Fréttablaðið - 11.09.2007, Page 24
11. SEPTEMBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR4 fréttablaðið flutningar
Það færist í vöxt að seljendur
íbúðarhúsnæðis fái utan-
aðkomandi aðila til að þrífa
gamla húsnæðið fyrir afhend-
ingu til nýrra eigenda.
„Þetta verður æ vinsælla,“ segir
Theódór Pálsson, framkvæmd-
astjóri Hvítu línunnar, sem er eitt
þeirra fyrirtækja sem taka að sér
þrif á íbúðum milli eigenda.
„Mér finnst eins og aukningin
haldist í hendur við líflegan fasteign-
amarkaðinn hin síðustu ár. Þegar
fólk er búið að selja eignir sínar og
er með meira fé á milli handa þykir
því ekki tiltökumál að ráða ræst-
ingafólk til að þrífa og á margan hátt
skiljanlegt að það sé óþreyjufullt að
komast í sitt nýja húsnæði þar sem
mörg handverkin bíða,“ segir Theó-
dór, en þrif af þessu tagi kosta frá
35 þúsund krónum fyrir meðalstóra
íbúð og hækkar verðið eftir auknum
fermetrafjölda.
„Innifalin í verði er allsherjar
hreingerning, utan þrifa á veggj-
um og lofti. Það er sjaldgæft að
þrífa þurfi veggi og loft þar sem
flestir mála þegar flutt er í nýtt
húsnæði,“ segir Theódór, en glugg-
ar, skápar, innréttingar, ofnar, gólf
og hreinlætis- og heimilistæki eru
þrifin hátt og lágt.
„Húsnæðið er eins og nýtt eftir
að við höfum farið um það hönd-
um. Við notum ýmis tæki sem létta
okkur vinnuna en allir vita hve
mikil vinna er að hreinsa heilt ein-
býlishús þegar kalla þarf kannski
saman alla fjölskylduna yfir heila
helgi. Þá er betra að fá fagfólk í
verkið og kveðja gamla heimilið
tandurhreint en óþreyttur.“
Skíturinn skilinn eftir
Þrifin geta tekið mikinn tíma og sífellt fleiri ráða til sín hjálp.
Að ýmsu þarf að huga þegar skipta
skal um híbýli. Betra er að gera smá
plan áður því það mun að lokum
spara manni tíma. Hér á eftir koma
nokkur nytsöm ráð:
Byrjið á að taka til og henda.
Væntanlegir flutningar eru rétta
tækifærið til að losa sig við ónýtu
garðhúsgögnin og úreltu tímaritin.
Það er óþarfa tvíverknaður að flytja
dót á nýjan stað sem verður síðan
strax hent.
Passið að pakka nauðsynlegustu
hlutunum í ferðatösku sem höfð er
uppi við. Maður kemur sér ekki fyrir
í nýrri íbúð á einum degi og til að
losna við að þeysast á milli kassa,
til dæmis í leit að tannkreminu, er
best að hafa allt á einum stað.
Raðið vandlega ofan í kassana.
Nýtið plássið vel og flokkið hlutina,
látið til dæmis allar bækur saman,
öll föt saman og allt eldhúsdót
saman.
Hafið það hugfast að kassarnir
geta orðið fyrir hnjaski. Því skal
pakka þétt, nýta plássið vel og láta
ekkert hringla laust. Einnig skal öllu
brothættu pakkað inn í bóluplast
eða sellófan, helst ekki dagblöð
þar sem þau smita prentsvertu í
hlutina.
Komið ykkur upp merkjakerfi. Í
fyrsta lagi er mjög nauðsynlegt að
vel komi fram hvað sé í hverjum
kassa svo auðvelt sé að pakka upp.
Einnig hraðar það
öllum flutningi ef
kassar og húsgögn
eru merkt herberginu
sem þeir eiga endan-
lega að fara í.
Ef gæludýr tilheyrir
fjölskyldunni skal loka
það inni í einu her-
bergjanna eða koma
því fyrir í pössun
meðan á flutningun-
um stendur. Stressið
sem flutningum fylgir
leggst á alla fjölskyld-
una – líka dýrin.
Hafið nóg að
drekka og borða
fyrir sjálfboðaliðana
í flutningunum. Það
stuðlar að því að fólk
hjálpi lengur til.
Flutt á nýtt heimili