Fréttablaðið - 11.09.2007, Síða 36
Sagnfræði í hádegismat
Á laugardag var opnuð sýningin
Byggingarlist í augnhæð á Kjarvals-
stöðum. Guja Dögg Hauksdóttir er
sýningarstjóri hennar.
„Sýningin er unnin í tengslum
við útgáfu námsbókar sem ætlað er
að fræða grunnskólanema um
byggingarlist,“ segir Guja Dögg,
sem einnig er höfundur bókarinnar.
„Tilgangurinn með þessu verkefni
er að reyna að veita ungu fólki upp-
lýsingar sem gera þeim kleift að
skilja umhverfi sitt betur með því
að lesa í byggingarlist. Manngert
umhverfi hefur mikil áhrif á líðan
okkar og framvindu daglegs lífs og
því er löngu tímabært að fólk velti
því markvisst fyrir sér. Það er mikil-
vægt að skilja hvers vegna okkur
líður betur á sumum stöðum en
öðrum.“
Bókin skiptist í þrjá kafla og
fylgir sýningin þeirri uppbyggingu.
Fyrsti kaflinn kallast Heima og
lýtur að þeim stöðum þar sem við
eyðum hvað mestum tíma, svo sem
heimilum, skólum og vinnustöðum.
Annar kaflinn, Inni, hverfist um
íburðarmeiri rými eins og söfn og
kirkjur og nýtingu á þeim. Í þriðja
kaflanum, sem kallast Úti, er feng-
ist við ytra byrði bygginga og form
þeirra.
Dæmi um byggingarlist eru sett
fram með mismunandi miðla á
sýningunni. Þannig má þar líta
ljósmyndir, teikningar, skyggnu-
sýningu og líkön. Flestar bygging-
arnar sem fjallað er um á sýning-
unni eru íslenskar. „Sýningin fjallar
mestmegnis um okkar íslenska
manngerða umhverfi og reynir að
veita gestum lykil að fagurfræði
þess,“ segir Guja Dögg að lokum.
Sýningin stendur til 31. desember.
Fagurfræði bygginga
Hinn 8. september síðast-
liðinn var opnuð sýning
á vistvænni hönnun í
Hönnunarsafni Íslands í
Garðabæ. Sýningin, sem ber
yfirskriftina Framhaldslíf
hlutanna, kemur á framfæri
þeim boðskap að nútímafólki
er varla stætt á að velta fyrir
sér fagurfræði hönnunar án
þess að taka tillit til þeirra
áhrifa sem hún hefur á
umhverfi sitt.
Sýningarstjórinn Aðalsteinn Ingólfs-
son er forstöðumaður Hönnunar-
safns Íslands. „Hugmyndin að
þessari sýningu kviknaði í raun út
frá því að þessi málefni, umhverfis-
vernd og sjálfbær lífsstíll, hafa
verið í deiglunni undanfarið. Það má
því líta á sýninguna sem innlegg
Hönnunarsafnsins í þá umræðu.“
Kappkostað var að velja til
sýningarinnar vel hannaða og
útbreidda nytjahluti, bæði úr fórum
safnsins og frá erlendum framleið-
endum. Auk þess eru á sýningunni
nokkrar frummyndir hugvitssam-
legra nytjahluta sem ekki hafa enn
ratað í framleiðslu. Hlutirnir sem
eru á sýningunni eiga það sam-
eiginlegt að vera vistvænir á einn
eða annan hátt. Sumir þeirra eru úr
endurunnum efniviði og sýna þannig
fram á hvernig endurvinnsluferlið
eykur á virði og notagildi efni-
viðarins. Enn fremur þarf að vera
hægt að endurvinna hlutina að ein-
hverju eða öllu leyti í framtíðinni.
Framleiðsla hlutanna hefur ekki
haft í för með sér mengun eða sóun
á fágætum efniviði.
Á meðal þess sem berja má augum
á sýningunni má nefna ávaxtaskál
sem gerð er úr gömlum vínyl, vist-
vænan og sparneytinn bíl frá Toyota
og vistvæna líkkistu sem brotnar
auðveldlega niður í jarðveginum.
Aðalsteinn segir hlutina á sýningunni
marga vera vel þekkt dæmi um
vistvæna hönnun: „Sumt af því sem
er á sýningunni eru fræg dæmi um
vistvæna hönnun. Má þar sem dæmi
nefna stól eftir brasilísku bræðurna
Fernando og Humberto Campana
sem er gerður úr smábútum efni-
viðar. Stóll þessi er ekki aðeins vist-
vænn í framleiðslu þar sem hann er
unninn úr afgangsefni annarrar
framleiðslu, heldur skírskotar hann
um leið til fátækrahverfanna í Rio
de Janeiro og þeirrar nýtni á
afgangsefnum sem þar má finna.“
Hönnunarsafnið fékk styrk frá
Sorpu og umhverfisráðuneytinu til
þess að koma sýningunni á laggirnar.
