renna í við-
burði sem haldnir eru á vegum félags-
ins,“ útskýrir hún.
Margir hafa orðið til að hnýta í
félagið, fólk af báðum kynjum. Hvernig
skýrir Auður það? „Kvenfrelsissamtök
hafa aldrei unnið vinsældakosningar.
Rauðsokka var skammaryrði á sínum
tíma,“ segir hún róleg. „Heilbrigð skoðana-
skipti eru af hinu góða og það fylgir
róttækri réttindabaráttu að bylgja rísi á
móti. Þannig er það alltaf þegar barist er
fyrir breytingum á ríkjandi viðhorfum
og valdafyrirkomulagi. Við fáum enn
sömu svör og rauðsokkurnar. Að þetta
komi allt með tímanum. Við femínistar
höfum líka vakið athygli á ýmsum
málum sem ekki snúast um launamun og
hlut kvenna í stjórnunarstöðum, svo sem
klámvæðingu og kynfrelsi. Hluti sem
erfitt er að festa fingur á og ekki birtast
í neinum súluritum. Við tökum gjarnan
þátt í heilbrigðum skoðanaskiptum.“
En býst hún við að breyta einhverju í
félaginu nú þegar hún er orðin talskona
þess? „Ég hef engin grand plön um það.
Starfið mótast af þeim straumum sem
eru í þjóðfélaginu á hverjum tíma og ef
mér dettur eitthvað nýtt í hug þá ber ég
það upp á fundum ráðsins.“
Að lokum er Auður spurð hvort hún
eigi fleiri áhugamál en félagsstörfin. Hún
er fljót til svars. „Já, ég er prjónakona.
Það er arfur frá fjölskyldunni og ég er
stolt af því að halda á lofti kvenlegum
hefðum og gildum. Eitt skýrasta dæmið
um kynbundin viðhorf í samfélaginu er
hvað tómstundaiðja karla er yfirleitt
hafin upp en aftur á móti litið niður á
iðju kvenna. Kona sem stundar veiðiskap
nýtur virðingar en karl sem prjónar
þykir hlægilegur.“
Uppreisn Pinochets
Ástkær móðursystir okkar,
Sigríður Ólafsdóttir,
Dvergasteini, síðast til heimilis á
dvalarheimilinu Höfða, Akranesi,
lést 7. september. Útförin fer fram frá Akraneskirkju
föstudaginn 14. september kl. 14.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elín Hannesdóttir,
Helgi Hannesson,
Guðmundur Þór Hannesson.
Eiginkona mín, móðir og systir,
Jóhanna Á. H.
Jóhannsdóttir
blaðamaður,
lést á Heilsustofnun Suðurlands á Selfossi
6. september sl. Útför hennar verður gerð frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. september og hefst
kl. 11. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hennar er bent á GÖNGUM
SAMAN-hópinn sem styrkir rannsóknir og meðferð á
brjóstakrabbameini. Reikningsnúmer er
115-05-069806, kennitala 251059-7569. Merkja þarf
innleggið JÁHJ.
Brahim Boutarhroucht,
Helgi Idder Boutarhroucht,
Alda og Jóhanna.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Sigþrúður Pálsdóttir
ljósmóðir, Frá Eyjum í Kaldrananeshreppi,
Hraunvangi 3, Hafnarfirði,
lést sunnudaginn 9. september. Jarðarförin fer fram frá
Víðistaðakirkju föstudaginn 14. september kl. 13.00.
Halldór Hjálmarsson,
Steinunn Halldórsdóttir, Einar Steingrímsson,
Hjálmar Halldórsson,
Rún Halldórsdóttir,
Páll Halldórsson, Stella Óladóttir,
Örn Halldórsson, Ingibjörg Bryndís Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra móðir, eiginkona og dóttir,
Inger Tara Löve
Ómarsdóttir,
Hjallahlíð 29,
varð bráðkvödd á heimili sínu sl. föstudag, útför verður
auglýst síðar.
Vignir Steindórsson,
Vignir Ómar Vignisson, Gréta Guðný Snorradóttir,
Þóra Löve, Ómar Másson
og fjölskyldur.
Okkar ástkæri
Ari G. Guðmundsson,
Krókahrauni 10, Hafnarfirði, áður til
heimilis að Húnabraut 28, Blönduósi,
lést á Sólvangi í Hafnarfirði sunnudaginn 2. september.
Hann verður jarðsunginn frá Garðakirkju, Álftanesi,
fimmtudaginn 13. september klukkan 13.00.
Guðmunda Guðmundsdóttir,
Guðmundur Arason, Inga Birna Tryggvadóttir,
Óskar Eyvindur Arason, Margrét Rósa Grímsdóttir,
Ása L. Aradóttir, Ólafur Arnalds,
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Guðbjörg Erla Jónsdóttir,
Hrafnistu í Hafnarfirði,
lést aðfaranótt 10. september. Jarðarförin auglýst síðar.
Árni Arnarson, Borghildur Vigfúsdóttir,
Gunnar Arnarson, Kristbjörg Eyvindsdóttir,
Aldís Arnardóttir, Ólafur Þór Jóhannesson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir og amma,
Hjördís Ragna
Þorsteinsdóttir,
sem lést á líknardeild LSH í Kópavogi laugardaginn
8. september, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði mánudaginn 17. september kl. 13.00.
Georg Ragnarsson,
Friðbjörn Georgsson, Margrét Ingólfsdóttir,
Hildur Georgsdóttir S., Hlynur Árnason,
Ingólfur Már, Hjördís Ragna, Ingibjörg og Thelma.
„Ef ég væri kyntákn fengi ég
mun meira á broddinn en ég
fæ núna.“