Auk þess mun umhverfisráðherra
opna sýninguna. Aðalsteinn segir að
vissulega megi líta á viðfangsefni
sýningarinnar sem pólitískt málefni.
Tilgangurinn með sýningunni er að
vekja fólk, jafnt hönnuði sem
neytendur, til umhugsunar um
hlutverk hönnunar í sjálfbærum og
vistvænum lífsstíl.
„Ekki síst viljum við höfða til
skólanna með sýningunni og reyna
að fá ungt fólk til að velta fyrir sér
hönnuninni sem liggur á bak við þá
nytjahluti sem þau kannast kannski
við úr eigin lífi. Þannig er hugsanlega
hægt að fá þau til þess að verða
gagnrýnni neytendur. Hlutirnir
sýna einnig svo ekki verður um
villst að endurvinnsla og orku-
sparnaður þurfa ekki endilega að
koma niður á útliti eða nytsemd
hlutanna. Það veltur á okkur öllum
að takast á við þá umhverfisvá sem
að heiminum steðjar og vonandi
getur þessi sýning haft jákvæð áhrif
á viðhorf almennings til vistvæns
lífsstíls.“
Nytjahlutirnir á sýningunni eru
dæmi um viðleitni hönnuða til þess
að leggja sitt af mörkum til
umhverfisverndar. Aðalsteinn telur
líklegt að þessi viðleitni komi til
með að færast sífellt í aukana. „Á
sýningunni má til að mynda sjá tvö
húsgögn frá IKEA. Þegar svo stórt
fyrirtæki er farið að senda frá sér
hönnun sem hefur vistvænar
hugmyndir að leiðarljósi segir það
sitt um stöðu þessara hugmynda í
hversdeginum. Framtíð hönnunar
liggur klárlega í vistvænum þanka-
gangi.“
ATH kl. 12
hefst dagskrá Bókmenntahátíðar
með spjalli við Carl Jóhan Jensen
og kl. 12.30 við Nicola Lecce í
Norræna húsinu. Kl. 14 eru
pallborðsumræður um innflytj-
endaókmenntir: Jonas Hassen
Khemiri, Maryna Lewycka og Sasa
Stanic spjalla. Bæði, auk Einars
Más, Lecce og Carli, lesa svo í Iðnó
í kvöld kl. 20.
Menningarstarf í Langholtskirkju
hefur lengi verið í miklum blóma. Í
gær hófst undirbúningur fyrir
vetrarstarfið með fyrstu æfingum
vetrarins hjá kór kirkjunnar, en í
vetur verður starfið viðamikið og
fjölbreytt. Að þessu sinni eru auk
Kórskóla Langholtskirkju sjö kórar
starfandi í kirkjunni með tæplega
300 virkum þátttakendum. Kór
Langholtskirkju hóf í gær æfingar
á Magnificat og Actus Tragicus
eftir J.S. Bach sem verða flutt í
Langholtskirkju 18. nóvember á
minningartónleikum um séra Sigurð
Hauk Guðjónsson. Þá er starfandi
við kirkjuna kór skipaður drengjum
frá 7-14 ára undir stjórn Hreiðars
Inga Þorsteinssonar og Alex Ash-
worth og komu strákarnir saman í
fyrsta sinn í gær.
Í kvöld verður setning Kórskóla
Langholtskirkju en þar er boðið upp
á grunnnám í söng fyrir þá sem
hafa aldur og þroska til. Að loknu
grunnprófi er hægt að hefja nám í
miðstigi við aðra tónlistarskóla.
Innritun stendur yfir. Á morgun er
börnum boðið í kórstarf með Krútta-
kórnum yngri deild (fjögurra og
fimm ára) kl. 17.00-17.40 og eldri
deild (sex til sjö ára) frá
17.30-18.20. Kórinn syngur
í messum tvisvar yfir
veturinn. Stjórnendur
eru Hulda Björk Proppé
og Þóra Björnsdóttir.
Kór Kórskólans er undir
stjórn Bryndísar
Baldvins-
dóttur. Kór
Kórskólans
syngur í
messum, á
aðventukvöldi þar sem hann flytur
Lúsíuleik og einnig sýnir hann
jólahelgileikinn Fæðing frelsarans
á jólatónleikum Kórskólans og í
fjölskyldumessu annan dag jóla.
Raddþjálfari Kórskólans og
Graduale Futuri er Rósa Jóhanns-
dóttir en Graduale Futuri er
Gradualekór Langholtskirkju.
Kórinn er fullskipaður en ef
afburða raddir eru í boði verður
þeim tekið fagnandi. Stjórnandi er
Jón Stefánsson.
Fáar sóknir hafa lagt jafn
ríka áherslu á viðamikið
kórstarf og í Langholts-
sókn.
Kórastarf í Langholtinu
Hvað er að frétta?